Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.02.2022, Blaðsíða 22
82 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 meðan að hann hýsti orminn, sá sami fann fyrir sárum verk efst í maganum og hann kúgaðist og ældi dögum saman áður en lirfan gekk loks upp í kok en þá hurfu einkennin. Eftir að lirfan var horf- inn út úr líkamanum kvörtuðu sumir yfir því að hafa tímabund- ið fundið fyrir óþægindum í hálsi, einn nefndi kitl í koki, annar kvaðst hafa fundið fyrir ertingu í hálsi í 12 daga eftir að ormurinn fannst uppi í kokinu. Nokkrir aðspurðra kváðust ekki hafa fund- ið fyrir neinum einkennum meðan ormurinn var í maga. Eftir að lirfan hafði verið send í greiningu fundu sumir fyrir ógeðstilfinn- ingu og velgju við tilhugsunina um það hvað þeir höfðu gengið í gegnum. Umræður Niðurstöðurnar staðfesta að fólk á Íslandi smitast af og til af lif- andi hringormum. Gerist slíkt eru mestar líkur á því að þar sé á ferðinni P. decipiens, tegund sem þekkt er að því að valda mörgum þeirra sem smitast tímabundnum óþægindum.9,16 Þessi einkenni hverfa fljótlega þegar lirfan hefur losað sig úr magaslímhúðinni. Líkurnar á því að finna Anisakis simplex í fólki hér á landi virðast vera mun minni. Engu að síður er sú hætta fyrir hendi eins og stað- fest var við fund á lirfu í hægðum bleyjubarns sem talið er að hafi fengið lirfuna við neyslu á vanelduðum fiski á barnaheimili. Í því tilviki gekk lirfan niður meltingarveginn. Hún hafði ekki náð að bora sig út úr meltingarveginum. Sumir aðspurðra í þessari athug- un töldu sig ekki hafa fundið fyrir neinum sársauka eða vanlíðan þrátt fyrir að hafa um hríð sannarlega hýst Pseudoterranova-lirfu. Í þeim tilvikum er líklegast að lirfurnar hafi ekki náð að festa sig í slímhúð magans heldur gæti lirfan hafa legið laus í magaholinu. Tvö önnur sjúkdómsform eru þekkt í mönnum sem hýsa tímabundið lifandi hringormslirfu.16 Annað þeirra á sér stað þegar lirfan hefur náð að festa sig aftast í munnholi eða í koki. Í einu tilviki í þessari rannsókn var greint frá ertingu í hálsi sem varaði í 12 daga eftir að lirfa hafði fundist þar laus. Mögulega hafði hún náð að festa sig um tíma í byrjun sýkingar. Hitt sjúkdómsformið er alvarlegra en það kemur fram þegar lirfan nær að bora sig út úr maga eða þörmum og fer á flakk í líkamsholinu. Komi slíkt í ljós er mögulegt að fjarlægja slíkar lirfur með með skurðaðgerð.7,9,16 Anisakis-lirfur eru þekktar að því að valda ofnæmi í fólki, og geta bæði lifandi og dauðar lirfur valdið ofnæmisviðbrögðum (IgE miðlað svar) berist þær niður í meltingarveg, viðbrögðin geta verið ofsakláði, ofnæmisbjúgur (angioedema), astmi eða bráðaof- næmi (anaphylaxis).17 Að minnsta kosti eitt tilvik bráðaofnæmis af völdum A. simplex hefur verið staðfest í manneskju hér á landi18 en óljóst er hvort og þá hvaða viðbrögð Pseudoterranova-lirfur geta orsakað í fólki.17 Ekki reyndist vera lengdarmunur á þriðja og fjórða stigs P. decipiens-lirfum í þessari rannsókn (tafla I) en lirfur sem ná að festa sig í magavegg hýsilsins og fara að næra sig þar og þroskast bæði lengjast og gildna. Líkleg skýring á því að enginn lengdarmunur kom í ljós er mikill breytileiki á stærð lirfanna þegar smitun á sér stað. Þannig er til dæmis vitað að smithæfar þriðja stigs Pseudo- terranova-lirfur í sjávarfangi geta verið allt frá 20 mm upp í 60 mm langar og skiptir þar máli hvaða fisktegundir eiga í hlut og aðset- ursstaður lirfanna í fiskinum.16,19 Hringormasmit hefur verið staðfest í fjölda fiskitegunda hér við R A N N S Ó K N land.1 Sérstaka athygli vakti hversu oft fólk í þessari athugun taldi sig hafa fengið hringorm úr þorski og steinbít. Líklega endurspegl- ar sú staðreynd samt fyrst og fremst það hversu oft fólk hérlendis leggur sér þessar fiskitegundir til munns hráar eða vaneldaðar. Í einu tilviki var staðfest að soðin ýsa sem búið var að mata barn á – en barnið spýtti út úr sér – reyndist hafa verið með dauða Anisakis-lirfu í fiskholdinu. Iðulega hefur það heyrst fullyrt að ýsa af Íslandsmiðum sé laus við hringormasmit og að það sé ein skýr- ing þess hversu algeng ýsa hefur verið á borðum landsmanna í gegnum tíðina. Þetta er þó ekki alls kostar rétt. Droplaug Ólafs- dóttir20 hefur sýnt fram á að Anisakis-lirfur geta verið algengar í ýsu en vegna þess hversu ljósar þær eru á litinn og lirfurnar jafnan grannvaxnar, gjarnan upprúllaðar í þunnum bandvefshjúp sem hýsillinn hefur myndað utan um lirfuna (sjá mynd 2), geti þessar lirfur hæglega farið fram hjá þeim sem eru að borða ýsu. Raunar á þetta við um aðrar fisktegundir líka því upprúllaðar Anisakis-lirf- ur eru nokkurn veginn samlitar fiskholdinu og meiri líkur á því að þær fari fram hjá fiskneytendum heldur en hinar brúnleitu, oftast allnokkru gildari og lengri Pseudoterranova-lirfur sem gjarnan eru áberandi milli vöðvalaga í fiskholdi. Misjafnt var hvar fólk smitaðist. Flestir smituðust í framhaldi af eldamennsku heima hjá sér, sumir á veitingahúsi eða í sérstakri sushi-veislu. Mesta furðu vakti þó að sama barnið skyldi í tvígang smitast á barnaheimili. Þeim sem önnuðust matseld þar var form- lega kynnt þessi niðurstaða og kynntar leiðir sem eiga að tryggja að lifandi hringormar séu ekki í mat. Niðurstöður þessarar sam- antektar benda einnig til þess að matreiðslufólk sem vinnur með fiskmeti ætti að kynna sér þau mál betur. Eftirfarandi aðferðir við meðhöndlun á sjávarfangi eiga að hindra það, eða í það minnsta minnka verulega líkurnar á því að fólk smitist af hringormslirf- um.16 Slægja skal fisk sem fyrst eftir að hann er veiddur til að minnka líkurnar á því að lirfur flakki úr innyflum fisksins yfir í fiskholdið. Gegnumlýsa skal fiskflök á ljósaborði og fjarlægja lirfur sem þar sjást handvirkt með oddmjórri töng (pinsettu). Hr- ingormar drepast við frystingu fari frostið í kjarna fisksins niður í -20°C í 7 daga. Á sama hátt nægir að hita fisk þannig að kjarna- hiti fari yfir 60-63°C í nokkrar mínútur til að drepa hringorma. Sérstakar leiðbeiningar eru á vef Matvælastofnunar (MAST) sem byggja á reglugerð 853/2004 frá atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytinu þar sem kveðið er á um að fisk sem nota á hráan í fiskrétti, svo sem sushi, skuli frysta áður þannig að kjarnahitinn nái -20°C í að minnsta kosti 24 klukkustundir. Hérlendis er talið nægjan- legt að slíkt frysting vari í sólarhring en leiðbeiningar Measures16 leggja til heila viku. Síðustu ár og áratugi hefur neysla á hráu eða lítt hituðu sjáv- arfangi færst í vöxt hér á landi. Af því getur stafað hætta, eink- um þegar um er að ræða uppsjávarfiska sem sýktir eru af lirfum Anisakis simplex eða ránfiska sem hafa safnað þessum lirfum í sig. Dæmi eru um að íslenskir sjómenn borði hrá loðnuhrogn. Veruleg hætta er á að slíkt leiði til A. simplex-sýkingar. Sama hætta fylgir neyslu á hráum síldarhrognum og hráum fiski almennt. Brýnt er að fiskur sem notaður er í tilbúna fiskrétti hafi áður verið vand- lega ormahreinsaður en öruggara er þó að hráefnið hafi áður verið fryst það lengi að lirfur í því séu örugglega dauðar. Stingi menn steikarhitamæli í þykkasta hluta fiskstykkja er unnt að fylgjast með því hvenær kjarnahiti hefur náð tilsettu lágmarki.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.