Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 16
76 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N með háþrýsting og sykursýki. Þannig voru lægri markmið árið 2019 heldur en árin 2010 og 2014. Sú breyting skýrir að aðeins um 20% sykursjúkra náðu meðferðarmarkmiðum (<130/80 mmHg) árið 2019 samanborið við 45% sem náðu markmiðum ársins 2014 sem voru <140/90 mmHg. Þegar allir nema sykursjúkir eru skoð- aðir varð ekki hlutfallsleg fækkun á þeim sem náðu meðferðar- markmiðum. Ekki er um að ræða verri stjórnun blóðþrýstings hjá sykursjúkum þrátt fyrir að hlutfallslega færri nái meðferðar- markmiðum. Ef miðað er við meðferðarmarkmið frá 2014 (<140/90 mmHg) ná marktækt fleiri þeim meðferðarmarkmiðum árið 2019 heldur en 2014. Fjöldi lyfjaflokka í lyfjameðferð hefur haldist svipaður á rann- sóknartímabilinu en lyfjaval hefur breyst. Notkun lyfja úr flokki kalsíumgangaloka og lyfja með verkun á RAAS hefur aukist en notkun lyfja úr flokki β-blokka og þvagræsilyfja hefur minnkað. Lyf með verkun á RAAS eru langalgengust í meðferð háþrýstings með einum lyfjaflokki og eru einnig mjög algeng í samsetningum tveggja lyfjaflokka. Í slíkum samsetningum hefur aukist notkun samsetningar með kalsíumgangaloka og lyfs með verkun á RAAS. Það er ótvíræð takmörkun á þessari rannsókn að upplýsingum um undirflokka lyfjaflokkanna var ekki safnað sérstaklega. Því var ekki hægt að ákvarða með vissu hvort sjúklingur væri á einu, tveimur, þremur eða fleiri háþrýstingslyfjum. Þetta hefur mest áhrif í lyfjaflokknum C09 (lyf með verkun á RAAS) en þar eru lyf í samsetningum sem eru töluvert notuð (oftast þíasíð) en ekki er hægt að meta notkunina út frá þeim gögnum sem safnað var. Miðað við algengistölur háþrýstings erlendis frá er enn stór hluti sjúklinga í heiminum ógreindur. Í einni rannsókn4 er áætlað að um 31,6% karla og 25,3% kvenna í hátekjulöndum séu með há- þrýsting. Miðað við þær tölur og kynjahlutfall á höfuðborgarsvæð- inu væri því hægt að búast við að algengi háþrýstings hér sé um 28,5%. Hluti sjúklinga er eingöngu í meðferð hjá sérgreinalæknum en óvíst er hversu stór hluti. Þá eru sumir þeirra sem eru í meðferð hjá sérgreinalækni jafnframt skráðir með greininguna í sögukerfi heilsugæslunnar. Í rannsókn frá Svíþjóð náðu aðeins 20% meðferðarmark- miðum í meðferð hjá heilsugæslu.17 Skýringarnar eru sennilega margar. Léleg meðferðarheldni er ein skýring og önnur að sumir heilsugæslulæknar sætti sig við hærri blóðþrýstingsgildi en tiltek- in eru í leiðbeiningum. Hár aldur virðist algengasta ástæða þess að læknar hefja ekki lyfjameðferð. Rannsókn sambærileg þessari var gerð á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði fyrir árin 2002-2003. Í þeirri rannsókn náðu einungis 27% þátttakenda meðferðarmarkmiðum. Þrátt fyrir þetta lága hlutfall samræmdist lyfjavalið leiðbeiningum þess tíma. Af þeim sem voru með háþrýsting á Sólvangi voru 75% á lyfjameð- ferð, þar af voru 39% á einu lyfi, 36% á tveimur lyfjum og 25% á þremur eða fleiri lyfjum. Algengustu lyfin í eins lyfs meðferð voru β-blokkar (29%) og þvagræsilyf (29%).16 Gagnasöfnun í þessari rannsókn var frábrugðin gagnasöfnun í núverandi rannsókn. Þar var skimað í gegnum sjúkraskrár og því náðust þau blóðþrýstings- gildi sem eingöngu voru skráð í nótur. Með þeirri aðferð fannst blóðþrýstingsgildi hjá nánast öllum sem skoðaðir voru saman- borið við um helming í núverandi rannsókn. Sennilega eru blóð- þrýstingsgildi stundum skráð í frjálsan sjúkraskrártexta í Sögu- kerfinu í stað þess að þau séu skráð í mælieiningahlutann. Af þeim sökum koma gildin ekki fram þegar mælieiningahluti sjúkraskrár- kerfisins er rannsakaður eins og við gerðum í þessari rannsókn. Árið 2019 náði rúmlega 41% háþrýstingssjúklinga meðferðar- markmiðum. Mikill munur milli heilsugæslustöðva vekur hins vegar ýmsar spurningar og kallar í sumum tilvikum á frekari skoðun. Þarf að endurskipuleggja eftirlitið? Er nauðsyn á skýrari markmiðssetningu og hvernig er unnt að bæta þessa þætti? Heima- mælingar á blóðþrýstingi eru almennt að aukast og leiðbeiningar mæla með þeim í auknum mæli við eftirlit á háþrýstingssjúkling- um. Líklegt má telja að ef heimagildi væru skoðuð næðu fleiri meðferðarmarkmiðum en fram kemur í þessari rannsókn. Almennt má segja að miðað við önnur lönd sé meðferðarár- angur okkar nokkuð góður. Í nýlegri stórri alþjóðlegri rannsókn, þar sem faraldsfræðileg gögn úr hóprannsókn Hjartaverndar voru meðal annars notuð, kom fram að árangur hér á landi væri með því best sem þekktist.6 Einn helsti styrkleiki rannsóknarinnar er stórt rannsóknarþýði. Háþrýstingur er algengur sjúkdómur og safnað var gögnum um alla með sjúkdóminn sem voru eldri en 18 ára. Fjöldi þeirra sem uppfyllir þessi skilyrði var um 26.000 árið 2010, um 32.000 árið Mynd 6. Hlutfall sjúklinga sem nær meðferðar- markmiðum á mismunandi heilsugæslustöðvum árið 2019.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.