Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 40
100 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L Lóa Guðrún Davíðsdóttir meltingarlæknir stýrir íslenskum hluta norrænnar rannsóknar á þarmabólgusjúkdómi sem styrkt hefur verið um þrjár milljónir evra, ríflega 400 milljónir íslenskra króna. „Fjárstyrkurinn er fljótur að klárast,“ segir Lóa sem leitar að 30 þátttakendum ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vill 30 Íslendinga í norræna þarmabólgurannsókn „Þarmabólgusjúkdómur veldur veru- legri skerðingu á lífsgæðum en þetta er langvinnur bólgusjúkdómur í meltingar- vegi sem hrjáir um 0,5% þjóðarinnar,“ segir Lóa Guðrún Davíðsdóttir, meltingar- læknir á Landspítala, sem stýrir íslensk- um hluta norrænnar rannsóknar á þarma- bólgu. Lóa segir sjúkdóminn skiptast í sáraristilbólgu og Crohns-sjúkdóm. Til að greina hann þurfi að gera ristilspeglun með vefjasýnum og stundum myndgrein- ingu. „Sáraristilbólga getur teygt sig frá endaþarmi og upp eftir ristlinum. Crohns- sjúkdómurinn getur lagst á alla hluta garnarinnar,“ lýsir hún og að gangur sjúk- dómsins geti verið hraður og hann svarað illa meðferð. „Þetta krefst oft endurtekinna innlagna á spítala og jafnvel aðgerða á görnunum,“ segir hún, og að sjúkdómurinn geti leitt til ristilkrabbameins. Fá þrjár milljónir evra Rannsóknin sem kallast Nordtreat, eða nánar tiltekið The Nordic IBD treatment strategy trial, er samstarfsverkefni Sví- þjóðar, Danmerkur, Noregs og Íslands. Aðstandendur hennar hlutu þriggja millj- óna evru styrk frá NORDFORSK, sem er stofnun rekin á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar til að stuðla að auknu rann- sóknasamstarfi Norðurlandanna. Rannís styrkti Landspítala til rannsóknarinnar en stofnanirnar starfa saman. „Alþjóðlegt samstarf er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir Landspítala,“ segir Lóa. „Helstu rannsakendur innan þarmabólgusjúkdóma á Norðurlöndunum standa að þessari rannsókn. Aðalmarkmið hennar er að ná til þeirra sjúklinga sem líklegt er að hafi verri sjúkdómshorfur með því að greina ákveðin áhættuprótín (novel objective protein signature) í blóði þeirra og veita þeim einstaklingsmiðaða meðferð strax í upphafi.“ Þannig megi mögulega koma í veg fyrir eða minnka alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins. Einnig verði aðrir þættir skoðaðir, eins og áhrif baktería í görn, erfðaþættir, lífsstíll og mataræði. „Við þurfum 750 sjúklinga til að rann- sóknin verði marktæk og vonumst til að geta fengið allt að 30 manns á Íslandi. Um 70 greinast hér á landi á ári og því getur orðið á brattann að sækja að ná tilskildum fjölda,“ segir hún en er vongóð enda þurfi aðeins að vera líkur á að þátttakendur séu með þarmabólgusjúkdóm. Þeir þurfi að hafa haft niðurgang og/eða blóð í hægð- um í meira en tvær vikur til að koma til greina. „Ef sjúklingar með þessi einkenni leita til heimilislækna eða annarra sérfræðinga mega þeir gjarnan hafa samband við mig á Landspítala,“ segir Lóa. Fæddist í Svíþjóð Aðeins eru 6 ár síðan Lóa sneri frá Sví- þjóð þar sem hún lærði og starfaði á Kar- ólínska. Synir hennar þrír fylgdu með en maður hennar, Björn Haraldsson, starfar enn sem verkfræðingur í Svíþjóð; er þar með annan fótinn, svona eins og COVID leyfir. „Ég er fædd og uppalin til 6 ára aldurs í Svíþjóð og fór alltaf þangað á sumrin að vinna. Það var því augljóst mál að fara þangað í framhaldsnám.“ Lóa sækir læknisáhugann ekki langt en pabbi henn- ar er Davíð Gíslason ofnæmislæknir sem líka þar var ytra í sérnámi. „Ég ákvað að fara í læknisfræði eftir að hafa varið unglingsárum mínum á Vífilsstöðum. Fyrst við garðyrkju í fallegu umhverfi spítalans og svo á húðdeildinni og lungnadeildinni. Meltingarlæknis- fræði varð svo fyrir valinu þar sem þessi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.