Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 71 R A N N S Ó K N Inngangur Háþrýstingur er einn aðaláhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma en árið 2010 voru þeir orsök þriðjungs allra dauðsfalla á heims- vísu. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur valdið heilablóðfalli, hjartadrepi, hjartabilun, heilabilun, nýrnabilun, æðakölkun og sjónskerðingu.1 Með því að lækka blóðþrýsting er unnt að lækka tíðni kransæðasjúkdóma, hjartabilunar, og heilablóðfalla.2 Safn- greining á 61 ferilrannsókn3 sýndi aukna hættu á þróun hjarta- og æðasjúkdóma vegna hækkaðs blóðþrýstings frá slagbilsþrýstingi (SBÞ) 115-180 mmHg og hlébilsþrýstingi (HBÞ) 75-105 mmHg. Í þeirri greiningu var hækkun um 20 mmHg í SBÞ og 10 mmHg í HBÞ hvor um sig tengd tvöföldun á áhættu á þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Algengi háþrýstings var 31,1% árið 2010 og fer hækkandi í heiminum vegna hækkandi aldurs mannkyns. Einnig er líklegt að meira salt í mat og hreyfingarleysi hafi áhrif á þessa þróun. Aukið algengi er í lág- og meðaltekjulöndum en þar hefur algengi há- þrýstings aukist úr 23,8% árið 2000 í 31,5% árið 2010. Á sama tíma lækkaði algengið í hátekjulöndum frá 31,1% í 28,5%. Þá er áætlað að 1,39 milljarðar manna hafi verið með háþrýsting árið 2010 og var sjúkdómurinn nokkuð jafndreifður milli kynjanna.4 Hjá körl- um er lægsta algengi í Suður-Asíu (26,4%) en hæsta í Mið- og Aust- ur-Evrópu (39,0%). Hjá konum er algengi lægst í hátekjulöndum (25,3%) en hæst í löndum sunnan Sahara (36,3%). Þrátt fyrir að al- gengið hafi haldist nokkuð stöðugt er byrði sjúkdómsins að aukast á heimsvísu, sérstaklega í lágtekjulöndum.5,6 Stefán Júlíus Aðalsteinsson1 Jón Steinar Jónsson1,2 Hannes Hrafnkelsson1,3 Guðmundur Þorgeirsson1 Emil Lárus Sigurðsson1,2 Höfundar eru allir læknar 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, 3Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fyrirspurnum svarar Emil Lárus Sigurðsson, emilsig@hi.is Á G R I P INNGANGUR Háþrýstingur er einn aðaláhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma sem voru orsök þriðjungs allra dauðsfalla á heimsvísu árið 2010. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur valdið heilablóðfalli, hjartadrepi, hjartabilun, heilabilun, nýrnabilun, æðakölkun og sjónskerðingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna meðferð háþrýstings í heilsugæslu. EFNI OG AÐFERÐIR Rannsóknin var lýsandi afturskyggn þversniðsrannsókn og náði yfir þrjú ár: 2010, 2014 og 2019. Til skoðunar var meðferð háþrýstings hjá einstaklingum eldri en 18 ára með greininguna háþrýstingur samkvæmt flokkunarkerfinu ICD-10. Gögnum var safnað úr sjúkraskrárkerfi allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, alls 19 heilsugæslustöðva. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi einstaklinga með háþrýstingsgreiningu jókst á rannsóknartímabilinu og meðalaldur þeirra sem hafa greininguna hækkaði. Hlutfall kynja hefur einnig breyst. Hlutfall karla með greininguna hefur aukist en hlutfall kvenna að sama skapi lækkað. Af þeim 25.873 sem voru með greindan háþrýsting árið 2010 voru 63,4% á lyfjameðferð. Árið 2019 hafði hlutfall háþrýstingssjúklinga á lyfjameðferð lækkað í 60,9% (p<0,001). Meðal þeirra sem voru á lyfjameðferð hélst hlutfall notkunar eins, tveggja eða þriggja eða fleiri lyfjaflokka í háþrýstingsmeðferðinni svipuð á tímabilinu 2010-2019. Algengustu lyfjaflokkar sem notaðir voru við meðferð háþrýstings hér á landi voru þvagræsilyf (C03), beta- blokkar (C07), kalsíumgangalokar (C08) og lyf með verkun á RAAS (C09). Hlutdeild lyfjaflokkanna í meðferð við háþrýstingi breyttist marktækt á rannsóknartímabilinu. Notendum þvagræsilyfja (p<0,001) og beta-blokka (p<0,001) fækkaði hlutfallslega en á sama tíma fjölgaði þeim sem tóku kalsíumgangaloka (p<0,001) eða lyf með verkun á RAAS (p<0,001). Yfir allt rannsóknartímabilið náðu 44,1% meðferðarmarkmiðum. Hlutfall þeirra sem ná meðferðarmarkmiðum var skoðað eftir heilsugæslustöðvum fyrir árið 2019. Rúmlega 41% sjúklinga náðu meðferðarmarkmiðum það ár. Tvær stöðvar skáru sig hins vegar nokkuð úr með um þriðjung sjúklinga sem náði markmiðum á hvorri stöð. ÁLYKTUN Miðað við innlendar og erlendar algengistölur eru enn margir háþrýstingssjúklingar ógreindir á Íslandi. Ljóst er að enn má gera betur í greiningu sjúkdómsins. Ekki getur talist ásættanlegt að færri en helmingur sjúklinga nái meðferðarmarkmiðum. Umbætur eru því mikilvægar og aðkallandi enda til mikils að vinna. Meðferð háþrýstings í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.