Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 21
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 81 Algengast var að þeir sem smituðust af lifandi hringormi teldu sig hafa fengið lirfuna í heimahúsi (8 tilvik), þrír sögðust hafa smit- ast við að borða fisk á veitingastað, einn taldi sig hafa smitast í sérstakri sushi-veislu og maður sem stundaði það að dýfa hráum bitum af nýveiddum fiski í soya-sósu á vinnustað (hafnarsvæði) taldi víst að sú hegðan hefði leitt til smitunar. Í þeim tveimur til- vikum sem enn eru ótalin fannst lirfa í barni sem móðirin áleit hafa smitast á barnaheimili. Svo sérkennilega vill til að hér er um sama barnið að ræða. Árið 2015 fann móðirin spriklandi A. simp- lex-lirfu við bleyjuskipti á barninu sem þá var 20 mánaða gamalt. Hálfu öðru ári síðar fann hún enn á ný hringormslirfu, nú var þar á ferðinni P. decipiens. Lirfan fannst í ælu eins og greint var frá hér að framan. Þorskur og steinbítur voru oftast nefnd sem uppspretta hring- ormasmits, samtals í helmingi tilvikanna (9 af 18) (tafla I, tafla II). Þau tilvik gætu þó hafa verið fleiri því í fjórum tilvikum var fisk- tegundin sem lirfan kom úr ókunn. Einn einstaklingur fann lirfu í skötusel rétt áður en bita með lirfunni í var stungið upp í munn. Annar nefndi skarkola eða sushi sem mögulega smituppsprettu, hann hafði neytt beggja þessara fæðutegunda þegar að hann áleit sig hafa smitast. Sá þriðji taldi sig hafa smitast í veislu þar sem eingöngu sushi var á boðstólum en ekki var tilgreint hvort sú veisla hafði verið haldin á veitingastað eða í heimahúsi. Í einu tilviki leyndist dauð Anisakis-lirfa í soðinni ýsu sem verið var að mata barn á en barnið spýtti lirfunni út úr sér (sjá ofar). Í einu tilvikanna fannst lifandi lirfa í „fullelduðum“ plokkfiskrétti sem keyptur var tilbúinn í plastbakka í fiskbúð og hann eldaður samkvæmt leiðbeiningum í örbylgjuofni. Ekki er vitað hvaða fiskur hafði verið notaður sem hráefni í réttinn (tafla I, tafla II). Misjafnt var hvort og þá hversu mikið fólk fann fyrir smiti af völdum P. decipiens-lirfanna. Algengast var að fólk nefndi ógleði, sumir nefndu að hafa stundum kúgast meðan að lirfan hélt sig í maganum, aðrir seldu ítrekað upp. Einn nefndi sultartilfinningu R A N N S Ó K N Tafla I. Pseudoterraniva decipiens og Anisakis simplex-lirfur sem fundust lifandi í fólki á tímabilinu 2004-2020 ásamt upplýsingum um þýðið, lirfurnar, smittíma og kringumstæður. Nr (#) Ár Aldur (ár) Þroskastig Lengd (mm) Smittími (dagar) Hvar fannst lirfan? Hvar varð smitun? Líkleg smituppspretta Pseudoterranova decipiens 1 2004 29 L4 34 6 Í koki Í heimahúsi Steinbítur 2 2005 31 L4 33 5 Í koki Í heimahúsi Steinbítur 3 2006 76 L4 47 9 Í koki Í heimahúsi Þorsklifur 4 2006 58 L4 30 2 Við endaþarm Í heimahúsi Sushi 5 2008 53 L4 - ~ 5 Í koki Hafnarsvæði Óþekkt fisktegund 6 2011 30 L4 - 5 Í koki Í heimahúsi Skarkoli/sushi 7 2015 16 L3 44 1 Í koki Í heimahúsi Þorskur 8 2016 3 L3 - 3 Í ælu Á barnaheimili Óþekkt fisktegund 9 2017 66 L4 40 4 Í koki Á veitingastað Þorskur 10 2019 84 L4 43 ~ 4 Í koki Á veitingastað Þorskur 11 2019 40 L3 33 5 Í koki Í heimahúsi Þorskur 12 2020 16 L3 35 ~ 4 Í koki Í heimahúsi Óþekkt fisktegund 13 2020 63 L4 31 5 Í koki Á veitingastað Þorskur/steinbítur Anisakis simplex 14 2015 2 L3 17 3 Í bleyju Á barnaheimili Óþekkt fisktegund Tafla II. Pseudoterraniva decipiens og Anisakis simplex-lirfur sem sendar voru á tímabilinu 2006-2020 til rannsókna að Keldum eftir að hafa fundist í fiski eða fiskafurðum rétt áður þeim skyldi kyngt, ásamt upplýsingum um þýðið, lirfurnar og kringumstæður. Nr. Ár Aldur (ár) Þroskastig Lengd (mm) Nánari upplýsingar Pseudoterranova decipiens 15 2006 - L3 32 Lifandi lirfa í léttsteiktum skötusel 16 2019 - L3 37 Lifandi lirfa í elduðum plokkfiskrétti 17 2020 2 L3 42 Lifandi lirfa úr vanelduðum þorski Anisakis simplex 18 2008 1 L3 - Dauð, upprúlluð lirfa úr soðinni ýsu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.