Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 87 R A N N S Ó K N Meðalaldur karla var 39,1 en 32,4 ár meðal kvenna (p=0,3). Einn sjúklingur hafði fyrri sögu um stokkasega. Fjórir sjúklingar höfðu fyrri sögu um bláæðasega af annarri gerð en stokkasega. Algengustu einkennin voru höfuðverkur (87%), staðbundin taugaeinkenni (39%), flog (36%) og sjóntruflanir (23%). Höfuðverkn- um fylgdu ógleði og uppköst í um 70% tilfella. Staðbundin tauga- einkenni voru helftarlömun, málstol, verkstol og breytt snerti skyn í andliti og/eða útlimum. Fjórir sjúklingar fengu staðbundin flog (13%), einn fékk störuflog (3%) en 10 fengu alflog (32%). Fimm sjúk- lingar (16%) voru með skerta meðvitund við komu á bráðamót- töku. Tími frá upphafi einkenna til staðfestrar greiningar var að meðaltali 9,2 dagar. Fjórtán manns (45%) höfðu bráð einkenni (<48 klst), 15 (48%) höfðu meðalbráð einkenni (48 klst-30 dagar) og tveir (6%) höfðu haft langvinn einkenni (>30 dagar) fram að greiningu. Yfirlit yfir þekkta áhættuþætti fyrir stokkasega má sjá á töflu II. Fjórir sjúklingar (13%) höfðu engan þekktan áhættuþátt. Fjór- tán sjúklingar höfðu einn áhættuþátt (45%), 7 höfðu tvo áhættu- þætti (23%) og 8 höfðu þrjá eða fleiri áhættuþætti (26%). Algengasti áhættuþátturinn var lyf (65%) og var þar marktækur munur á milli kynja (p=0,01) þar sem 73% kvenna sem greindust með stokkasega voru á getnaðarvarnarlyfjum. Fimm sjúklingar höfðu ættgenga segahneigð (16%). Af þeim höfðu tveir sjúklingar Factor V Leiden-stökkbreytingu (6%), einn sjúklingur hafði bæði antithrombín-skort og prótein S-skort (3%) og tveir höfðu JAK-2-stökkbreytingu (6%). Fimm sjúklingar voru með undirliggjandi blóðsjúkdóma (16%), þar af voru tveir með blóðríki (polycythemia vera), einn með blóðflagnafjölgun (essential thrombocythemia) og tveir með blóðleysi. Fjórir sjúklingar voru með krabbamein (13%), þar af tveir með bráðahvítblæði (6%). Tveir Tafla I. Lýðfræði og einkenni stokkasega við greiningu. Heildarfjöldi n=31 (%) Kyn Konur n=22 (%) Karlar n=9 (%) Meðalaldur 34,3 ár (14-63) 32,4 ár (14-61) 39,1 ár (16-63) Tími frá einkennum til greiningar <48 klukkustundir 14 (45) 8 (36) 6 (67) 48 klst – 30 dagar 15 (48) 12 (55) 3 (33) >30 dagar 2 (6) 2 (9) 0 (0) Einkenni Höfuðverkur 27 (87) 20 (91) 7 (78) Staðbundin taugaeinkenni 12 (39) 8 (36) 4 (44) Flog 11 (36) 7 (32) 4 (44) Sjóntruflanir 7 (23) 5 (22) 2 (22) Skert meðvitund 5 (16) 5 (23) 0 (0) Tafla II. Þekktir áhættuþættir stokkasega. Heildarfjöldi n=31 (%) Kyn Konur n=22 (%) Karlar n=9 (%) Enginn þekktur áhættuþáttur 4 (13) 2 (9) 2 (22) Ættgeng segahneigð 5 (16) 4 (18) 1 (11) Factor V Leiden-stökkbreyting 2 (6) 1 (5) 1 (11) Antithrombin-skortur 1 (3) 1 (5) 0 (0) Prótein S-skortur 1 (3) 1 (5) 0 (0) JAK-2-stökkbreyting 2 (6) 2 (9) 0 (0) Áunnin segahneigð 1 (3) 0 (0) 1 (11) Antifosfólípíð-heilkenni 0 (0) 0 (0) 0 (0) Blóðríki (polycythemia vera) 2 (6) 1 (5) 1 (11) Blóðflagnafjölgun (thrombocythemia) 1 (3) 1 (5) 0 (0) Járnskortsblóðleysi 2 (6) 2 (9) 0 (0) Krabbamein 4 (13) 2 (9) 2 (22) Blóðkrabbamein 2 (6) 0 (0) 2 (22) Önnur krabbamein 2 (6) 2 (9) 0 (0) Sýkingar 2 (6) 2 (9) 0 (0) Innan miðtaugakerfis 0 (0) 0 (0) 0 (0) Utan miðtaugakerfis 2 (6) 2 (9) 0 (0) Lyf 20 (65) 18 (82) 2 (22) Getnaðarvarnarlyf 16 (52) 16 (73) N/A Barksterar 3 (10) 1 (5) 2 (22) Krabbameinslyf 3 (10) 1 (5) 2 (22) Pegaspargasi 2 (6) 0 (0) 2 (22) Methotrexate 2 (6) 0 (0) 2 (22) Palbociclib 1 (3) 1 (5) 0 (0) Fulvestrant 1 (3) 1 (5) 0 (0) Doxorubicin 1 (3) 0 (0) 1 (11) Vincristin 1 (3) 0 (0) 1 (11) Aðrar orsakir 12 (39) 10 (46) 2 (22) Ofþornun 4 (13) 4 (18) 0 (0) Höfuðáverkar 3 (10) 2 (9) 1 (11) Offita 5 (16) 4 (18) 1 (11)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.