Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 28
88 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N sjúklingar voru með undirliggjandi sýkingar (6%). Aðrir þekktir áhættuþættir stokkasega fundust hjá 12 sjúklingum (39%). Fjórir þeirra voru með ofþornun (13%), þrír voru með höfuðáverka (10%) og fimm voru með offitu (16%). Enginn sjúklingur var með bólgu- sjúkdóm og enginn var þungaður eða í sængurlegu. Greining á stokkasega var staðfest með myndgreiningu hjá öll- um sjúklingum. Einn sjúklingur fór í segulómun (3%) eingöngu, 13 (42%) fóru í tölvusneiðmynd (TS) og/eða TS bláæðamyndatöku og 17 (55%) einstaklingar fóru bæði í segulómun og tölvusneiðmynd. Algengasta staðsetningin fyrir stokkasega var í þverstokkum (transverse sinus) hjá 23 einstaklingum (74%) og efri þykktarstokki (superior sagittal sinus) hjá 14 manns (45%) (mynd 3). Stokkasegi kom fram í tveimur eða fleiri bláæðastokkum hjá 18 einstakling- um (58%). Fjórir sjúklingar sýndu merki um heiladrep við mynd- greiningu (13%) og 8 sýndu merki um heilablæðingu (26%). Átta sjúklingar voru bæði með heiladrep og heilablæðingu (26%). Yfirlit yfir meðferð sjúklinga sést í töflu III. Allir sjúklingarnir voru settir á blóðþynningarmeðferð, jafnvel þeir sem voru með heilablæðingu. Algengast var að hefja meðferð á heparíni eða létt- heparíni og síðan tók við meðferð á warfaríni. Sex sjúklingar fóru á NOAC-lyf (New Oral Anticoagulants) (19%). Fimmtán sjúklingar (48%) voru á blóðþynningu í 6 mánuði eða skemur, en 16 voru á blóðþynningu lengur en 6 mánuði, þar af voru 9 sjúklingar settir á langtíma- eða ævilanga blóðþynningarmeðferð. Einnig voru allir Tafla III. Yfirlit yfir meðferð stokkasega. Heildarfjöldi n=31 (%) Kyn Konur n=22 (%) Karlar n=9 (%) Lyfjameðferð Heparín/léttheparín 28 (90) 20 (91) 8 (89) Warfarín 24 (77) 17 (77) 7 (78) NOAC-lyfa 6 (19) 3 (14) 3 (33) Flogaveikilyf 7 (23) 3 (14) 4 (44) Lengd sjúkrahúsvistar ≤1 mánuður 29 (94) 21 (96) 8 (90) >1 mánuður 2 (6) 1 (5) 1 (11) Innlögn á gjörgæsludeild 10 (32) 6 (27) 4 (44) Skurðaðgerð 3 (10) 2 (9) 1 (11) aNOAC (New Oral Anticoagulants) Mynd 3. Kökurit sem sýnir algengustu staðsetningar stokkasega. Mynd 4. Afdrif einstaklinga með stokkasega þremur mánuðum eftir greiningu sam- kvæmt modified Rankin-skala. sjúklingarnir lagðir inn á sjúkrahús. Meðallegutími var 15,3 dagar. Tíu voru lagðir inn á gjörgæslu í styttri eða lengri tíma (32%). Þrír sjúklingar (10%) þurftu á skurðaðgerð/-um að halda. Allir þrír gengust undir bráða kúpuopnun vegna blæðingar. Auk tæmingar á blæðingu voru framkvæmd brottnám á höfuðkúpubeini til þrýstingslækkunar (decompressive craniectomy) og hlutabrottnámi á heilavef (partial lobectomy) til þrýstingslækkunar. Einn sjúklingur lést vegna hnykiltjaldshaulunar í kjölfar stokkasega (3,3%). Fimm þróuðu flogaveiki í kjölfar stokkasegans (16%). Tveir sjúklingar fengu aftur stokkasega (6%) á eftirfylgdar- tímanum og þrír fengu bláæðasega af annarri gerð (10%). Upp- lýsingar um afdrif sjúklinga voru til staðar hjá 30 manns. Þremur mánuðum eftir greiningu mældust 26 sjúklingar með 0-2 á mRS skalanum (fullur/nær fullur bati (87%)), þrír mældust með 3-5 á mRS skala (10%) og einn sjúklingur lést (6 á mRS skala) (mynd 4). Umræða Á árunum 2008-2020 greindist 31 einstaklingur með staðfestan stokkasega, á bilinu 1-4 á ári. Meðalnýgengið var 0,7 á hverja 100.000 íbúa á ári. Nýgengið er í samræmi við erlendar rannsókn- ir, þar sem nýgengið hefur verið á bilinu 0,2-2,0 tilfelli á hverja 100.000 íbúa.3-6,8 Á Íslandi voru konur í miklum meirihluta, um 70%, sem er sambærilegt við aðrar rannsóknir (68-85%).9-12 Meðal- aldurinn þýðisins var 34,3 ár sem er heldur lægra en í rannsóknum frá Argentínu, Túnis, Noregi og tveimur stærstu rannsóknum sem gerðar hafa verið á stokkasega – ISCVT- og VENOST-rannsóknun- um (37,3-43,2 ár).9-11,13,14 Ekki var marktækur munur á meðalaldri milli kynja (p=0,3). Í langflestum rannsóknum um stokkasega hafa yngri kon- ur verið í meirihluta. Stokkasegi á sér oftar stað hjá ungu fólki en heilablóðföll vegna blóðsega í heilaslagæðum.15 Sennilegasta skýringin er sú að stærstu áhættuþættir stokkasega koma fram í konum á barneignaraldri: getnaðarvarnarlyf, meðganga og sæng-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.