Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 42
102 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Konurnar sem fæddu á deildinni á Kar- ólínska Solna voru margar með undir- liggjandi alvarlega sjúkdóma, eins og hjartasjúkdóma, krabbamein eða storku- sjúkdóma, og eins tók fæðingadeildin á móti flestum fyrirburum sem fæddust fyrir 28 vikna meðgöngu í Stokkhólmi,“ lýsir Berglind Þóra sem hefur sérhæft sig í hááhættufæðingum og fósturgrein- ingu. Berglind var í 6 ár á deildinni í Solna sem sérhæfði sig í hááhættufæðingum en kom heim haustið 2020. Hún segir margt ólíkt þar ytra og hér heima. „En meðal annars vegna elju Hringskvenna vinnum við með sömu sónartæki hér og ég vann með úti. Þau bestu.“ Úti var hún orðinn hluti af teymi sem gerði skurðaðgerðir til að hjálpa börnum í móðurkviði og segir Berglind örlitlu fleiri fæðingar hafi verið á deildinni í Solna en eru hér á Landspítala á ári hverju en þar hafi fleiri flokkast til hááhættu. „Fósturgreiningardeildin mín tók einmitt á móti konum frá allri Svíþjóð og einnig frá hinum Norðurlöndunum,“ segir hún. Nú hafi COVID-sýktar konur bæst þar í hópinn. Hún segir að vegna aðstæðnanna hafi læknar verið meira inni í fæðingunum þar en hér gerist. Tvær til fjórar konur eru á ári hverju sendar til Svíþjóðar í aðgerð á fóstrum þeirra í móðurkviði. Þetta segir Berglind Þóra Árnadóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sem hefur nýtt sambönd sín í Svíþjóð og sent konurnar á gamla vinnustaðinn sinn, sænska Karólínska-sjúkrahúsið í Solna ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Fylgir eftir konum í hááhættu á meðgöngu V I Ð T A L Læknaði börn í móðurkviði „Stærsti munurinn fyrir mig var því að ég sinnti vikulega konum sem gengu með fóstur með flókna galla og jafnvel konum sem gangast þurftu undir aðgerð á fóstri eða fylgju. Við förum með myndavél inn í líknarbelginn og gerum aðgerðirnar í móðurkviði,“ segir hún. „Algengasta aðgerðin er á meðgöngu eineggja tvíbura (Twin-to-twin transfusion syndrome), þar sem misræmi getur orðið á blóðflæði milli fóstra; annar fær of mikið, hinn of lítið. Þetta gerist vegna æðatenginga í sameiginlegri fylgju þeirra. Með aðgerð er hægt að sjá og brenna á þessar tengingar með leysir. Farið er inn með speglunartæki og tæki í líknarbelg annars fóstursins og því fylgir mikil áhætta þessum aðgerðum. Eins eru blóð- gjafir til fóstra sem eru blóðlítil af ýmsum ástæðum,“ segir hún. Blóðflokkamisræmi móður og fósturs sé ein þeirra. „Sé misræmi, eins og ef móðir er í O mínus og fóstrið í plús, geta mótefni farið yfir fylgjuna til fóstursins og brotið nið- ur blóðkornin hjá því. Ef ekkert er gert getur fóstrið endað í hjartabilun og dáið í móðurkviði,“ segir hún. Hún hafi einnig gert aðgerðir til að losa inngrónar fylgjur í kjölfar keisaraskurða sem og aðgerðir til að koma í veg fyrir vökvasöfnun í brjóst- holi barna í móðurkviði. „Þá setjum við dren í fóstrið til að hleypa vökvanum út. Eins í þvagblöðru ef þvagið kemst ekki út. Þetta eru sjaldgæf vandamál,“ segir hún og því séu þessar aðgerðir ekki gerðar hér á landi. Of sérhæfð reynsla fyrir Ísland „Til að halda færni þarf hver læknir að gera ákveðinn fjölda aðgerða á ári en vandinn er það sjaldgæfur að það geng- ur ekki upp hér. Hins vegar get ég nú greint vandamálin hér og sent til fyrrum samstarfsfélaga minna úti.“ En hvernig tilfinning er það að gefa þessa reynslu af skurðlækningum upp á bátinn? „Jú, það var ákvörðun sem ég varð að taka. Það spila margir aðrir þættir inn í svona ákvörðun að flytja heim. Ég sakna vinnunnar úti, ég geri það, en ég bý að því að hafa starfað á svona stórri tilvísana- deild þar sem ég sá tilfelli sem ég hefði annars aldrei séð,“ segir hún. Þessi erfiðu tilfelli sem hún hafi fengist daglega við í Svíþjóð komi einnig upp hér á landi. „Og þá er gott að þekkja til.“ Berglind segir að hér áður hafi konur sem nú fari til Svíþjóðar verið sendar til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.