Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 26
86 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N of Diseases and Related Conditions 10, ICD 10). Upplýsinga var aflað úr Sögukerfi og Heilsugátt. Eftirfarandi gögnum var safnað: greiningarár, aldur við greiningu, kyn, áhættuþættir fyrir stokka- sega (ættgengar segahneigðir, áunnar segahneigðir, meðganga og sængurlega, blóðsjúkdómar, bólgusjúkdómar, krabbamein, sýk- ingar, lyf og aðrir áhættuþættir), einkenni (höfuðverkur, ógleði og uppköst, flog (staðbundin, störu- eða alflog), skert meðvit- und, sjóntruflanir og staðbundin taugaeinkenni (helftarlömun, málstol, verkstol)), rannsóknarniðurstöður úr myndrannsóknum (segulómun, tölvusneiðmynd), meðferð (lyfjagjöf, lengd meðferð- ar, sjúkrahúsinnlögn, gjörgæsluinnlögn, skurðaðgerðir og lengd sjúkrahúsvistar) og afdrif. Einkenni töldust bráð ef tíminn frá fyrstu einkennum til greiningar var styttri en 48 klukkustundir, meðalbráð ef tíminn var á milli 48 klukkustundir og 30 dagar og langvinn ef tíminn var lengri en 30 dagar. Afdrif sjúklinga voru miðuð við modified Rankin Scale (mRS) þremur mánuðum eftir greiningu. Tölfræðiúrvinnsla Rannsóknarupplýsingum var safnað í Microsoft Excel® skjal. Ný- gengi stokkasega var reiknað með notkun mannfjöldatalna frá Hagstofu Íslands frá 1. júlí hvert ár frá 2008 til 2011 en frá öðrum ársfjórðungi hvers árs frá 2012 til 2020. Tölfræðileg úrvinnsla gagn- anna og útreikningar voru framkvæmdir í Rstudio en Microsoft Word®, Microsoft Excel® og Rstudio voru notuð til að búa til töflur og gröf. Notað var Fisher tilgátupróf fyrir flokkabreytur en t-próf fyrir talnabreytur. Tölfræðileg marktækni var miðuð við p<0,05. Leyfi frá vísindasiðanefnd (VSN-20-185) og vísindarannsóknar- nefnd Landspítala lágu fyrir við upphaf rannsóknar. Niðurstöður Rannsóknarþýðið samanstóð af 40 einstaklingum sem greindust með stokkasega á árunum 2008-2020 á Landspítala eða Sjúkrahús- inu á Akureyri. Fjórir reyndust hafa verið ranglega greindir eða ómögulegt að staðfesta greininguna. Ennfremur voru 5 sjúklingar erlendir ferðamenn sem greindust með stokkasega meðan á dvöl þeirra á Íslandi stóð. Þar sem þeir höfðu ekki búsetu á Íslandi og því ekki hluti af faraldsfræðilegri rannsókn, voru þeir undan- skildir. Alls greindist því 31 með stokkasega á árunum 2008–2020, eða um 1-4 á ári. Meðalfjöldi tilfella var 2,4 á ári. Meðalnýgengi stokkasega fyrir tímabilið var 0,7 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári. Flestar greiningar stokkasega voru árin 2013 og 2018 en bæði árin voru tilfellin fjögur talsins. Mynd 2 sýnir nýgengi stokkasega fyrir hverja 100.000 íbúa á ári yfir rannsóknartímabilið, flokkað eftir kyni. Tafla I sýnir lýðfræði og einkenni við greiningu. Um 70% úr- taksins voru konur (n=22). Kynjahlutfallið var 2,4:1. Meðalaldur var 34,3 ár en miðgildi aldurs var 30 ár, yngsti einstaklingurinn var 14 ára en sá elsti 63 ára. 74% sjúklinga voru yngri en 50 ára. Mynd 1. Helstu bláæðar og bláæðastokkar heilans. Mynd 2. Nýgengi á hverja 100.000 íbúa á ári. Græna línan sýnir nýgengi innan alls úrtaks- ins, rauða línan sýnir nýgengi meðal kvenna og bláa línan nýgengi meðal karla.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.