Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 35
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 95 Þegar gerðar eru tilraunir til umbóta virðist stundum sem maður hitti fyrir íhaldssemi á sjálfstýringu. Það kristallast einna best í frasanum: „Þetta hefur alltaf verið svona” sem gjarnan er beitt sem mótrökum gegn því að gera breytingar, til dæmis á menntun, starfsumhverfi eða kjaramálum lækna. Umræður um vaktafyrirkomulag kalla jafnvel fram enn alræmdari frasa: „Þegar ég var unglækn- ir”, og eftir fylgja sögur af því þegar við- komandi vann fjölda sólarhringa samfellt, mikinn fjölda klukkustunda í viku eða hafði vinnuskipulag sem í dag myndi telj- ast í besta falli óeðlilegt. Þessi viðbrögð eru yfirleitt ekki illa meint, en máli hvers talar sá er mælir: „Þetta hefur alltaf verið svona”, og þá sér- staklega þegar litið er til langs vinnutíma, ólaunaðrar yfirvinnu og mikillar vakta- vinnu lækna? Mikill fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á neikvæð áhrif vaktavinnu á heilsu. Þeir sem vinna vaktir á mismunandi tím- um sólarhrings eru til dæmis líklegri til að fá kransæðasjúkdóma, heilablóðföll, sykursýki og krabbamein í ristli, brjóstum eða blöðruhálskirtli. Sömuleiðis eru þeir líklegri til að látast úr kransæðasjúkdóm- um, og heildardánartíðni þeirra er hærri.1 Heilsuspillandi áhrif vaktavinnu eru slík að þegar áhrif lengri vinnutíma á heilsu eru skoðuð reynist nauðsynlegt að útiloka eða að minnsta kosti leiðrétta fyrir því hvort rannsóknir taki líka til vakta- vinnufólks. Rannsóknir sýna að langur vinnutími hjá þeim sem ekki vinna vaktir hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu og Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Þetta hefur alltaf verið svona Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin skoðanir en ekki félagsins. læknir og formaður Félags almennra lækna arni.johnsen@gmail.com Árni Johnsen stuðlar að þunglyndi, kvíða, svefnrösk- unum og kransæðasjúkdómum. Þannig eru þeir sem vinna langan vinnutíma án vaktavinnu til dæmis 50% líklegri til að fá kransæðasjúkdóma en aðrir.2 Einn hópur sem sérstaklega ber að huga að í þessu samhengi eru þungaðar konur. Þungaðar konur sem vinna vakta- vinnu eða langar vinnuvikur eru í tölu- vert aukinni hættu á ýmsum neikvæðum fæðingarútkomum og heilsubresti á meðgöngu, til dæmis fósturláti, fyrirbura- fæðingu, léttburafæðingu og meðgöngu- eitrun.3 Rannsóknir á áhrifum vinnutíma á störf lækna eru erfiðar í framkvæmd, til dæmis er erfitt að gera tvíblinda slembirannsókn á slíku. Þær rannsóknir sem hafa verið gerðar sýna að sjúk- lingar lækna sem vinna langar vaktir eru líklegri til að verða fyrir mistökum við heilbrigðis þjónustu (medical errors) og eru um það bil 50% líklegri til að látast á sjúkrahúsi, samanborið við sjúk- linga þeirra lækna sem vinna skemur. „Ókosturinn við að vinna tvískiptar vakt- ir er að maður sér bara helming þeirra til- fella sem koma upp”, er haft eftir kollega. En ókostirnir fyrir sjúklinga eru aðrir og alvarlegri.4 Við ættum að breyta hugarfari okkar gagnvart langri vinnuviku og mikilli vaktabyrði. Að vinna of mikið er skaðlegt bæði okkar eigin heilsu og heilsu skjól- stæðinga okkar. Langar samfelldar vaktir tíðkuðust hérlendis og eru sumstaðar er- lendis „normið”, en það eru ekki haldbær rök fyrir slíku fyrirkomulagi. Þessi hugarfarsbreyting er þegar hafin, sér í lagi hjá yngri kynslóð lækna. Okkur ber að virða val þeirra sem kjósa að vinna venjulega vinnuviku og hafa hóflega vaktabyrði. Vissulega þarf að manna heil- brigðiskerfið nótt sem dag. Störf lækna ættu að vera skipulögð þannig að langar vinnuvikur og þung vaktabyrði sé ekki nauðsynleg, enda slíkt skaðlegt bæði læknum og sjúklingum. Þegar lækna vantar til að manna vaktir til skamms tíma ætti ekki að skylda fólk til vinnu, heldur beita hvötum. Ef skortur er til langs tíma ætti að athuga nánar hvernig sá skortur er til kominn og endurskoða hvers eðlis þjónustan sem hægt er að veita er miðað við þá takmörkuðu auðlind mannauðs sem er til staðar. Einu sinni var reykt á röntgenfund- um. Einhvern tímann var því hætt, þó að það hefði þá „alltaf verið svona”. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins verð- ur ekki leystur með: „Þetta hefur alltaf verið svona” hugarfari, né heldur með því að láta lækna vinna sér til heilsubrests. Heimildir 1. Kecklund G, Axelsson J. Health consequences of shift work and insufficient sleep. BMJ 2016; 355: i5210. 2. Bannai A, Tamakoshi A. The association between long working hours and health: a systematic review of epidemiological evidence. Scand J Work Environ Health 2014; 40: 5-18. 3. Cai C, Vandermeer B, Khurana R, et al. The impact of occupational shift work and working hours during pregnancy on health outcomes: a systematic review and meta-analysis. Am J Obstet Gynecol 2019; 221: 563-76. 4. Leroyer E, Romieu V, Mediouni Z, et al. Extended- duration hospital shifts, medical errors and patient mortality. Br J Hosp Med (Lond) 2014; 75: 96-101. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO Félag almennra lækna Árni Johnsen Þórdís Þorkelsdóttir Félag íslenskra heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir Oddur Steinarsson Félag sjúkrahúslækna Theódór Skúli Sigurðsson Guðrún Dóra Bjarnadóttir Læknafélag Reykjavíkur Guðmundur Örn Guðmundsson Ingibjörg Kristjánsdóttir Steinunn Þórðardóttir formaður Stjórn Læknafélags Íslands

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.