Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Side 13
Sjómannablaðið Víkingur – 13 heldur gekk hver beint af augum fram. En ásjónur þeirra litu svo út: mannsandlit að framan, ljónsandlit hægra megin á þeim fjórum, nautsandlit vinstramegin á þeim fjórum og arnarandlit á þeim fjórum inn á við.“ Andlitin sem Esekíel lýsir þarna eru ekki hvaða andlit sem er; ljónið er öflugast allra villidýra, örninn flottastur allra fugla, nautin þóttu í þá tíð taka öðrum húsdýrum fram og loks er maðurinn – þrátt fyrir alla sína galla – kóróna sköpunarverks- ins. Eitthvað kannast maður við þessa samsetningu, því bæði þekkir maður þarna tákn guðspjallamannanna fjögurra, en líka landvættirnar fjórar, sem standa vaktina á íslenska hundraðkall- inum, sama hve hann hrapar í verði. Það er nautið sem gætir Vestfjarða, bergrisi – sem er nú bara venjulegur kall – sér um Suðurland, örn er fyrir norðan en það er dreki sem annast Austfirðinga, enda hafa aldrei sést ljón á þeim slóðum. Svo er Esekíel hrifinn af þessum makalausa hæfileika englanna, að geta gengið bæði út á hlið og afturábak eins og sjálfvirk ryksuga, að hann þrítekur þetta fram. Áfram heldur hann lýsingunni: „Og verurnar hlupu fram og aftur eins og glampi af leiftri ... eitt hjól stóð á jörðinni hjá hverri af verunum fjórum. Og hjólin voru á að líta eins og þegar blikar á krýsólít, og öll fjögur voru þau samlík og þannig gjörð, sem eitt hjólið væri innan í öðru hjóli. Þau gengu til allra fjögurra hliða; þau snerust eigi, er þau gengu. Og hjólbaugar þeirra – þeir voru háir og ógurlegir, og hjólbaugar þeirra voru alsettir augum allt umhverfis á þeim fjórum. Og þegar verurnar gengu þá gengu og hjólin við hliðina á þeim ... “ Nú ætla ég ekki að rekja lýsingu Ezekíels frekar, en hún verður jafnvel enn flóknari þegar henni vindur lengra fram. Hann var í engum vafa um að hér væru englar á ferð, en þar var svissneskur maður að nafni Erik von Däniken honum ósammála. Hann þóttist þekkja, að þetta hefði verið geimfar, komið frá plánetu með jafnvel enn betur gefnum verum en við erum. Bókin sem hann skrifaði um það hét „Voru guðirnir geimfarar?“ og gekk alveg bráðvel í Íslendinga þegar hún kom út árið 1962. Það verður að játast, að útlit annarra engla er jafnvel ennþá ankannalegra en þetta. Engillinn Metatrón hefur til að mynda þrjátíu og sex vængjapör, er úr brennandi eldi og hefur 365.000 augu, og fullvíst er að hann fengi umsvifalaust örorkuvottorð út á útlitið eitt, ef hann væri jarðneskur. Englasögur – síðan eru Egyptar einkennilega ófarsælir í hernaði – Í Biblíunni, bæði Gamla og Nýja testamentinu og í apókrýfu rit- unum, er fjöldi sagna um engla, margar þeirra þekkir flest fólk. Áður hef ég getið þess, þegar Drottinn setti kerúb í varðstöðu við hlið Paradísar. En Abraham átti töluverð viðskipti við engla. Eitt sinn þegar Sara var orðin þess fullviss að hún væri óbyrja, bauð hún Abraham af veglyndi sínu að barna frekar en ekki neitt ambáttina, sem þau áttu og hét Hagar. Ekki þurfti að ganga lengi á eftir Abraham með þetta, en þegar til kom varð Sara afbrýðisöm og rak Hagar út í eyðimörkina í því skyni að hún þornaði þar og morknaði í sólarhitanum. Þetta gerði hún ekki einu sinni heldur tvisvar, en í bæði skiptin dúkkaði upp engill og vísaði Hagar til vatns og vegar. Þrjá gesti bar eitt sinn að tjaldi Abrahams. Hann hafði ekki hugmynd um að þetta voru Drottinn, Mikael og Gabríel, en sagði Söru að baka handa þeim brauð og slátraði sjálfur alikálfi. Um þetta orti Böðvar Guðmundsson nýlega: Og gestirnir settust og sögðu namm, er Sara bar kálfasteikina fram og setti á borð og mjólkurglas með svo mötuðust þeir með rólegt geð. Svo þakklátur var Drottinn að fá einu sinni góðan sveitamat, að hann kom því um kring með almætti sínu, að Sara varð ólétt þegar hún var 88 ára en Abraham hundrað. Þessu trúði Sara ekki fyrr en hún tók á og undrar engan. Að þessu búnu setti hann Gabríel og Mikael til þeirra verka að bjarga Lot áður en þeir eyddu öllu öðru lífi í Sódómu, þar sem hann bjó. Við það tækifæri varð kona Lots fyrir óðaaukningu á kalsíum og breyttist í klett sem heitir Jebel Usdum og enn mun vera ferðamönnum til sýnis í Landinu helga. Ekki var þó viðskiptum engla við Abrahamsfjölskylduna lokið, því engill bjargaði Ísak syni hans frá afar ósann- gjörnum fórnardauða, annar engill hafði síðar milligöngu um að útvega honum ágæta konu sem Rebekka hét. Sonur þeirra glímdi hina frægu Jakobsglímu við engil, sem þó kann að hafa verið Drott- inn sjálfur, alla vega hrökk Jakob úr mjaðmarliðnum en glímdi annars dável. Löngu seinna dulbjó engill sig sem skýstrokk og ruddi Rauðahafinu úr vegi fyrir Móses og Ísraelsþjóðinni, en drekkti að svo búnu gjörvöllum Egyptalandshernum, en Egyptar hafa síðan verið einkennilega K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Lot og fjölskylda flýja Sódómu.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.