Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 47
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 107 Dagur í lífi sérnámslæknis í Iowa 05.00 Vakna í straumlínulagaða morgunvenju, klæðist spítalafötum, gríp kaffibolla úr Nespresso dýrgripnum og hjóla í vinnuna. Ég bý strategískt um 1,5 km frá spítalanum til að geta varið sem stystum tíma í samgöngur (meiri svefn) og fengið frískt loft um leið. 05.30 Í sérnámi í almennum skurð- lækningum förum við á ýmsar deildir og þennan mánuð er ég á bráðaskurðteym- inu. Dagurinn hefst með því að nætur- vaktin skilar af sér vaktinni til bráða- og slysaskurðteymisins. Í kjölfarið er genginn (hlaupinn) sérnámslæknastofu- gangur sem þarf að klárast áður en að- gerðir dagsins hefjast. Ég er svo heppin að vera með annan reyndan sérnámslækni á teyminu, Ásgeir Þór Másson, svo við getum skipt listanum með okkur, tekið hvorn sinn yngri sérnámslækninn og séð 30-40 sjúklinga vítt og breitt um spítalann á skömmum tíma til að keyra af stað áætl- anir dagsins. Þetta er í fyrsta skiptið sem við Ásgeir höfum verið saman á teymi og það er mikil gleði að geta deilt svörtum lakkrís og harðfiski með smjöri þegar stund er milli stríða, kollegum okkar til mikillar furðu. 06.30 M&M (morbidity and mortality) fundur þar sem sérnámslæknar kynna valin tilfelli þar sem eitthvað hefði mátt betur fara og lærdómsríkar umræður fylgja. Grand Rounds-fundur tekur við þar sem er farið yfir málefni sem varða skurðdeildina. Þessir fundir eru rafrænir svo það gefst tími til að borða morgun- mat með sem er yfirleitt snarl á vinnu- herberginu. „Wellness snacks” er nýtt og verulega vinsælt framtak frá stjórn sérnámsprógrammsins þar sem þau fylla reglulega á ísskápinn á vinnuherberginu. 08.15 Aðgerðir hefjast, seinna en venju- lega vegna fundahaldsins. Á bráðateym- inu eru framkvæmdar valaðgerðir auk bráðaaðgerða sem upp koma hverju sinni. Á dagskrá í dag eru tvær stórar kviðslits- aðgerðir vegna kviðslita frá fyrri skurðað- gerðum, gallblöðrutaka og loks nárakvið- slitsaðgerð í kviðsjá. Við Ásgeir vinnum saman að fyrstu kviðslitsaðgerðinni en svo skilja leiðir, hann leiðir fyrsta árs sérnámslækni í gegnum gallblöðrutöku á meðan ég geng í nárakviðslitið. Sérfræði- læknirinn, Dr. Garcia, fylgist vel með, kennir og hjálpar þar sem þarf. Á milli aðgerða hrannast inn konsúltbeiðnir og auk þess þarf að fara með sérfræðinginn á stofugang svo hann geti lagt formlega blessun sína yfir teymið. 11.00 Sjúklingur með botnlangabólgu er skoðaður og bókaður á skurðstofuna. Áður en botnlangatakan er hafin kemur inn mjög veikur einstaklingur með víð- tækt drep í görn og fyrri sögu um margar kviðarholsaðgerðir. Við drífum viðkom- andi á skurðstofuna „class 1” eða innan klukkustundar og fjarlægjum stóran hluta af smáþörmum, kviðurinn skilinn eftir opinn og sjúklingurinn fluttur á skurð- gjörgæsluna til frekari meðferðar svo hann verði í góðu standi þegar görnin er sett aftur saman og kviðnum lokað. 15.00 Botnlangatakan kemst loks að á skurðstofunni og yngri sérnámslæknir rúllar henni upp meðan ég fæ að velja tónlistina, vandamesta hlutverk skurð- læknisins! 18.00 Teymin hittast aftur í kvöldrapport, farið yfir vandamál inni- liggjandi sjúklinga og væntanlegra sjúk- linga frá öðrum stofnunum. 18.15 Hjóla heim í samfloti við Ásgeir og við stoppum á leiðinni í gleðistund sérnámslæknanna á Stellu, hverfisbarnum nálægt spítalanum. Við sérnámslæknarnir erum dugleg að hittast þegar COVID-að- stæður leyfa og styðja hvert við annað utan vinnu. Þarna fæ ég fyrstu alvöru máltíð dagsins frá morgunmat og 50% afsláttar Cajun jambalaya rennur ljúflega niður. 19.30 Kem heim og langar ekkert frekar en að sökkva í sófann og horfa á heilalaust sjónvarpsefni. Kærastinn er ekki alveg til í það og drífur mig út í göngutúr sem frískar heilastarfsemina og skrefafjöldinn er upp úr öllu valdi. Eitt það allra falleg- asta við Iowa er himinninn enda mikið að sjá af honum í hreinu flatlendi. 21.30 Hef alltaf verið kvöldsvæf og það breytist ekki þegar dagurinn er langur en jafnframt fjölbreyttur, gefandi og skemmtilegur. Sofna nánast samstundis yfir góðri fantasíubók á Kindlinum. Bergljót Rafnar Karlsdóttir Skurðstofulíf í Bandaríkjunum, - einhver ljómi yfir því í öllum skilningi. Frá vinstri: ég, Ásgeir Þór Másson sérnáms- læknir, Lulua læknanemi, Dr Garcia sér- fræðingur í bráða- og slysaskurðlækningum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.