Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 93 F R É T T I R Félag læknanema og FAL fagna endur- skoðun verkferla er varða mismunun, kyn- ferðislega áreitni og ofbeldi á Landspítala. Þau kalla eftir umfangsmikilli fræðslu á vegum mannauðssviðs þegar ferlarnir liggja fyrir. Þau segja viðbragðsaðila þurfa að fá viðeigandi fræðslu og þjálfun. Hjördís Ásta Guðmundsdóttir, formað- ur Félags læknanema, segir yfirlýsinguna gerða í kjölfar svartrar könnunar Berglind- ar Bergmann, varaformanns FAL, á upplif- un almennra lækna á spítalanum. Niður- stöðurnar sýndu að rúm 17% almennra lækna hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi. Þá hafa tæp 19% almennra lækna upplifað kynbundna mismunun. Hjördís segir þessar niðurstöður ekki hafa komið svo á óvart. „Nei, ekki í ljósi reynslunnar sem við læknanemar höfum, bæði í verknámi og starfi.“ Niðurstöðurnar rími við það sem hún hafi séð í erlendum rannsóknum. Hún Landspítali uppræti vandann með læknum Þetta kemur fram í tilkynningu sem félögin hafa sent frá sér „Óheilindi gagnvart læknum,“ segir Sigur veig Pétursdóttir, bæklunarlæknir á Landspítala og fyrrum formaður kjara- samninganefndar lækna, um þá ákvörðun spítalans að greiða ekki fjögurra tíma þóknun til lækna sem stökkva til og mæta á vakt með minna en 24 klukkustunda fyrir- vara eins og kveðið er á um í kjarasamningi lækna. Greiðslurnar voru samkvæmt bréfi Læknafélagsins til félagsmanna í liðlega 15 ár samkvæmt grein 4.4.2 í kjarasamningi. Fyrirvaralaust hafi verið hætt að greiða samkvæmt því fyrir um ári síðan. „Þetta er alvarleg aðför að kjarasamn- ingi lækna á tímum þegar ætlast er til mikils af þeim, því aldrei hefur verið meira álag á heilbrigðiskerfið,“ segir Sigurveig. „Inntak ákvæðisins hefur alltaf verið það sama, en breyting varð í samningum 2014 á fjölda greiddra tíma.“ Hún segir að Landspítali hafi hætt að greiða samkvæmt samningnum, grein 4.4.2, um það bil mánuði eftir að skrifað var und- ir síðustu kjarasamninga. „Engin breyting varð þó á þessu ákvæði í þeim samningum. Það er alveg ljóst að ekki hefði verið skrifað undir þá á þeim tíma ef ljóst hefði verið að Landspítali hygðist breyta einhliða túlkun sem samningsaðilar voru sammála um í síðustu þremur samningalotum. Persónu- lega tók ég þessu sem hnífi í bakið. Mér finnst þetta sem svik við okkar starf,“ segir Sigurveig. Dögg Pálsdóttir, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Læknafélags Íslands, segir að nú sé í undirbúningi að fara með ágrein- inginn fyrir almenna dómstóla. „Við fórum með málið til Félagsdóms sem vísaði því frá þann 16. desember síðastliðinn með þeim rökum að orðalag kjarasamningsins væri skýrt og ágreiningurinn ætti því ekki heima þar.“ Gildandi kjarasamningar renna út 31. mars 2023 en Sigurveig segir ekkert því til fyrirstöðu að spítalinn hækki laun lækna almennt á grundvelli viðbótarþátta samn- ingsins. Læknar án sérfræðileyfis geti feng- ið allt að þrjá þætti greidda og sérfræðingar fimm. Auk þessa séu viðbótarþættir auk fyrrnefndra greiddir fyrir meðal annars sérfræðipróf og doktorspróf. „Það er ekki okkar læknanna að meta hvað til er af peningum. Samningurinn veitir svigrúmið, en hvort stjórnendur spít- alans nýta sér það er svo annað mál.“ Afnám fjögurra klukkustunda útkallsgreiðslu rýtingur í bakið segir hins vegar hafa komið sér á óvart í könnun Berglindar hve fá þeirra sem urðu fyrir misrétti sóttust eftir aðstoð Landspít- ala og að nærri tíundi hver læknir hefði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi í vinnunni. Félögin kalla eftir því að sú öryggis- menning er varði sjúklinga nú á spítalan- um nái einnig til kynferðislegrar áreitni og ofbeldis í garð nema og starfsmanna Landspítala. Einstaklingar eigi rétt á að mæta til vinnu og náms án þess að þurfa að óttast um eigið öryggi. „Við teljum að næsta skref sé að inn- leiða stefnu í málaflokknum, þess efnis að kynferðisleg áreitni, kynbundið ofbeldi og mismunun verði ekki liðið með neinum hætti á okkar þjóðarsjúkrahúsi og fram- tíðarvinnustað (zero tolerance policy),“ segir í yfirlýsingunni. Einungis þannig sé hægt að standa vörð um öryggi starfsfólks og nema á stofnuninni og fyrirbyggja frekari mismunun, áreitni og ofbeldi. Félögin benda á að viðbrögð Landspít- ala séu fordæmisgefandi fyrir aðrar heil- brigðisstofnanir enda spítalinn stærstur. „Það er Landspítala að ákvarða hvers eðlis þau skilaboð eru.“ Hjördís segir kröfuna um bætta vinnu- staðamenningu þyngri nú en áður. „Ungt fólk sættir sig ekki við mismunun og áreitni. Við þurfum öll, læknanemar og læknar, að læra að takast á við þessar að- stæður til þess að starfs- og námsumhverfið batni.“ Sigurveig Pétursdóttir, bæklunarlæknir og fyrrum formaður kjarasamninganefndar lækna, segir aðför hafa verið gerða að kjörum þeirra. Mynd/gag Hjördís Ásta Guðmundsdóttir, formaður Félags læknanema, segir lækna og læknanema þurfa að láta til sín taka til þess að starfs- og námsumhverfi þeirra batni. Mynd/aðsend Landspítali nýtir ekki tækifæri til að halda læknum á spítalanum, segir Sigurveig Pétursdóttir, fyrrum formaður kjarasamninganefndar LÍ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.