Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 49
3. gr. Þekking og fræðsla Lækni ber að viðhalda þekkingu sinni, auka hana og endurnýja og leitast við að fullnægja þeim kröf- um sem gerðar eru til starfa lækna á hverjum tíma. Læknir skal líta á fræðslustarf sitt sem sjálfsagða siðferðilega skyldu og kosta kapps um að miðla þekkingu sinni sem víðast til lækna, læknanema, annarra heilbrigðisstétta og almennings. 4. gr. Faglegt sjálfræði og sjálfstæði Læknir skal starfa af fagmennsku og sannfæringu sinni um hvað sé rétt og gott í samræmi við hlut- verk læknisstarfsins, grunngildi og siðferðisverðmæti. Læknir skal ekkert aðhafast sem gæti talist ósæmandi fyrir orðstír læknastéttarinnar eða skert sjálf- ræði eða sjálfstæði sitt í starfi. Lækni hlýðir að fara sem minnst út fyrir það verksvið sem menntun hans tekur til. Læknir getur, ef nauðsyn krefur og lög leyfa, gripið til faglegs forræðis í meðferð ólögráða eða hæf- isskerts einstaklings sem stafar alvarleg ógn af eigin ákvörðun eða forráðamanna sinna. Læknir getur sökum samvisku sinnar, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk sem hann treystir sér ekki að bera ábyrgð á eða hann telur faglega óþarft. Komi til þess skal hann, eftir atvikum, benda hinum synjaða á viðeigandi heilbrigðisþjónustu og aðstoða við tilvís- un sé þess óskað. 5. gr. Samfélagsleg ábyrgð Lækni er skylt að veita veikum eða slösuðum einstaklingi nauðsynlega læknishjálp í viðlögum nema hann hafi fullvissað sig um að hún sé veitt af öðrum. Læknir skal mæla fyrir lýðheilsu, verndun umhverfis, lofthjúps, vistkerfis jarðar og náttúru, í þágu lífsskilyrða lífríkis og heilbrigðis alls mannkyns. 6. gr. Gagnreyndar meðferðir Læknir skal við rannsóknir, skimanir, ráðleggingar og meðferð byggja á gagnreyndum fræðilegum niðurstöðum og/eða viðurkenndri reynslu. Læknir má ekki gefa fyrirheit um undralækningar, notast við gervifræði né heldur gefa í skyn að honum séu kunn lyf eða lækningaaðferðir sem ekki séu á vitorði lækna almennt. Læknir skal og forð- ast óvarkár ummæli sem geti vakið tilefnislausan ótta við sjúkdóma eða órökstudda vantrú eða oftrú á lækningu eða læknisstarfi. 7. gr. Rannsóknarstarf Læknir skal við vísindarannsóknir gæta að velferð og hagsmunum einstakra þátttakenda sem ætíð vega þyngra en vísindalegir hagsmunir og ávinningur samfélags. Í þessu efni gilda ákvæði Helsinki - yfirlýsingar Alþjóðasamtaka lækna. Læknir sem ábyrgur rannsóknaraðili að vísindarannsókn skal gæta þess að allar rannsóknarniður- stöður verði réttilega birtar. Hann skal gæta heiðarleika og heilinda við meðferð vísindagagna. Birting niðurstaðna skal almennt fara fram á viðurkenndum vettvangi vísindanna. II. Ákvæði um samband læknis og sjúklings 8. gr. Virðing og nærgætni Samband læknis og sjúklings byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir velferð og mannhelgi. Lækni ber að auðsýna sjúklingi sínum þá umhyggju og nærgætni sem hann getur framast við komið. 9. gr. Upplýsingagjöf Við gjöf upplýsinga og útskýringa á meðferð skal læknir gæta þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sjúk- lings og, ef með þarf, gera honum ljóst að læknir ráðleggur, en skipar ekki. Læknir skýrir sjúklingi frá sjúkdómi hans, ástandi og horfum nema hann óski þess sérstaklega að fá ekki slíkar upplýsingar. Lækni hlýðir að taka tillit til réttar sjúklings til að hafna upplýsingum eða ákveða tímasetningu þeirra eftir því sem tök eru á. L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.