Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 36
96 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Hversu mörgum sjúklingum getur einn læknir borið ábyrgð á? Hvert er þakið?“ spyr Steinunn Þórðardóttir, nýr formaður Læknafélags Íslands, spurð um það mikla álag á lækna sem afhjúpast í niðurstöðum könnunar Berglindar Bergmann á aðstæð- um almennra lækna á Landspítala. Stein- unn segir að kortleggja þurfi álagið og skilgreina hvar mörkin liggi. „Við læknar upplifum á mörgum stöðum í kerfinu að það sé opinn tékki á starfsframlag okkar. Við erum látin vinna tvöfalt ef það vantar starfsfélaga í vinnu án þess að fá umbun fyrir. Það þykir eðli- legt að við vinnum tvöfalt eða þrefalt og ekki er litið á það sem undantekningartil- vik og gerist því ítrekað,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að skilgreint sé hvað er eðlilegt álag á okkur lækna. Það er til hugtak sem heitir hjúkrunarþyngd og því ekki hægt að hafa opin legurými ef vantar hjúkrunarfræðinga. Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur því oft dregið óbeint úr álagi á lækna og komið okkur þannig til bjargar, ef svo má segja,“ segir Steinunn um aðbúnað og álag á Landspít- ala. Skilgreina þurfi álagið rétt eins og gert hafi verið hjá hjúkrunarfræðingum. „Það er mjög íþyngjandi að hafa þenn- an opna tékka á lækna,“ segir hún. Steinunn, sem er yfirlæknir heilabilun- arhluta öldrunardeildar Landspítala, hefur frá áramótum starfað af krafti sem nýr for- maður Læknafélagsins. „Ég hef ekki stefnt að því árum eða áratugum saman að taka við sem formað- ur Læknafélagsins en þetta var farið að hvarfla að mér,“ segir hún við fundar- borðið á skrifstofu sinni í Hlíðasmára. „Mér finnst mikilvægt að skilgreint sé hvað er eðlilegt álag á okkur lækna,“ segir Steinunn Þórðardóttir, nýr formaður Læknafélagsins. Hún vill að álagið á stéttina sé metið rétt eins og gert hafi verið hjá hjúkrunarfræðingum. Læknablaðið skyggnist á bakvið tjöldin og fer yfir verkefnin sem bíða nýs formanns ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Framvirk hugsun sparar útgjöld og fækkar áföllum V I Ð T A L Læknablaðið ræðir við hana um fyrstu dag- ana í starfi og helstu verkefni framundan. Ræðir stöðu heilbrigðiskerfisins. „Við þurfum að komast á þann stað að við séum ekki alltaf að slökkva elda. Á þann stað að við höfum tíma fyrir góða stefnumótun og aðgerðir í samræmi við hana til framtíðar. Þá er ég ekki aðeins að tala um í félaginu heldur í samfélaginu í heild.“ Stefnuleysið sé landlægur vandi. „Við þurfum framtíðarsýn og að vinna að henni. Fá heildræna sýn á kerfið,“ segir hún. COVID-faraldurinn hafi afhjúpað að heilbrigðiskerfið sé ekki undirbúið fyrir áföll. „Við höfum staðið okkur gríðar- lega vel vegna mannauðsins og þar sem fagfólkið okkar hefur fengið að stýra vinnunni umfram það sem oft er á rólegri tímum. Við ættum að nýta þennan lær- dóm til framtíðar: að stjórnvöld hafi stór- aukið samráð við fagfólkið á gólfinu um hvert eigi að stefna.“ Lengi sinnt félagsstarfi Þessi öldrunarlæknir og þriggja barna móðir hefur lengi sinnt félagsstörfum lækna, lengur en margur heldur. Hún fylgdi föður sínum Þórði Harðarsyni, fyrrverandi yfirlækni á Landspítala og heiðursprófessor við Háskóla Íslands, fast eftir á aðalfundi félagsins strax á ung- lingsaldri. „Já, hann gaf mér þessa bakteríu þótt það hafi verið þroskuð ákvörðun að fara í læknisfræðina. Ég hef alltaf haft áhuga á félagsmálum lækna,“ segir Steinunn sem tók við formennsku nýstofnaðs Lækna- ráðs á Landspítala eftir að það fyrra, sem var ráðgefandi samkvæmt lögum, var lagt niður 2020. „Þessi hugmynd hefur vaxið innra með mér og fékk byr undir báða vængi þegar ég varð formaður Læknaráðs,“ segir Steinunn og lýsir hvernig hún hafi séð þörf á að beita sér fyrir betri vinnu- aðstæðum og kjörum lækna. Ýmsir hafi hvatt hana áfram þegar ljóst varð að kjósa þyrfti nýjan formann félagsins. „Ég ákvað að taka þessari áskorun og er mjög spennt,“ segir Steinunn sem hefur líklega forystugenin ekki síður frá móður sinni, Sólrúnu Björgu Jensdóttur, sem varð fyrst kvenna skrifstofustjóri í ráðuneyti hérlendis. Læknar og hjúkr- unarfræðingar séu þó allt um kring í fjöl- skyldunni. „Já, maðurinn minn er líka læknir,“ viðurkennir hún og vísar til Árna Gríms Sigurðssonar röntgenlæknis í Orkuhús- inu. „Við höfum oft hlegið að því að það vanti meiri breidd í nærumhverfið. Það væri gott að hafa iðnaðarmenn í fjöl- skyldunni,“ segir hún og brosir. En verður meira hlustað á lækna nú eftir COVID? „Ég ætla rétt að vona það.“ Hún sjái aðeins jákvæðar hliðar á því að heilbrigðisstéttir séu með í ráðum. „Það hefur komið mjög sterkt ákall frá læknum um það,“ segir hún og vísar til mótunar COVID-göngudeildarinnar, þar sem heilbrigðisstarfsfólk réð ferðinni. Dæmi um hið gagnstæða sé málið með leghálssýnin, þar hafi læknar kvartað undan samráðsleysi. „Meðal annars Félag fæðinga- og kven- sjúkdómalækna og Félag rannsóknar- Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.