Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 101 sérgrein er einfaldlega skemmtilegust og fjölbreyttust,“ segir hún sposk og Lækna- blaðið frábiður sér pósta um að það sé nú ekki rétt! „Ég flutti til Stokkhólms og hóf mitt framhaldsnám 2004. Við fjölskyldan höfð- um það mjög gott þar. Ég var afskaplega ánægð á Karólínska sjúkrahúsinu,“ segir Lóa sem byrjaði í rannsóknum í lifrar- lækningum og tók doktorsprófið þaðan en þarmabólgan hafi heillað hana þegar hún hóf að spegla. „Ég hef haldið mig við það síðan enda mikið að gerast í undirsér- greininni.“ Ísland togaði þau heim Lóa segir að eftir 12 ár í Svíþjóð hafi ekk- ert annað komið til greina en að koma heim. „Við vorum afar hamingjusöm í Svíþjóð. Búin að kaupa hús og ætluðum ekki að fara. En svo gerðist eitthvað,“ segir Lóa og lýsir því hvernig Ísland togi þau til sín. „Elsti strákurinn okkar átti að fara í menntaskóla og þá allt í einu kom ekkert annað til greina en að drífa okkur heim.“ Þau séu sæl á Íslandi. „Drengirnir eru mjög ánægðir,“ segir Lóa og lýsir því hvernig sá yngsti hafi aðeins talað sænsku þegar þau fluttu heim. „Svo skipti hann yfir í íslensku en hefur vart sagt orð á sænsku síðan.“ Þau hjónin hafi þurft aðeins lengri aðlögunar- tíma. „Við söknuðum Svíþjóðar og förum reglulega saman út.“ Hún hitti fyrrum vinnufélagana og njóti þess að vera ytra. Það hafi þó verið frábært að koma heim. Hún hafi verið í góðu sambandi við Einar Stefán Björnsson yfirlækni á meðan sér- námi stóð og vel hafi verið tekið á móti henni á meltingardeildinni við komuna heim. „Ég fékk strax að taka þátt í að byggja upp göngudeild þarmabólgusjúkdóma og stofna gæðagagnaskrá þarmabólgu- sjúkdóma og líftæknilyfja sem heitir því íslenska nafni ICE-IBD.“ Lóa segir að nú einbeiti hún sér að rannsókninni. „Ég hvet lækna til að hafa samband við mig ef þeir telja sjúklinga sína heppilega í þessa rannsókn. Inn- taka í rannsóknina hefst í febrúar í ár en henni lýkur eftir eitt ár. Eftirfylgni hvers einstaklings fyrir sig lýkur svo eftir eitt ár.“ Lóa Guðrún Davíðsdóttir, læknir á meltingardeild Landspítala, stýrir íslenskum hluta norrænnar þarma- bólgurannsóknar. Hér er hún á göngum Læknasetursins þar sem hún starfar. Mynd/gag „Við þurfum 750 sjúklinga til að rannsóknin verði marktæk og vonumst til að geta fengið allt að 30 manns á Íslandi. Um 70 greinast hér á landi á ári og því getur orðið á brattann að sækja að ná tilskildum fjölda“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.