Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 19
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 79 Inngangur Fjöldi fisktegunda á Íslandsmiðum eru millihýslar hringorma sem lifa fullorðnir í sjávarspendýrum, Pseudoterranova tegundir lifa í selum, Anisakis í tannhvölum.1,2 Hér eru á ferðinni þráðorm- ar (Nematoda), lirfustigin (L3, L4) geta lifað um hríð í fólki án þess þó að ná nokkru sinni fullum þroska í mönnum.3,4 Fulltrúar ættkvíslanna Contracaecum og Phocascaris lifa einnig í fiskum og selum hér við land.1 Contracaecum þráðormar hafa fundist í fólki erlendis en Phocascaris tilvik í mönnum eru óþekkt.5-7 Lífsferlar og líffræði þessara hringorma eru vel kunnir og hafa áður verið raktir á síðum Læknablaðsins.8 Fólk smitast við það að fá óviljandi ofan í sig lifandi þriðja stigs lirfur með hráum eða vanelduðum sjávarafurðum. Erlendis eru ár- lega greind fjölmörg slík tilfelli. Flest tilfellin koma frá löndum þar sem hefð er fyrir því að borða hráan eða hálfhráan fisk eins og til dæmis í Japan. Í Evrópu er smit algengast í norðurhluta álfunnar (meðal annars í Hollandi og Þýskalandi) en einnig í Portúgal, á Spáni og á Ítalíu. Í langflestum tilvikum er um að ræða tegundina Anisakis simplex og eru lirfurnar oftast upprunnar úr uppsjávar- Á G R I P Á árabilinu 2004-2020 voru 18 hringormslirfur (Nematoda) sendar til rann- sókna og tegundagreiningar á sníkjudýradeild Tilraunastöðvarinnar að Keldum. Fjórtán lirfanna höfðu lifað tímabundið í fólki og voru lifandi þegar þær fundust, þrjár fundust lifandi í fiski sem fólk var að borða, ein fannst dauð. Pseudoterranova decipiens fannst í 16 tilvikum (89%), Anisakis simplex í tveimur (11%). Annað Anisakis-tilfellið var lirfa sem fannst spriklandi í bleyju barns sem talið var að hefði fengið lirfuna úr vanelduðum fiski á barnaheimili. Í hinu tilvikinu fannst dauð lirfa í soðinni ýsutuggu, sem barn, sem verið var að mata, spýtti út úr sér. Pseudoterranova-lirfur sem lifað höfðu í fólki (n=13) fundust oftast í munni (11 tilvik), í einu tilfelli fann móðir spriklandi lirfu í ælu barns, í öðru fannst hringormur hreyfa sig við endaþarmsop við þrif eftir salernisferð. Lengd lirf- anna var 30 mm til 47 mm og voru þær taldar hafa lifað allt frá einum upp í 9 daga í fólkinu. Níu lirfanna höfðu þegar náð að þroskast upp á fjórða stig (L4), fjórar voru enn á þriðja stigi (L3). Þorskur var oftast nefndur sem uppspretta lirfanna (5 tilfelli af 14), tvær manneskjur töldu lirfurnar komnar úr steinbít, einn nefndi báðar þessar tegundir. Sushi eða skarkoli voru álitin uppsprettan í einu tilviki, einn smitaðist í sushi-veislu. Uppruninn var óþekktur í fjórum tilvikum. Oftast töldu menn sig hafa smitast í heimahúsi, þrír álitu sig hafa smitast á veitingastað, sama barn smitaðist tvisvar á barnaheimili og hafnar- starfsmaður smitaðist við að borða hráan fisk. Hringormar í fólki á Íslandi árin 2004-2020 Karl Skírnisson Höfundur er sníkjudýrafræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Fyrirspurnum svarar Karl Skírnisson, karlsk@hi.is fiskum eins loðnu, síld og makríl. Pseudoterranova hringormar eru algengir í botnfiskum. Ránfiskar eins og þorskur sem bæði lifa á botn- og uppsjávarfiskum safna í sig öllum tegundum hringorma því þriðja stigs lirfur úr bráðinni bora sig út úr maga þorsksins og enda sumar úti í fiskholdinu. Því fjölgar hringormum í ránfiskum smám saman eftir því sem þeir eldast.7-9 Mun algengara er að lirfur Anisakis bori sig út úr meltingar- veginum heldur en Pseudoterranova-lirfur – og fari í framhaldinu á flakk í kviðarholi fólks. Lirfuflakk í kviðarholi getur valdið alvarlegum einkennum, svo sem stingandi verk, flökurleika, upp- köstum og niðurgangi.7,9,10 Hringormslifur sem ekki bora sig út úr meltingarveginum heldur taka sér bólfestu í slímhúð magans geta líka valdið sársauka sem lýsir sér allt frá því að vera kitlandi fiðr- ingur upp í að vera sár magaverkur, uppsölutilfinning, þrálátur hósti og niðurgangur.7,8,11,12 Anisakis-tegundir eru stundum fjarlægðar úr kviðarholi með skurðaðgerð.7 Pseudoterranova-lirfur sem hafa fest sig í magaslím- húð sleppa þar yfirleitt takinu eftir ákveðinn tíma og skiljast þá út R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.