Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 20
80 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 annaðhvort með saur út úr líkamanum eða slöngvast upp vélindað upp í kok og eru þá gjarnan gómaðar þar af þeim sem hýst hafði lirfuna. Fyrstu tvö staðfest tilfelli hringormasmits í fólki hér á landi eru frá árunum 2004 og 2005 þegar tegundin Pseudoterranova decipi- ens fannst í koki einstaklinga sem áður höfðu lagt sér til munns hálfeldaðan steinbít.8 Eftir þetta hafa hringormar, sem gengið hafa upp eða niður af fólki hérlendis, og lirfur sem fundist hafa í fæðu sem þótti tilbúin til neyslu, ítrekað verið send að Keldum með ósk um tegundagreiningu. Markmið þessarar samantektar er að kynna athuganir á hring- ormum sem borist hafa að Keldum og tilgreina hvar, hvernig, hversu lengi og við hvaða aðstæður viðkomandi smitaðist af lirf- unni og úr hvaða sjávarfangi hún var talin vera komin. Sjúkdóms- einkenni sem sumir lýstu aðspurðir eru einnig nefnd. Efniviður og aðferðir Á tímabilinu 2004-2020 bárust hringormar frá 18 manns til rann- sókna að Tilraunastöðinni á Keldum. Í nokkrum tilvikum mættu viðkomandi á staðinn með orminn í glasi, sumir fengu heimilis- lækni sinn til að senda lirfuna að Keldum en flestar lirfurnar bárust eftir að hafa fyrst verið sendar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala þar sem greiningar á iðrasníkjudýrum hafa farið fram eftir að þær voru fluttar frá Keldum um síðustu aldamót. Lengd hverrar lirfu var mæld í millimetrum og ytra útlit skoð- að í víðsjá. Til að geta skoðað innri líffæri í smásjá voru lirfurn- ar gerðar gegnsæjar í mjólkursýru eða glýseróli og sjónum beint meðal annars að tilvist eða legu botnlanga nálægt framenda lirf- anna (mynd 1, mynd 2). Við tegundagreiningar var stuðst við greiningarlykil eftir Lick13 en þar er að finna ljósmyndir og ná- kvæmar lýsingar á þeim breytingum sem verða þegar Pseudoterra- nova, Anisakis, Contracaecum og Phocascaris-lirfur þroskast af þriðja stigi (L3) yfir á fjórða stig (L4). Margar lirfanna voru ljósmyndaðar með stafrænni myndavél (Leica DC 300). R A N N S Ó K N Niðurstaða tegundagreiningar var kynnt heimilislækni þess sem fundið hafði lirfuna og komið henni í greiningu. Síðan var haft samband við viðkomandi og spurt út í aðstæður þegar smit var talið hafa átt sér stað (hvar, úr hvaða sjávarfangi), farið yfir tímasetningar og beðið um lýsingar á sjúkdómseinkennum, ef ein- hver voru, meðan viðkomandi hýsti lirfuna. Þegar barn átti í hlut var upplýsinga aflað hjá foreldrum. Niðurstöður Sextán af þeim 18 hringormslirfum sem bárust til greiningar að Keldum á árabilinu 2004 til 2020 voru af tegundinni P. decipiens (89%), tvær lirfur voru af tegundinni Anisakis simplex (11%). Aldur hinna smituðu var allt frá því að vera börn á bleyjualdri upp í fólk á níræðisaldri (tafla I, tafla II). P. decipiens-lirfur fundust oftast (í 11 tilvikum) í koki eða munni eftir að hafa slöngvast þangað upp úr maga viðkomandi upp eftir vélindanu. Í einu tilfellanna fann sá smitaði lirfu af þessari tegund sprikla við endaþarmsop við þrif eftir salernisferð, í öðru tilviki sá móðir lirfu í ælu barns sem kastað hafði upp (tafla I). Í þeim þremur tilvikum sem enn eru ótalin sást lifandi P. decipiens-lirfa í fiskbita sem ætlunin hafði verið að stinga upp í munn og borða (tafla II). Í báðum Anisakis simplex-tilfellunum áttu börn hlut að máli. Í öðru tilvikinu sást lifandi lirfa hreyfa sig í hægðum við bleyju- skipti, í hinu tilfellinu var lirfan dauð og fannst ekki fyrr en barn spýtti henni út úr sér eftir að hafa verið matað á soðnum fiski (sjá neðar). Lirfan var ennþá að hluta til hulin í bandvefshjúp þegar hún barst að Keldum. P. decipiens-lirfur lifðu að meðaltali í rúmlega fjóra sólarhringa í maga þeirra sem smituðust (tafla I). Skemmst er talið að liðið hafi um einn sólarhringur áður en lirfan skilaði sér aftur upp í kok, lengst er talið að 9 dagar hafi liðið áður en lirfan barst upp í munn. Oftast taldi fólk sig hafa hýst lirfuna í 4 til 5 daga. Anisakis-lirfan sem móðir fann lifandi við bleyjuskipti á barni sínu var talin hafa lifað í þrjá daga. Mynd 2. Þriðja stigs lirfur (L3) tveggja hringormstegunda sem eru algeng sníkjudýr í fiski á Íslandsmiðum. Stóra, brúnleita tegundin, 33 mm löng, er Pseudoterranova decipiens (fullorðinsstigið oft nefnt selormur) og var hún inni í bandvefshjúpi í þunnildi þorsks. Ljósa, upprúllaða lirfan er tegundin Anisakis simplex (fullorðins- stigið oft nefnt hvalormur) og sat hún utan á lifur þorsks umlukin bandvefshjúpi. Þessi tegund er algeng í uppsjávarfiskum eins og í loðnu, síld og makríl. Mynd: Karl Skírn- isson. Mynd 1. Framhluti 33 mm langrar fjórða stigs lirfu (L4) hringormsins Pseudoterra- nova decipiens sem kona hóstaði upp í kok 5 dögum eftir að hafa borðað lítið eldaðan steinbít. Hvít ör bendir á 0,7 mm langan framvísandi botnlanga sem er eitt grein- ingareinkenna tegundarinnar. Mynd: Karl Skírnisson. Myndin hefur áður verið birt í Læknablaðinu.8

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.