Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 50
110 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Í byrjun COVID-faraldursins dreymdi mig daum sem hefur verið mér mjög minnisstæður. Ég starfa nær eingöngu á hjúkrunarheimili og hafði talsverðar áhyggjur af mínum skjólstæðingum. Ég hafði lesið um atburðina á hjúkr- unarheimili í Kirkland nálægt Seattle þar sem fyrstu smit á hjúkrunarheimili komu upp í Bandaríkjunum, sem leiddi til fjölda smita, ekki bara íbúa en líka meðal starfsmanna. Dánartíðni var há, og síðar hafa starfsmenn hjúkrunarheimila fallið í valinn eftir smit í starfi. Mér fannst ég standa niður við Reykja- víkurtjörn, suðvestur endann. Yfir aust- urbænum var stórt óveðursský og úr því kom eldingaregn. Mér er litið yfir vest- urbæinn og þar yfir gamla vesturbænum var annað eins ský með eldingum. Ég horfi svo yfir Esjuna en þar var heiður himinn og þar flugu þrjár flugvélar í átt að flugvellinum, tvær venjulegar flugvél- ar, en ein var lík leikfangavél og flaug létt og lipurt áfram. Morguninn eftir túlkaði ég draum- inn þannig að við myndum fá fjölda COVID-smita á Grund sem er í Vestur- bænum og ganga í gegnum eld og brenni- stein þar. Það varð þó ekki raunin heldur urðu smitin á Landakoti. Þegar ég hugsa til baka var skýið í raun frekar yfir Landa- koti en yfir Grund. L I P R I R P E N N A R Dreymt fyrir daglátum Helga Hansdóttir öldrunarlæknir helga.hansdottir@morkin.is Flugvélarnar þrjár túlkaði ég sem þrí- eykið okkar. Tvær af flugvélunum voru hefðbundnar og flugu beint og túlka ég þær sem Ölmu og Þórólf sem hafa sýnt framúrskarandi fagmennsku og þolgæði. Þriðja vélin sem flaug svo leikandi létt finnst mér vera Víðir. Ég er sérlegur aðdáandi Víðis vegna þess hve mannlegur hann er. Hann tal- ar þannig að allir geta skilið hvað hann meinar, til dæmis eins og að fólk þyrfti bara að hafa asnalegt hár þegar hár- greiðslustöðum var lokað. Hann gerði mistök og smitaðist af COVID, hann grét fyrir framan þjóðina, iðraðist, kom aftur til vinnu og hefur sýnt af sér fádæma mannúð, skilning og umburðarlyndi í öllu fasi. Það er í þessum anda sem mig langar að tala um læknisfræði og umræðuna um vísindalega þekkingu. Ég ætlast ekki til þess af öllum kollegum mínum að kaupa söguna af draumnum og túlkun hans heldur vona ég að þeir lesi sögu af upplif- un og hugsunum. Sannreynd læknis fræði er gullstandard okkar vinnu, en í umræðunni finnst mér það stundum vera það eina sem ætti að leiðbeina okkur. Að mínu viti kemur fyrst mannúðarskylda okkar að sinna veiku fólki eftir bestu getu og þekkingu hvers tíma. Í mínu fagi, lyf- og öldrunarlækn- ingum, er oft skortur á sannreyndum upplýsingum, en það þýðir ekki að við getum falið okkur bak við það og ekki tekið á þeim vandamálum sem blasa við. Mér eru efst í huga langvinnir verkir, svefnleysi og óróleiki tengd heilabilun sem valda hvað mestum þjáningum í mínu starfi. Þar skortir á rannsóknir til leiðbeiningar. Oft eru niðurstöður rannsókna á mið- aldra hraustu fólki notaðar til grundvallar klínískum leiðbeiningum. Ekki er tekið tillit til þess hve svörun fólks við lyfjum getur verið einstaklingsbundin, og oft þarf að reyna fleiri en eitt eða tvö lyf áður en árangur fæst. Gildismat einstaklings- ins kemur ekki inn í myndina og óskir um meðferð né vilji til að taka áhættu á aukaverkunum. Rannsóknirnar eru gjarnan til skamms tíma en rannsóknir á langtímaáhrifum eru tengslarannsóknir þar sem erfitt er að henda reiður á orsök og afleiðingu. Ég hef lært eins og flestir klíníkerar að mæta sjúklingum mínum þar sem þeir eru staddir og láta þeirra óskir og gildismat stýra rannsóknum og meðferð. Árangur af því verður sennilega seint metinn með standard mælitækjum og eftirliti. Því tel ég að við eigum að halda upp merkjum klínískrar læknisfræði og mannúðar ekki síður en þekkingu og vísindalegri nálgun.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.