Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.01.2022, Blaðsíða 50
10. gr. Klínískar rannsóknir og meðferð Læknir skal eftir því sem tök eru á útskýra fyrir sjúklingi eðli og tilgang klínískra rannsókna og meðferðar sem hann veitir eða ráðleggur. Læknir skal varast að leggja óhóflega erfiðar rannsóknir eða meðferð á sjúkling ef ætla má að þær veiki andlegan og líkamlegan þrótt hans og heilsufarslegur ávinningur er óljós eða óverulegur. Læknir skal gæta ýtrustu varkárni við ávísun lyfja. Læknir skal við ákvarðanir taka tillit til fjárhags sjúklings og samfélags. 11. gr. Trúnaður Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð það er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga sína. Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einka- málum sjúklinga eða afhenda gögn með upplýsingum sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur með öðrum hætti fengið vitneskju um í starfi sínu nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði dómara eða samkvæmt lagaboði. Þetta á einnig við eftir andlát sjúklings. Læknir má gefa aðstandendum sjúklings, að svo miklu leyti sem þagnarskylda hans leyfir, þær upplýsingar um sjúkdóm hans og batahorfur sem læknir telur nauðsynlegar. Eigi í hlut sjúklingur sem ekki getur tileinkað sér veittar upplýsingar skulu þær gefnar foreldri, forráðamanni eða nánasta aðstandanda. Læknir skal ávallt gæta persónuverndar. Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun samfélagsmiðla og í netsamskiptum. Læknir skal ekki hefja samskipti um tölvupóst eða spjallrásir nema með sam- þykki sjúklings og setja skýr mörk á milli faglegrar umfjöllunar og ráðgjafar annars vegar og persónu- legra málefna læknis hins vegar. 12. gr. Sjúkraskrá Lækni ber að halda sjúkraskrár með þeim gögnum sem skipt geta máli við sjúkdómsgreiningu og meðferð sjúklinga og um samskipti við sjúklinga eða aðra aðila. Um meðferð þeirra, afhendingu og flutning fer eftir reglum í 12. og 13. gr. í Codex þessum, lögum um heilbrigðisstarfsfólk, lögum um réttindi sjúklinga, lögum um sjúkraskrár, reglugerð um sjúkra- skrár (rafrænar) og lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Lækni hlýðir ekki að leggja fram fyrir dóm sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar án úrskurðar dómara. Sjúklingur getur hins vegar krafist þess að slík skýrsla um hann sé lögð fram. 13. gr. Tilvísanir og samfelld þjónusta Læknir skal veita sjúklingi tilvísun til annars læknis sé nauðsynleg rannsókn eða aðgerð ekki á færi hans eða utan sérsviðs, óski sjúklingur eftir því að skipta um lækni eða samráð þurfi til að meta nánar sjúkdómsvanda sjúklings. Læknir skal aðstoða sjúkling við að finna viðeigandi lækni, láta síðan í té viðeigandi upplýsingar úr sjúkraskrá og stuðla að samfelldu mati og meðferð. 14. gr. Mörk einkalífs Læknir skal hafa það hugfast að fjölskyldu- og vinatengsl við sjúkling geta haft áhrif á dómgreind hans og faglegt sjálfstæði. Læknir ætti því almennt að forðast að bera ábyrgð á læknismeðferð náinna vina eða vandamanna sinna, ekki síst þegar um langvinna eða alvarlega sjúkdóma er að ræða. Ótilhlýðilegt er að læknir stofni til kynferðislegs sambands við sjúkling sem hann hefur til meðferðar. 15. gr. Læknisvottorð Læknir skal vera óvilhallur í vottorðagjöf. Í vottorði komi fram hvert er tilefni þess og tilgangur og í því hlýðir að staðfesta það eitt er máli skiptir hverju sinni og aðeins það sem læknirinn hefur sjálfur gengið úr skugga um. Læknir skal ekki skrá sjúkdómsgreiningu á vottorð nema þau fari einungis um hendur lækna, annarra heilbrigðisstarfsmanna og þeirra annarra sem bundnir eru þagnarskyldu lögum samkvæmt, nema að ósk sjúklings eða forráðamanns hans. 50 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.