Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 85 R A N N S Ó K N Heimild: Samantekt á eiginleikum Forxiga, www.serlyfjaskra.is. Forxiga 5 mg og 10 mg filmuhúðaðar töflur Heiti virkra efna: dapagliflozin. Ábendingar: Sykursýki af tegund 2: Forxiga er ætlað sem meðferð hjá fullorðnum og börnum 10 ára og eldri með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 til viðbótar við sérstakt mataræði og hreyfingu sem einlyfjameðferð þegar notkun metformins er ekki talin henta vegna óþols eða til viðbótar við önnur lyf til meðferðar á sykursýki af tegund 2. Hjartabilun: Forxiga er ætlað sem meðferð hjá fullorðnum við langvarandi hjartabilun með einkennum og skertu útfallsbroti. Langvinnur nýrnasjúkdómur: Forxiga er ætlað sem meðferð hjá fullorðnum við langvinnum nýrnasjúkdómi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: AstraZeneca AB, SE-151 85 Södertälje, Svíþjóð. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. FRAMTÍÐIN BYRJAR NÚNA Ábendingar FORXIGA 10 mg eru við þremur nátengdum sjúkdómum - sykursýki af tegund 2, langvinnur nýrnasjúkdómur (CKD)* og hjartabilun (HFrEF)*1 ÁBENDING SÍÐAN Í NÓVEMBER 2020 NÝ ÁBENDING Nú samþykkt til notkunar við langvinnum nýrnasjúkdómi (CKD)1 Samþykkt til notkunar við hjartabilun (HFrEF)1 Einföld meðferð við CKD, HFrEF og sykursýki af tegund 2 IS /S W E- 98 83 -1 2- 21 -F O R • Hefja má meðferð með Forxiga hjá sjúklingum með allt niður í eGFR ≥25 ml/mín./1,73 m2. • Sami skammtur og lyfjagjöf óháð ábendingu – ein 10 mg tafla, einu sinni á dag. • Með eða án sykursýki af tegund 2. Inngangur Stokkasegi (cerebral venous and sinus thrombosis) er sjaldgæf orsök heilablóðfalls í bláæðakerfi heilans. Lengi vel greindist stokka- segi nær eingöngu við krufningar og var sjúkdómurinn því talinn vera orsök andláts í flestum tilfellum. Þökk sé aukinni þekkingu á áhættuþáttum, betri myndgreiningartækni og fleiri meðferðar- möguleikum er dánartíðni vegna stokkasega mun lægri en áður.1 Þrátt fyrir aukna þekkingu á stokkasega getur verið snúið að greina sjúkdóminn vegna fjölbreyttra einkenna og erfiðrar myndgrein- ingar á köflum. Greining stokkasega byggist á klínískri grunsemd og myndrannsóknum. Myndrannsóknir eru einnig meginaðferðin til að meta mögulega fylgikvilla stokkasega, til dæmis blæðingar, heiladrep eða þrýstingsáhrif innan höfuðkúpu sem geta haft áhrif á afdrif sjúklingsins. Mynd 1 sýnir helstu bláæðastokka heilans.2 Erfitt hefur reynst að fullyrða með vissu um nýgengi stokka- sega. Í fyrri rannsóknum hefur nýgengið verið á bilinu 0,2-2,02 á hverja 100.000 íbúa á ári, en talið er að stokkasegi sé orsök um 0,5- 1% allra heilablóðfalla.3-7 Nýgengi stokkasega á Íslandi hefur aldrei áður verið kannað. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja nýgengi stokkasega og að kanna áhættuþætti, einkenni, grein- ingu, meðferð og horfur á Íslandi yfir tímabilið 2008-2020. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn sem náði yfir tímabilið frá 2008 til 2020. Þýðið samanstóð af þeim sem hlutu greiningarkóða I63.6 og I67.6 í samræmi við Alþjóðlegt flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála 10 (International Classification Dagný Ásgeirsdóttir1 læknanemi Ingvar H. Ólafsson2 læknir Ólafur Árni Sveinsson1,3 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2taugaskurðdeild, 3taugalækningadeild Landspítala Fyrirspurnum svarar Ólafur Árni Sveinsson, olafursv@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Stokkasegi er orsök um 0,5-1% allra heilablóðfalla. Stokkasegi getur valdið blæðingu og/eða heiladrepi auk hækkaðs innankúpuþrýstings. Erfitt getur reynst að greina stokkasega vegna fjölbreyttra einkenna og erfiðrar myndgreiningar á köflum. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka nýgengi stokkasega á Íslandi á tímabilinu 2008-2020, áhættuþætti, einkenni, meðferð og horfur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Framkvæmd var lýsandi afturskyggn rannsókn án viðmiðunarhóps þar sem upplýsingum úr sjúkraskrám einstaklinga sem greindust með stokkasega á tímabilinu frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2020 var safnað. Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: kyn, greiningarár, aldur við greiningu, einkenni, þekktir áhættuþættir, rannsóknarniðurstöður, meðferðir og afdrif. Úrvinnsla fór fram í Excel og Rstudio. NIÐURSTÖÐUR Alls greindist 31 einstaklingar (22 konur). Meðalnýgengið var 0,72/100.000 manns á ári. Meðalaldur var 34,3 ár (14-63 ára). Algengasta einkennið var höfuðverkur (87%), önnur voru staðbundin taugaeinkenni, flog og skert meðvitund. Algengasti áhættuþátturinn meðal kvenna var notkun getnaðarvarnarlyfja (73%). Fjórir sjúklingar höfðu engan þekktan áhættuþátt. Í 74% tilfella var seginn í þverstokki. Stokkasegi var í tveimur eða fleiri bláæðastokkum í 58% tilfella. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðþynningarmeðferð. Langoftast var byrjað á heparíni/léttheparíni og síðan tók við meðferð á warfaríni eða NOAC-lyfjum. Eftir þrjá mánuði mældust 87% sjúklinganna með 0-2 á modified Rankin-skalanum (mRS) og höfðu því enga eða væga fötlun eftir stokkasegann. Einn sjúklingur lést vegna stokkasega. ÁLYKTANIR Nýgengi stokkasega á Íslandi er í samræmi við erlendar rannsóknir. Höfuðverkur var algengasta einkennið og getnaðarvarnarlyf algengasti áhættuþátturinn meðal kvenna. Flestir sjúklinganna náðu góðum bata sem bendir til tímanlegrar greiningar og viðeigandi meðferðar á Íslandi. Nýgengi stokkasega á Íslandi frá 2008 til 2020

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.