Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2022, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.02.2022, Qupperneq 4
64 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 71 Stefán Júlíus Aðalsteinsson, Jón Steinar Jónsson, Hannes Hrafnkelsson, Guðmundur Þorgeirsson, Emil Lárus Sigurðsson Meðferð háþrýstings í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu Miðað við innlendar og erlendar algengistölur eru enn margir háþrýstingssjúklingar ógreindir á Íslandi. Ljóst er að enn má gera betur í greiningu sjúkdómsins. Ekki getur talist ásættanlegt að færri en helmingur sjúklinga nái meðferðarmarkmiðum. Umbætur eru því mikilvægar og aðkallandi enda til mikils að vinna. 79 Karl Skírnisson Hringormar í fólki á Íslandi árin 2004-2020 Á tímabilinu 2004-2020 bárust hringormar frá 18 manns til rannsókna að Tilraunastöðinni á Keldum. Í nokkrum tilvikum mættu viðkomandi á staðinn með orminn í glasi, sumir fengu heimilis- lækni sinn til að senda lirfuna að Keldum en flestar lirfurnar bárust eftir að hafa fyrst ver- ið sendar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala þar sem greiningar á iðrasníkjudýrum hafa farið fram eftir að þær voru fluttar frá Keldum um síðustu aldamót. 85 Ólafur Árni Sveinsson, Dagný Ásgeirsdóttir, Ingvar H. Ólafsson Nýgengi stokkasega á Íslandi frá 2008 til 2020 Í þessari rannsókn var faraldsfræði stokkasega rannsökuð ásamt þekktum áhættu- þáttum, einkennum, greiningu, meðferð og horfum. Stór hluti þeirra sem greindust með stokkasega á rannsóknartímabilinu voru konur yngri en 50 ára. Algengasta einkennið var höfuðverkur og algengasti áhættuþátturinn var notkun getnaðarvarnarlyfja. Voru allir sjúklingarnir settir á blóðþynnandi meðferð og flestir náðu góðum bata. F R Æ Ð I G R E I N A R 2. tölublað · 108. árgangur · 2022 67 Haraldur Briem Lísa í Undralandi og andstaða við bólusetningar Upphaf nútíma andstöðu við bólusetningar er þekkt. Reynt er að klæða andstöð- una í vísindalegan búning til að gera hana trúverðuga. Megininntak andstöðunnar byggir á að öll bóluefni séu óörugg og gagnslaus, ef ekki skaðleg. Frægt er dæmið um falskar getgátur um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu. L E I Ð A R A R Rétt rúmlega 32.000 börn hér á landi á aldr- inum 5 til 11 ára hafa átt þess kost að vera bólusett gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19. „Það hefur gengið mjög vel. Fyrir árganga 2010-2015 er þátttakan allt upp í 72% í sumum umdæmum en fyrir allan hópinn 2010-2016 yfir allt landið er hún um 49%,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, barnasmitsjúkdómalæknir hjá Embætti landlæknis. Kamilla segir að þátttakan sé samkvæmt væntingum embættisins. „Svo tínast áfram inn börn sem losna úr sóttkví eða eru komin þrjá mánuði frá COVID-smiti,“ segir hún um framhaldið. Læknablaðið leit við í Höllinni um miðjan janúar þegar bólusetningarnar stóðu sem hæst. Á FORSÍÐU Börnin bólusett í Laugardalshöll69 Gunnar Þór Gunnarsson Háþrýstingur, þögli morðinginn. Betur má ef duga skal Háþrýstingur er langoft- ast einkennalaus þar til líffæraskemmdir og fylgi- kvillar koma fram. Þess vegna viðurnefnið þögli morðinginn. Vandinn er því að finna, meðhöndla og fylgjast með einkenna- lausu ástandi hjá mörgum í langan tíma. Mynd á kápu og mynd hér fyrir ofan/ Þorkell Þorkelsson

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.