Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 97 lækna. Þeim þótti ekki tekið nógu mikið mark á áliti sérfræðinga og ekki nógu mikið leitað til þeirra varðandi útfærslu.“ Vert sé að læra af því máli. Steinunn hefur verið formaður nýs Læknaráðs á Landspítala frá janúar 2021. „Ég hef sagt mig frá formennskunni þar og Þórunn Jónsdóttir, sérfræðingur í gigt- lækningum, hefur tekið tímabundið við formennskunni fram að næsta aðalfundi.“ Hann verði í vor. „Þá verður nýr formaður kjörinn.“ Mikilvægt sé að félagið og ráðið starfi vel saman. „Læknaráð þarf að vera öflugt. Ég beini því hér til núverandi heilbrigð- isráðherra að nú gæti verið lag að endur- vekja Læknaráð formlega.“ Það hafi verið mistök að strika út lækna- og hjúkrun- arráðið. „Í stað þess að finnast of takmark- andi að hafa þessi tvö ráð, hvernig væri þá að endurvekja þau og bæta við ráðum fleiri heilbrigðisstétta?“ spyr hún. „Læknaráð er með einn fulltrúa í fagráðinu sem nú starfar og við höfum fundið að það er mikilvægt að hafa þessa grasrót sem Læknaráð er á bakvið hann. Það er ekki nóg að einn læknir sé full- trúi í fagráði sem veita á faglegt aðhald við stjórn spítalans. Hann þarf að hafa strúktúr á bakvið sig.“ Mikilvægt sé að aðrir fulltrúar stétta hafi fagráð sér að baki. Steinunn er yfirlæknir heilabilunar- einingar Landspítala og hverfur nú í hálft starfshlutfall. „Ég er mest á göngudeild í klínískum störfum mínum og ætla að halda henni gangandi eins vel og hægt er og sinna sjúklingunum mínum,“ segir hún. Hlutverk hennar sem yfirlæknir sé að gæta þess að vinnubrögðin séu fyrsta flokks og að nemum sé sinnt. „Ég mun samræma þetta nýja hlutverki mínu fyrra og tel mikilvægt að formaður hafi tengingu við klíník og við starfið á gólfinu inni á stofnun. Ég ætla sem for- maður að kynna mér aðrar stofnanir, fara víða, fara um landið, hitta fólk.“ Mikil- vægt sé að vera sýnileg. Stjórnendur þurfi að sjást þar sem atið sé. Stjórnendur stígi inn á gólfið „Ég hvet stjórnendur spítalans til að fara á gólfið, fara á bráðamóttökuna, fara inn á COVID-göngudeildina, fara sem víðast um spítalann og hitta fólkið. Fá beint í æð hvað brennur á því. Ég held að við verð- um betri í stjórnunarhlutverki ef við erum í góðum tengslum við fólkið sem vinnur vinnuna.“ En vill hún þá meina að skort hafi á þetta hjá stjórnendum spítala? „Ég get talað út frá Landspítala sem er landfræðilega víðfeðmur. Hann er út um allan bæ. Nú er yfirstjórn spítalans staðsett í Skaftahlíð og ekki í tengslum við neina klíníska starfsstöð lengur. Það er því landfræðilegra flóknara en áður að tengjast fólkinu á gólfinu,“ segir hún. „Sjálf, hafandi unnið á Landakoti, hefði ég viljað sjá yfirmenn koma oftar og taka á okkur púlsinn, sérstaklega í þessum krefjandi aðstæðum í kringum hópsmitin þar inni,“ segir Steinunn og vísar í það þegar COVID-faraldurinn náði til þess viðkvæma hóps sem þar er og 17 létust í kjölfar hópsmits í október 2020. „Okkur fannst við týnd í upphafi faraldursins og svolítið gleymd en mér fannst farsóttanefndin taka vel við sér í seinni bylgjum og styðja við bakið á okkur.“ Þétt hafi verið skimað eftir smitið. „Víðtækar endurbætur standa yfir á Landakoti og verið að reyna að bæta húsnæðið í samræmi við þá gagnrýni sem fram kom.“ Bent hafi verið á vankantana árum og reyndar áratugum saman. „Það á Steinunn á svölunum á efstu hæðinni í Hlíðasmára 8 sem eru húsakynni Læknafélags Íslands. Morgunroðinn á þorranum lofar góðu um vegferð hennar sem nýs for- manns félagsins. Mynd/Védís við um húsnæði Landspítala víða, ekki aðeins á Landakoti. Húsnæðið stæðist ekki nútímakröfur varðandi sóttvarnir.“ Á daginn hafi komið að ábendingarnar hafi verið réttmætar en viðhorfið verið að leysa vandann ef upp kæmi krísa. „Við eigum að vera duglegri að horfa fram í tímann. Framvirk hugsun sparar okkur útgjöld og fækkar áföllum seinna meir,“ segir Steinunn. Koma þurfi fram við starfsfólk heilbrigðisstofnana af sann- girni. Það skipti sjúklinga máli. „Ef læknum líður vel í vinnunni og fá tækifæri til að sinna símenntun, þróast í starfi og fá sína hvíld þjóna þeir sjúk- lingunum betur.“ V I Ð T A L Brýnt að semja við stofulækna „Eitt af okkar allra brýnustu verk- efnum er að landa samningum sjálfstætt starfandi lækna við ríkið,“ segir Steinunn. Læknar hafi þurft að hækka gjöld á sjúklinga til að standa undir rekstri. „Við viljum að heilbrigð- iskerfið sé aðgengilegt öllum,“ segir hún. Sjálfstætt starfandi læknar séu mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu. „Ef það hriktir í þeirri stoð finnst það alls staðar annars staðar í kerfinu.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.