Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 99 gripum heilbrigðiskerfisins. „Ætli flú- ornotkun hjá tannlæknum sé ekki besta dæmið um ríkulegan árangur. Svo má minnast á starf Hjartaverndar.“ Vilji allt sem þarf Eiríkur segir laun fyrst og fremst þann kostnað sem verði við að halda nám- skeið sem þessi sem forði börnum frá geðlægðum. „En þá þarf það að vera vilji skólastjórnenda að nýta krafta skólasál- fræðinga á þann hátt.“ Viljinn sé fyrst og fremst það sem þurfi. „Og skilningur á mikilvægi þess að grípa þurfi inn í at- burðarásina.“ Eiríkur segir að hann voni að verk- efnið, sem byggi á ævistarfi hans, fái í framtíðinni brautargengi, verði jafnvel rafrænt. „Ég held að framtíðin sé sú að reyna að höfða til ungmenna í gegnum spjald- og fartölvur.“ Eiríkur segir að hann hafi átt fundi með menntamálaráðherrum og heilbrigð- isráðherrum um mikilvægi málefnisins. „Það er tilhneiging til að beina athyglinni að þeim sem eiga við vandamálin að stríða og reyna að hjálpa þeim en minni til að koma í veg fyrir að vandamálin grafi um sig.“ En er virkilega hægt að beina fólki frá neikvæðum hugsunum? „Já, ég vil líkja þessu við að læra að hjóla. Jafnvel þótt einstaklingur stígi ekki á hjólhest í 30 ár er lítið mál að hjóla. Þetta er ekki aðeins spurning um jákvæða hugsun heldur er annað tekið til sem lýtur að athygli, virkri hlustun og lausn vandamála,“ segir Eirík- ur sem var í áratug formaður Félags um hugræna atferlismeðferð á upphafsárum þess. Eiríkur Örn Arnarson sýndi fram á að hægt er að hjálpa ungmennum að snúa neikvæðum hugsunum í jákvæðar. Rannsókn hans var endurtekin í Portúgal með sam- bærilegum árangri og námskeið eru í gangi bæði í Sví- þjóð og Grikklandi. Mynd/gag Þunglyndi meðal þungbærustu meina heimsins „Við vorum 8 sálfræðingar á Landspítala þegar ég hóf störf en yfir 80 þegar ég lauk þeim,“ segir Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur sem varði meginþorra starfsævi sinnar á geðdeild Landspítala, kenndi við læknadeild, og stundar enn vísindarannsóknir. Hann hefur á starfsævi sinni beint rannsóknum sínum að þunglyndi. Verkefnið Hugur og heilsa er einmitt afsprengi einnar slíkrar. „Þunglyndi gerir vart við sig snemma á lífsleiðinni hjá mörgum og eftir að meiriháttar geðlægð hefur komið upp hefur hún tilhneigingu til að endurtaka sig síðar á lífsleiðinni,“ segir Eiríkur og því mikilvægt að koma í veg fyrir þær. „Þunglyndi er svo algengt og hefur svo mikil áhrif á líf einstaklings og fjöl- skyldu hans, vini, atvinnurekendur og þjóðfélagið allt. Fyrir kófið var það spá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að þunglyndi muni valda næstmestri vanlíð- an og óvinnufærni á heimsvísu árið 2030.“ Eiríkur útskrifaðist með doktorsgráðu frá læknadeild Manchester University árið 1979 og er prófessor emeritus frá árinu 2019. Hann segist að vissu leyti sakna þess að kenna. „Reyndar hef ég kennt einstaka námskeið eftir þetta,“ seg- ir Eiríkur sem hóf kennslu í afbrigðasálfræði við Háskóla Íslands árið 1981 en varð dósent í læknadeild 1996 og síðar prófessor. „Ég stunda enn kennslu, er með stofu í Skipholtinu og er þar einn dag í viku en er að miklu leyti hættur,“ segir hann og brosir enda verkefnin fjölmörg á borði hans.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.