Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 39

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 39 alanum vegna kyns, orðræðan er þannig. Stundum undir rós og stundum alls ekki. Með tímanum hefur ástandið skánað, enda staða okkar styrkst frá því við vorum að byrja. Þetta er það sem taka þarf á. Það þarf að taka á því þegar konur upplifa mismunun í stórum stíl.“ Sjálf hafi hún verið með kynjagleraug- un lengi uppi, en viðmótið þó komið bæði henni og vinkonum hennar á óvart. „Við höfum upplifað að við þurfum að sanna okkur meira. Við fáum verra viðmót sam- starfsfélaga og það sjá strákarnir líka,“ segir hún. Nýr vinkill á #MeToo Þær Stella, Ólöf og Sunna ræða málþingið um endurnýjaða #MeToo-byltinguna á Læknadögum. Þær benda á að þrátt fyrir flotta verkferla og stór orð í kjölfar fyrstu #MeToo-byltingarinnar og átaks kven- lækna undir merkjunum #ekkiþagnar- skylda hafi nú opinberast að gjörðir hafi ekki fylgt orðum. Stella hvetur til hugar- farsbreytingar innan stéttarinnar. „Læknar sem fullyrða um vond áhrif kvenna á stéttina ættu frekar að sjá þetta sem vanda samfélagsins eða stofnunarinn- ar en okkar lækna.“ Það sé grafalvarlegt og sýni hversu stór vandi samfélagsins er þegar því sé fleygt fram að lækna- stéttin missi virðingu sína fjölgi konum í stéttinni. „Í þessum orðum liggur mikil viðurkenning á að kynjamisréttið í sam- félaginu sé mikið og að vandinn sé stór,“ segir hún. Ólöf stýrir samskipta- og jafnréttis- nefnd Læknafélags Íslands þar sem Stella tekur brátt sæti en hún er ein þeirra sem stofnuðu fyrsta femínistafélag framhalds- skólanna, í MR. Sunna stýrir #MeToo- málþinginu á Læknadögum sem Félag sjúkrahúslækna og aðgerðahópurinn Kon- ur í læknastétt standa að. „Það verður áhugavert að taka þetta málefni frá öðrum vinkli en við gerðum fyrir nokkrum árum. Við viljum skoða mörg minni atvik í þessari seinni #MeToo- bylgju og hvaða áhrif þau hafa á vinnu- umhverfi, öryggi og líðan kvenlækna í starfi og hreinlega framgang þeirra í starfi,“ segir Sunna. Hætta að minna konur á kyn sitt „Bandarískar rannsóknir hafa til að mynda sýnt að örárásargirni (micro- „Allir deildarstjórar, yfirlæknar og yfirmenn innan stofnunarinnar þyrftu á fræðslu að halda til að geta unnið rétt úr þessum málum. Hlutverk mannauðsdeildarinnar ætti að vera að styðja við stjórnendur til að bregðast við þessari ómenningu.“ Stella Rún, Ólöf Sara og Sunna eru hluti aðgerðahópsins Konur í læknastétt sem kallaður hefur verið til svo breyta megi verklagsreglum Landspítala við kynjamisrétti, ofbeldi og áreitni. Þær standa einnig að #MeToo-málþingi á Læknadögum. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.