Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Síða 38

Læknablaðið - 01.02.2022, Síða 38
98 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L Skima ætti fyrir þunglyndi á unglingastigi grunnskólanna og hjálpa ungmennum sem sýna einkenni til að takast á við hugsanir sínar. Þetta segir Eiríkur Örn Arnarson, prófessor emeritus við læknadeild Háskóla Íslands. Hann segir að með réttum forvörnum megi létta á heilbrigðiskerfinu til lengri tíma ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Grípum ungmennin og snúum neikvæðu hugsanamynstri þeirra í jákvætt „Stigveldisaukning verður á geðlægð ungmenna í 9. bekk. Kynjamunurinn fer að koma fram en þunglyndi er helmingi algengara meðal stúlkna en drengja. Við 18 ára aldur er talið að um 15% ungmenna hafi lifað meiriháttar lotu geðlægðar,“ segir Eiríkur Örn Arnarson, prófessor em- eritus við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Eiríkur gerði rannsókn á árangri þess að skima 14-15 ára unglinga fyrir um áratug. Ungmenni með mörg einkenni geðlægðar sátu þriggja mánaða námskeið, 14 skipti, þar sem þau lærðu meðal annars að snúa neikvæðu hugsanamynstri í já- kvætt. Árangurinn lét ekki á sér standa. Íslenskt hugvit í útrás „Það kom í ljós við eftirfylgd ári eftir námskeiðið að þau sem sátu það ekki, samanburðarhópurinn, voru 5 sinnum líklegri til að hafa þróað með sér lotu geðlægðar á þessu eina ári en hin sem það sátu,“ segir Eiríkur. Rannsóknin, sem hann vann með bandaríska sálfræðingn- um Edward Craighead, vakti athygli þegar hún birtist í fagtímaritinu Behaviour Research and Therapy. „Gagnrýnt var að íslenskt þjóðfélag væri svo einsleitt að ekki væri hægt að yfirfæra niðurstöðurnar á önnur samfé- lög. Portúgalar fengu hins vegar áhuga á að gera verkefnið. Niðurstöðurnar þar voru sambærilegar þeim sem við höfðum fengið hér á landi. Það var ánægjulegt því menningarsamfélagið er gjörólíkt. Nú er verið að endurtaka rannsóknina í Svíþjóð í samvinnu heilsugæslu og skóla og einnig í Þessalóníku í Grikklandi,“ segir hann. „Það sem er ánægjulegt við rann- sóknina í Svíþjóð er að heilsugæsla og skóli vinna saman. En þegar við fram- kvæmdum rannsóknina hér á landi fannst skólanum oft að svona rannsókn ætti að fara fram innan heilbrigðiskerfisins, en þar sem þessir nemendur uppfylltu ekki klínísk skilmerki fyrir þunglyndi en voru með einkenni þess var þetta ekki talið verkefni heilsugæslunnar.“ Eiríkur bendir á að þunglyndi sé al- gengt. „Það er þjóðhagslega hagkvæmt að reyna að byrgja brunninn,“ segir hann og bendir á að þetta verkefni falli vel að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna að fækka ótímabærum dauðsföllum vegna annarra en smitsjúkdóma um þriðjung fyrir árið 2030 með fyrirbyggjandi aðferð- um og meðferð og stuðla að geðheilbrigði og vellíðan. Forvörnum fórnað Eiríkur lýsir því hvernig námskeiðið hafi verið prufukeyrt á Seltjarnarnesi og haldið þar, á Akureyri, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, einum skóla í Reykjavík, Garðabæ og í Mosfellsbæ þar sem það hafi í kjölfarið lifað lengst. Forvarnir sem þess- ar margborgi sig hins vegar. „Mér finnst leitt að það skuli vera til gagnreynt verkefni eins og þetta sem ekki er nýtt hér á landi þrátt fyrir að það sé aðgengilegt og mikil vinna hafi verið lögð í að þróa það,“ segir Eiríkur. En hvað veldur? „Forvarnir hafa kannski ekki átt upp á pallborðið í íslensku samfélagi þótt þær skipti máli. Þær eru oft það fyrsta sem menn spara við sig þegar kreppir að,“ seg- ir hann. Þá sé skólakerfið mjög fáliðað af sálfræðingum sem geti boðið upp á þessi námskeið. „Ég veit að þeir hafa mikið að gera við greiningar en minni tíma til að bjóða meðferð. Þegar þeir hafa greint vand- ann þurfa þeir að beina ungmennunum áfram en á BUGL og heilsugæslunni er ekki heldur nægur mannafli til að sinna þessum einstaklingum,“ bendir Eiríkur á. Þar af leiðandi myndist stíflur. „Það er ákveðið misrétti og ekki viðunandi að fólk geti ekki leitað eftir sálfræðiþjónustu á sama hátt og annarri heilbrigðisþjónustu.“ Hann segir að forvarnir sem þessar hafi hins vegar sannað sig og létti á inn-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.