Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 29
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 89 R A N N S Ó K N urlega.16-20 Algengustu áhættuþættir fyrir blóðsega í heilaslagæð eru hins vegar hjarta- og æðasjúkdómar á borð við æðakölkun, smáæðasjúkdóma, gáttatif og háþrýsting.21 Algengasta einkennið var höfuðverkur (87%). Hlutfallið sam- ræmist erlendum rannsóknum (71-94%).9-14,22,23 Allar greiningar á stokkasega voru staðfestar með myndgreiningu: tölvusneiðmynd, segulómun eða bæði. Í þessari rannsókn voru heldur fleiri (55%) greindir með bæði tölvusneiðmynd og segulómun, miðað við er- lendar rannsóknir (9-14%).10,11 Algengustu staðsetningarnar voru í þverstokki (74%) og efri þykktarstokki (45%), sem eru svipaðar niðurstöður og erlendis. 39% sjúklinga sýndu merki um heiladrep við myndgreiningu en 52% sýndu merki um heilablæðingu. Hlut- fall einstaklinga með heiladrep er heldur hærra en í erlendum rannsóknum (11-33%)9,10,13,14 en hlutfall sjúklinga með heilablæð- ingu er töluvert hærra en í öðrum rannsóknum (3,8-10%).10,14 Við skoðun sjúkraskráa kom í ljós að mæling D-dímers í blóði var lítið sem ekkert notuð til greiningar á stokkasega. Undirliggjandi þekktir áhættuþættir fundust hjá 87% sjúk- linganna. Fjórir sjúklingar, eða 13% þýðisins, höfðu engan þekkt- an áhættuþátt. Er þetta í samræmi við stærstu rannsóknirnar þar sem áhættuþáttur fannst ekki hjá 12-24% tilfella.10,11,22 Ekki var marktækur munur á milli kynja með tilliti til áhættuþátta nema í einni breytu. Marktækur munur var á lyfjanotkun milli kynja (p=0,01). Ástæðan fyrir muninum er sú að getnaðarvarnarlyf voru langstærsti lyfjaflokkurinn, en 52% þýðisins (73% kvenna) voru á getnaðarvarnarlyfjum. Áhugavert er að enginn greindist með stokkasega í kjölfar meðgöngu eða sængurlegu. Erlendar rannsóknir hafa gefið upp afar mismunandi tölur varðandi þessa áhættuþætti, eða 2-35% sjúklinga.10-12,14,22 Ein möguleg skýring á þessu ósamræmi er smæð íslenska þýðisins. Á sama tíma náði rannsóknin yfir langt tímabil og því athyglisvert sé að enginn hafi fengið stokkasega á meðgöngu eða í sængurlegu á 12 ára tímabili. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðþynnandi meðferð, jafnvel þeir sem voru með heilablæðingu, sem er eftir viðteknum leið- beiningum.7 Í langflestum tilfellum hófst meðferðin á heparíni eða léttheparíni áður en meðferð á warfaríni tók við. Sex sjúklingar (19%) voru settir á NOAC-lyf. Það er hærra hlutfall en í norskri rannsókn, þar sem 1,6% úrtaksins voru á NOAC-lyfjum.14 Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi NOAC-lyfja við stokka- sega.24,25 Tæplega helmingur sjúklinga (48%) var á blóðþynningu í 6 mánuði eða skemur. Það er í samræmi við leiðbeiningar frá ASA (American Stroke Association) en þar er mælt með blóðþynnandi meðferð í 3-6 mánuði fyrir sjúklinga með þekkta og tilfallandi undirliggjandi áhættuþætti.7 Þó ber að nefna að ESO (European Stroke Organization) mælir með blóðþynnandi meðferð í 3-12 mánuði.26 Níu sjúklingum (29%) var ráðlagt að vera á langtíma- eða ævilangri meðferð. Þeir sjúklingar voru flestir með blóðsjúk- dóm eða ættgenga segahneigð. Þrír sjúklingar (10%) þurftu á opinni kúpuaðgerð að halda. Í öllum þremur tilfellum var ástæðan fyrir skurðaðgerð merki um mikla heilablæðingu, miðlínuhliðrun og merki um yfirvofandi haulun. Hlutfall þeirra sem fóru í skurðaðgerð var heldur hærra en í öðrum rannsóknum, þar sem hlutfallið hefur verið á bilinu 1,25- 3,7%.9,11-13,22 Enginn sjúklinganna fór í segabrottnám (thrombectomy) í þræðingu. Gæti það skýrst af smæð þýðisins og að segabrottnám varð fyrst valkostur á Íslandi í lok rannsóknartímabilsins. Meðallegutími á sjúkrahúsi var 15,3 dagar, sem er svipaður meðallegutími og sést í öðrum rannsóknum (16,1 dagar – 20,4 dagar).11-13,22 Einn sjúklingur (3,3%) lést vegna stokkasega á árunum 2008-2020. Sá sjúklingur lést á gjörgæsludeild eftir 23 daga legu þrátt fyrir umfangsmikla meðferð. Hlutfallið er nokkuð svipað og í erlendum rannsóknum (3,4-7,7).9,11,12,22 Í fyrrnefndri ISCVT- rannsókn létust 4,3% sjúklinganna í bráðafasa sjúkdómsins og 3,4% létust innan 30 daga eftir að einkenni hófust.11 Algengasta dánarorsökin í þeirri rannsókn virtist vera hnykiltjaldshaulun (transtentorial herniation) vegna þrýstingsáhrifa á heilann, ýmist vegna blæðinga, dreps eða heilabjúgs.27 Horfur sjúklinga í íslensku rannsókninni voru almennt góðar. Þrátt fyrir að stór hluti þeirra hafi sýnt merki um heilablæðingu og/eða heiladrep, sem hvort tveggja eru vísbendingar um alvar- legri sjúkdómsmynd, mældust 87% sjúklinganna með 0-2 á mRS skalanum þremur mánuðum eftir greiningu. Það þýðir að 87% þeirra sem greindust með stokkasega voru með enga eða væga fötlun eftir sjúkdóminn. Þessar tölur eru almennt betri en margar aðrar rannsóknir en þá hefur á bilinu 66-85% þýðis náð góðum bata.9,11,12,22 VENOST-rannsóknin sýndi hins vegar fram á að 90% þýðisins hafði mælst 0-2 á mRS.10 Hið háa hlutfall þeirra sem náðu góðum bata hér á landi bendir til þess að sjúklingarnir hafi fengið tímanlega greiningu og árangursríka meðferð. Önnur ástæða gæti verið að okkar rannsókn ásamt þeirri norsku eru þær einu sannar- legu þýðis-rannsóknirnar (population based studies), sem minnkar valbjögun (selection bias) og eykur líkur á því að öll tilfelli séu tekin með á meðan alvarlegustu tilfellin eru frekar til staðar í spítala- eða fjölspítalarannsóknum (multi centered series). Rannsóknin hefur ýmsa styrkleika. Í fyrsta lagi nær rannsókn- in yfir heila þjóð og langt tímabil. Í öðru lagi er hún sú fyrsta sem kortleggur nýgengi og faraldsfræði stokkasega á Íslandi fyr- ir ákveðið tímabil. Gagnagrunnurinn sem búinn var til við gerð rannsóknarinnar og niðurstöður hennar gætu nýst sem grunnur fyrir frekari kortlagningu og eftirfylgd stokkasega á Íslandi. Ekki síst á þetta við ef stokkasegi reynist sjaldgæf en þó þekkt alvarleg aukaverkun vissra bóluefna gegn COVID-19.28 Rannsóknin hefur þó einnig veikleika. Stærð þýðisins er frem- ur lítið. Stokkasegi er sjaldgæfur sjúkdómur á heimsvísu og því er ekki óeðlilegt að sú staðreynd endurspeglist hér. Vegna þess hversu erfitt getur reynst að greina sjúkdóminn er ekki ólíklegt að einstaklingar hafi verið með stokkasega án staðfestrar greiningar eða að rangur greiningarkóði hafi verið notaður. Þá var gert ráð fyrir að allir sjúklingar með stokkasega á Íslandi hafi verið lagðir inn á Landspítala eða sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki er hægt að úti- loka þann möguleika að sjúklingar hafi fengið greiningu og með- ferð við stokkasega á öðrum heilbrigðisstofnunum, þó svo að það sé afar ólíklegt. Þess ber einnig að geta að um var að ræða lýsandi rannsókn án viðmiðunarhóps. Því eru eingöngu skoðaðir þekktir áhættuþættir fyrir stokkasega. Samantekt Í þessari rannsókn var faraldsfræði stokkasega á Íslandi rannsök- uð ásamt þekktum áhættuþáttum, einkennum, greiningu, með- ferð og horfum. Stór hluti þeirra sem greindust með stokkasega á rannsóknartímabilinu voru konur yngri en 50 ára. Algengasta einkennið var höfuðverkur og algengasti áhættuþátturinn var notkun getnaðarvarnarlyfja. Voru allir sjúklingarnir settir á blóð- þynnandi meðferð og flestir náðu góðum bata. Greinin barst til blaðsins 22. ágúst 2021, samþykkt til birtingar 5. janúar 2022.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.