Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 30
30 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Inngangur Garnasmokkun (intussusception) er þegar hluti af görn dregst inn í aðlægan hluta garnar. Þó garnasmokkun sé ekki algengt vanda- mál er það algengasta ástæða garnastíflu hjá ungum börnum.1 Al- gengast er að það gerist á aldrinum 4-10 mánaða.1 Oftast verður garnasmokkunin á mótum dausgarnar (ileum) og ristils, en það svæði er mjög ríkt af eitilvef hjá ungabörnum. Í um 90% tilfella hjá ungabörnum er ekki skýr ástæða fyrir garnasmokkuninni, en eitil- vefurinn er þá talinn eiga þátt. Hjá eldri börnum og fullorðnum er líklegra að til staðar sé leiðnipunktur (leading point) sem dragi áfram þann hluta smágirnis sem smokrast inn í aðlægan hluta garnar.2 Hjá fullorðnum er garnasmokkun ástæða garnastíflu í 1% tilfella og þá finnst leiðnipunktur í 90% tilfella.3 Leiðnipunktur finnst hjá þriðjungi barna sem greinast með garnasmokkun eft- ir tveggja ára aldur. Algengasta ástæða garnasmokkunar í öllum aldursflokkum hjá börnum er Meckels-sarpur, en hjá eldri börnum sepi eða eitilfrumukrabbamein.4 Garnasmokkun á botnlanga er þegar hann dregst inn í botn- ristil (caecum). Þetta er afar sjaldgæft, en garnasmokkun á botn- langa sést í um 0,01% tilfella þeirra sem fara í botnlangatöku.5 Ólíkt hefðbundinni garnasmokkun getur garnasmokkun á botn- langa komið fyrir á öllum aldursskeiðum en meðalaldur í hópi barna er 16 ár.6 Einkenni garnasmokkunar á botnlanga geta verið bráð eða langvinn. Algengt er að einstaklingar hafi haft í þrjár til fjórar vikur kviðverki, uppköst, niðurgang og blóð í hægðum. Í ein- hverjum tilfellum eru einkenni þau sömu og við bráða botnlanga- bólgu. Vegna þess með hversu ólíkum hætti einkenni koma fram Á G R I P Garnasmokkun á botnlanga er sjaldgæft ástand og erfitt að greina. Við segjum frá garnasmokkun á botnlanga hjá 7 ára gömlum strák með sögu um kviðverki. Garnasmokkun á botnlanga Sjúkdómstilfelli Erla Þórdís Atladóttir1 læknir Kristján Óskarsson2,3 læknir Páll Helgi Möller1,3 læknir 1Kviðarholsskurðdeild Landspítala, 2barnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Erla Þórdís Atladóttir, erlata@landspitali.is er greining ekki alltaf ljós og langoftast greinist garnasmokkunin í aðgerð eða við vefjagreiningu.3 Garnasmokkun á botnlanga hefur verið flokkuð eftir því hvaða hluti botnlangans dregst inn í sjálfan sig eða botnristil. Flokkunin er kennd við McSwain sem bætti og endurgerði eldri aðferðir til flokkunar.6 Flokkun McSwain er lýst í töflu I. Ástæða garnasmokkunar á botnlanga er ekki skýr en þó eru einhverjar hugmyndir um hvernig það eigi sér stað. Óvanalegar þarmahreyfingar vegna staðbundinnar ertingar eru taldar leika lykilhlutverk við að garnasmokkun á botnlanga á sér stað, líkt og við garnasmokkun almennt.7 Ástæðum hefur gjarnan verið skipt í líffærafræðilegar (anatomic) og sjúklegar (pathologic). Breiður botn (basis) getur orsakað garnasmokkun á botnlanga. Einnig laust botnlangahengi (mesoappendix). Eru það dæmi um líffærafræði- legar ástæður garnasmokkunar á botnlanga. Algengustu sjúk- legar ástæður garnasmokkunar á botnlanga eru legslímuflakk eða bólga. Dæmi um aðrar sjúklegar ástæður eru aðskotahlutur, sepi, hægðarsteinn eða eitlastækkun en einhvers konar fyrirferð í botnlanga getur virkað sem leiðnipunktur.8 Tilfelli Um er að ræða 7 ára gamlan almennt hraustan dreng. Foreldr- ar hans leituðu með hann á læknavaktina þaðan sem honum var vísað á bráðamóttöku barna á Landspítala. Hann var með 5 daga sögu um hita, lystarleysi og kviðverki sem komu og fóru. Hann lýsti dreifðum verkjum umhverfis nafla sem höfðu smám saman farið versnandi. Hann var ekki með ógleði, uppköst eða önnur einkenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.