Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 75 R A N N S Ó K N kvenna var 139,7 mmHg. Hjá körlum var HBÞ 83,5 mmHg að meðaltali en 81,8 mmHg hjá konum. Frá 2010 hefur SBÞ þróast úr 138,9±16,4 mmHg í 139,6±16,8 mmHg og 141,5±17,9 mmHg árin 2014 og 2019, sem er marktæk hækkun (p<0,001). HBÞ var 82,3±9,9 mmHg árið 2010, 82,8±10,4 mmHg árið 2014 og 82,6±10,1 mmHg árið 2019 og hækkaði á tímabilinu (p=0,015). Yfir allt rannsóknartímabilið náðu 44,1% meðferðarmarkmið- um en aðeins var um helmingur með skráða blóðþrýstingsmæl- ingu eins og sést í töflu III. Á mynd 5 má sjá hlutfall þeirra sem náðu meðferðarmarkmiðum eftir undirhópum. Af þeim sem höfðu bæði greininguna háþrýstingur og sykursýki höfðu 2/3 fengið ávísað einhverju blóðþrýstingslækk- andi lyfi. Þegar háþrýstingur og sykursýki fara saman er skýr ábending fyrir notkun lyfs með verkun á RAAS. Af þeim sem voru með sykursýki og á einhverju háþrýstingslyfi fengu 73,3% lyf með verkun á RAAS, annaðhvort sem eitt lyf eða sem hluta af fjöllyfjameðferð. Ekki varð marktæk breyting á notkun lyfja með verkun á RAAS hjá körlum með sykursýki (p=,627) en hjá konum með sykursýki jókst notkun (p=,009) um 0,52 prst á ári (95% ÖB: 0,13-0,94 prst). Heilsugæslustöðvar Hlutfall þeirra sem ná meðferðarmarkmiðum var skoðað eftir heilsugæslustöðvum fyrir árið 2019. Rúmlega 41% háþrýstings- sjúklinga náðu meðferðarmarkmiðum það ár. Stöðvar númer 2 og 19 skera sig hins vegar nokkuð úr með um þriðjung sjúklinga sem nær markmiðum. Umræður Samkvæmt þessari rannsókn fjölgaði sjúklingum með skráða há- þrýstingsgreiningu í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á árabil- inu 2010-2019. Ekki er samt hægt að fullyrða að háþrýstingur á Íslandi sé algengari þar sem rannsóknin er afturskyggn og tekur ekki tillit til þátta eins og skráningar eða skimunar, sem gæti hafa breyst. Vonir standa til að skráning batni, ekki síst eftir að skrán- ing á blóðþrýsingsgildum var tekin inn í greiðslulíkanið sem not- að er til að ákvarða rekstrarfé til heilsugæslustöðva (innleitt 2017). Á rannsóknartímabilinu hafa bæði SBÞ og HBÞ hækkað að meðaltali sem er ótvírætt áhyggjuefni. Þá ná færri sjúklingar meðferðarmarkmiðum. Hafa verður í huga að á tímabilinu voru meðferðarmarkmið fyrir blóðþrýsting lækkuð fyrir sjúklinga Mynd 4. Hlutfall lyfjaflokka af meðferð árið 2019 þegar beitt var einum lyfjaflokki. Mynd 5. Hlutfall þeirra sem náðu meðferðarmarkmiðum í mismunandi hópum. Hlutfall sykursjúkra sýnt sam- kvæmt meðferðarleiðbeiningum NICE sem voru í gildi hverju sinni. Lengst til hægri er hlutfall sykursjúkra sem var undir 140/90 mmHg á hverjum tíma.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.