Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 12
72 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Nokkuð er síðan háþrýstingur varð þekktur sem aðaláhættu- þáttur hjarta- og æðasjúkdóma og ýmsar meðferðarleiðbeiningar7-9 eru til sem byggjast á vönduðum vísindarannsóknum. Þrátt fyrir það er sjúkdómurinn enn vangreindur og vanmeðhöndlaður. Árið 2010 vissu einungis 45,6% þeirra sem voru með háþrýsting af því, 36,9% voru á einhverskonar meðferð og 13,8% náðu meðferðar- markmiðum (<140/90 mmHg). Þá var hlutfallslega tvöfalt betri vit- und um sjúkdóminn í hátekjulöndum og fjórfalt fleiri náðu með- ferðarmarkmiðum en í lágtekjulöndum.4,6 Greining og meðferð á Íslandi fer að mestu fram í heilsugæslu en einnig á læknastofum sérgreinalækna. Ekki eru til íslenskar leiðbeiningar um háþrýsting og því sennilegt að flestir styðjist við erlendar leiðbeiningar eins og NICE.7 Blóðþrýstingur hækkar með aldri. Mögulegar skýringar á þessu eru meðal annars uppsöfnuð áhrif lífsstíls, minni eftirgefanleiki slagæða og/eða lélegri síun í gauklum. Slagbilsþrýstingur hækkar út alla ævina en hlébilsþrýstingur hækkar til 55-60 ára aldurs og því er aukið algengi háþrýstings eftir þann aldur að miklu leyti einangraður slagbilsháþrýstingur.10 Salt í mat getur haft áhrif á blóðþrýsting og óhófleg neysla á salti er almennt talin skaðleg heilsu11 en ekki eru allir með salt- næman háþrýsting. Minni saltinntaka lækkar blóðþrýsting og hef- ur langtíma verndandi áhrif gagnvart hjarta- og æðasjúkdómum.12 Hreyfingarleysi er áhættuþáttur fyrir háþrýstingi en hreyfing lækkar blóðþrýsting bæði meðal háþrýstingssjúklinga og einstak- linga með eðlilegan blóðþrýsting.13 Mikil áfengisneysla (>3 drykkir á dag) er einnig áhættuþáttur fyrir háþrýstingi. Mikil áfengisneysla hækkar blóðþrýsting bæði hjá einstaklingum með eðlilegan blóðþrýsting og einstaklingum með háþrýsting og er sú aukning skammtaháð. Miðlungs neysla áfengis (<2 drykkir á dag) veldur ekki hækkun á blóðþrýstingi14 og hefur í sumum rannsóknum tengst lægri áhættu á heilablóðfalli og hjartaáfalli.15 Markmið þessarar rannsóknar var í fyrsta lagi að kanna hve margir skjólstæðingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu væru skráðir með greininguna háþrýstingur. Í öðru lagi að skoða hversu stórt hlutfall þeirra náðu meðferðarmarkmiðum á árun- um 2010, 2014 og 2019. Í þriðja lagi að kanna hvaða lyfjameðferð er veitt við háþrýstingi. Einnig var gerður samanburður milli heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til skráningar á blóðþrýstingsmælingum og hlutfalli þeirra sem ná meðferðar- markmiðum. Upplýsingar um stöðu meðferðar á háþrýstingi í heilsugæslu á Íslandi eru takmarkaðar. Síðasta og helsta rann- sóknin á þessu sviði var framkvæmd á heilsugæslustöðinni Sól- vangi í Hafnarfirði og tók yfir tímabilið 2002-200316 en var ein- göngu bundin við eina heilsugæslustöð. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var lýsandi afturskyggn þversniðsrannsókn og náði yfir þrjú ár; 2010, 2014 og 2019. Til skoðunar var meðferð há- þrýstings hjá einstaklingum eldri en 18 ára með þá greiningu sam- kvæmt flokkunarkerfinu ICD-10. Gögnum safnaði deild rafrænnar þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins úr sjúkraskrárkerfi (Sögukerfinu) og voru gögnin frá öllum starfandi heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu (tafla I). Leitað var í Sögukerfinu eftir öll- um með greininguna háþrýstingur (I10). Ýmsum upplýsingum var safnað um þessa einstaklinga, sjá töflu II. Gögnum var safnað frá öllum sem höfðu greininguna I10 þann 31. desember 2010, 31. desember 2014 og 31. desember 2019. Gögnin voru á Excel-formi og ópersónugreinanleg. Gögnum var ekki safnað sérstaklega um undirflokka lyfjaflokkanna en sumir þeirra innihalda lyfjablönd- ur. Mannfjöldatölur voru sóttar af vef Hagstofu Íslands. Við töl- fræðilega úrvinnslu og hreinsun á gögnum var notuð SPSS, útgáfa 26, og Rstudio, útgáfa 1.2.5033. Við tölfræðilega úrvinnslu voru marktektarmörk sett sem p-gildi <0,05. Nokkrar tölfræðiaðferðir voru notaðar. Í flestum tilvikum var notuð tvíkosta aðhvarfsgrein- ing (logistic regression) þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni og öðr- Tafla I. Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Gögnum var safnað frá öllum stöðvunum. Heilsugæslan Árbæ (HH) Heilsugæslan Efra-Breiðholti (HH) Heilsugæslan Efstaleiti (HH) Heilsugæslan Firði (HH) Heilsugæslan Garðabæ (HH) Heilsugæslan Glæsibæ (HH) Heilsugæslan Grafarvogi (HH) Heilsugæslan Hamraborg (HH) Heilsugæslan Hlíðum (HH) Heilsugæslan Hvammi (HH) Heilsugæslan Höfða Heilsugæslan Lágmúla Heilsugæslan Miðbæ (HH) Heilsugæslan Mjódd (HH) Heilsugæslan Mosfellsumdæmi (HH) Heilsugæslan Salahverfi Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ (HH) Heilsugæslan Sólvangi (HH) Heilsugæslan Urðarhvarfi Tafla II. Breytur. Listi yfir allar breytur sem safnað var. Lyfjaflokkar tilgreindir samkvæmt ATC-flokkunarkerfi. Aldur Kyn Heilsugæslustöð Slagbilsþrýstingur Hlébilsþrýstingur Lyfjaflokkar C03 (þvagræsilyf) C07 (beta-blokkar) C08 (kalsíumgangalokar) C09 (lyf með verkun á RAAS)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.