Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 73 R A N N S Ó K N um breytum ef við átti. Í nokkrum tilvikum var notuð kí-kvaðrat greining og er það þá tekið fram. Notað var ANOVA þegar meðal- tal fyrir samfelldar breytur var metið. Við gildi blóðþrýstingsmælinga voru notuð meðferðarmark- mið samkvæmt leiðbeiningum NICE,7 sem er <140/90 mmHg. Athygli er vakin á því að árin 2010 og 2014 voru önnur meðferðar- markmið fyrir sykursjúka (<140/90 mmHg) heldur en árið 2019 (<130/80 mmHg). Fyrir hvern einstakling var tekin síðasta skráða blóðþrýstingsmæling á árunum 2010, 2014 og 2019. Ef ekki var til skráð blóðþrýstingsmæling fyrir tiltekin almanaksár var skráð að mælingu vantaði. Blóðþrýstingsgildi voru fengin úr sérstökum skrán ingardálkum fyrir blóðþrýsting. Ekki var unnt að ná í gildi sem aðeins voru skráð í sjúkraskrárnótu. Leyfi frá vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins/ Háskóla Íslands fékkst 8. janúar 2020. Vísindasiðanefnd gaf leyfi fyrir framkvæmd rannsóknarinnar 28. janúar 2020 (VSN-20-021) og Persónuvernd gerði ekki athugasemd við að vísindasiðanefnd afgreiddi umsóknina. Tafla III. Almennt um rannsóknarþýðið. 2010 N (%) 2014 N (%) 2019 N (%) p-gildi Fjöldi með háþrýstingsgreiningu 25.873 31.395 40.787 - Fjöldi í þýði 152.294 160.461 181.354 Fjöldi með háþrýstingsgreiningu/1000 íbúa 169,9 195,7 224,9 <0,001* Karlar 11.387 (44,0) 14.374 (45,8) 19.529 (47,9) <0,001** Konur 14.486 (56,0) 17.021 (54,2) 21.259 (52,1) <0,001** Meðalaldur [staðalfrávik] 63,6±14,4 64,3±14,3 64,9±14,1 <0,001*** Með blóðþrýstingsmælingu á árinu 13.355 (51,6) 12.948 (41,2) 19.533 (47,9) <0,001** * Kí-kvaðrat próf, 2010 á móti 2014 og 2014 á móti 2019, **Tvíkosta aðhvarfsgreining, ***ANOVA Niðurstöður Rannsóknarþýði Eins og fram kemur í töflu III hefur fjöldi einstaklinga með há- þrýstingsgreiningu aukist á rannsóknartímabilinu. Hlutfall kynja hefur einnig breyst, hlutfall karla með greininguna háþrýstingur hefur hækkað og hlutfall kvenna að sama skapi lækkað. Þá eru hlutfallslega færri með skráða blóðþrýstingsmælingu og meðal- aldur þeirra sem hafa greininguna hefur hækkað á tímabilinu en á sama tíma hefur meðalaldur þýðisins einnig hækkað. Aldurs- dreifing rannsóknarþýðis er á mynd 1. Hlutfall þeirra sem eru með skráða blóðþrýstingsmælingu er misjöfn milli ára en er rúmlega 51% árið 2010. Lyfjameðferð við háþrýstingi Af þeim 25.873 sem voru með greindan háþrýsting árið 2010 voru 63,4% á lyfjameðferð. Árið 2019 hafði hlutfall sjúklinga á lyfjameð- Mynd 1. Aldursdreifing rannsóknarþýðis. Súlur sýna samanlagðan fjölda þeirra með háþrýstingsgreiningu innan hvers aldursbils á árunumum 2010, 2014 og 2019.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.