Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 52

Læknablaðið - 01.01.2022, Síða 52
is landlæknis um Góða starfshætti lækna, lögræðislög, lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, um sjúkraskrár, um landlækni og lýðheilsu, um lækninga tæki, lög og siðareglur stéttarfélagsins, Codex Ethicus og þær alþjóðlegu yfirlýsingar og samþykktir2 sem Læknafélag Íslands á aðild að. 22. gr. Eftirlit Stjórn Læknafélags Íslands hefur eftirlit með því að siðareglum þessum sé fylgt. Siðanefnd félagsins sker úr um ágreining um skilning á reglum þessum og fjallar um siðamál sem til hennar er vísað. 23. gr. Tilkynning um brot Telji læknir að ástæða sé til íhlutunar vegna brots læknis á siðareglunum eða vegna vanhæfni læknis í starfi skal hann snúa sér eftir atvikum til Siðanefndar LÍ, stjórnar Læknafélags Íslands eða Embættis landlæknis. Sé læknir í vafa um hvort nægileg ástæða geti verið til þess að gera formlegar athugasemdir við háttsemi læknis leitar hann ráðgjafar hjá Læknafélagi Íslands. Lækni sem fær vitneskju um aðstæður til lækninga sem hann telur faglega óviðunandi er skylt að gera grein fyrir þeim á sama máta. 1. International Code of Medical Ethics (ICME) og Declaration of Geneva, World Medical Association (wma.net) 2. Helstu skjöl Alþjóðasamtaka lækna (World Medical Association, WMA.net) eru Genfar-yfirlýsingin (eiðstafur lækna), Alþjóðasiðareglur lækna (ICME), Helsinki-yfirlýsingin (rannsóknir), Lissabon-yfirlýsingin (réttindi sjúklinga) og Taipei-yfirlýsingin (gagnabankar og lífsýnabankar). Codex Ethicus hefur áður verið birtur í Læknablaðinu 1916; 2: 167-9 1925; 11: 112-4 1987; 73: 264-7 2005; 91: 956-9 LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO Codex Ethicus – siðareglur lækna, 9. útgáfa, 2021. Lagðar fyrir 29. október 2020 til umfjöllunar á aðalfundi Læknafélags Íslands en atkvæðagreiðslu var frestað vegna heimsfaraldurs. Lagðar fyrir aðalfund LÍ til atkvæðagreiðslu þann 30. október 2021 og hlutu samþykki aðalfundarfulltrúa lækna. Fyrsta útgáfa Codex Ethicus var samþykkt við stofnun LÍ árið 1918. Sú heildarendurskoðun reglnanna sem fram fór fyrir þessa útgáfu var í tilefni 100 ára afmælis félagsins árið 2018. 52 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.