Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Síða 26
26 – Sjómannablaðið Víkingur
það yrði gert í Svíþjóð. Við tókum einar áttatíu tunnur af
saltaðri suðurlandssíld í fragt fyrir Gísla Vilhjálmsson síldar-
kaupmann á Akranesi og kom hann með, sem farþegi. Einnig
vorum við með 20 pakka af saltaðri löngu, sem við áttum sjálf-
ir. Og svo töluvert af gömlum vélavarahlutum, sem strákarnir
höfðu safnað saman og seldu í brotajárn. Ég var búinn að vera
með undanþágu, sem skipstjóri, frá því að ég byrjaði, vegna
þess að ég hafði bara tveggja mánaða siglingatíma, sem stýri-
maður og þó að ég hefði verið vélstjóri, þá var það ekki tekið
gilt. Þarna um vorið fékk ég fullgilt atvinnuskírteini, svo það
var í lagi að fara með bátinn í þessa ferð. Við vorum mjög
heppnir með veður alla leið. Komum við í Færeyjum til að taka
olíu. Það er ábyggilega fátítt að fá alveg hvítalogn frá Keflavík
og til Gautaborgar. Þangað komum við kvöldið 16. júní.
Einhver misskilningur var á milli vélaverksmiðjanna og Gísla
Johnsen, því þeir tóku það þannig að það ætti að fara glóðar-
hausvél í bátinn en ekki díselvél og þeir sem áttu að taka að sér
verkið, voru búnir að fá vél á staðinn og voru ekki tilbúnir að
taka þetta verk að sér. Svo þeir Gísli og verksmiðjan urðu að
fara að leita að nýjum verktaka. Svo kom annað í ljós. Það var
innflutningsbann á síld til Svíþjóðar til ákveðins tíma, sem ég
man ekki lengur hver var og þurfti Gísli Vill. eins og hann var
kallaður, að sækja um konunglegt leyfi til að fá síldinni landað,
en langan og nokkrar tunnur af þorskhrognum, seldust strax.
Það tók eina sex daga að fá leyfið
frá Stokkhólmi. Það stóð á endum,
því búið var að finna verktaka til að
taka verkið að sér. Þetta voru fyrir-
tæki á suðaustur horni Svíþjóðar, í
bæ sem heitir Simrishamn, fallegur
sumarbær. Nú voru hafðar snarar
hendur við að losa farminn úr bátn-
um. Ég man að við fengum um 300
kr. sænskar fyrir kílóið af löngunni
og 600 kr. fyrir tunnuna af hrogn-
unum, en þetta voru iðnaðarhrogn
og ekki hátt skrifuð í Svíþjóð.
Tuttugu krónur voru borgaðar í
fragt af hverri tunnu af síldinni.
Gísli Vill. fékk umboðsmann í
Gautaborg fyrir okkur, til að sjá um
að við fengjum borgað sem okkur
bar.
Við sem fórum þessa ferð auk mín, voru Árni Þorsteinsson,
gamalreyndur skipstjóri, og sigldi hann sumum af blöðrunum
heim á sínum tíma, Sigurður Kristjánsson, vélstjóri frá Stöðv-
arfirði, jafnaldri minn, góður vélstjóri og sjómaður, Lárus
Hörður, bróðir minn, tvítugur og svo Gísli Vill. sem farþegi.
Okkur kom saman um að við yrðum að fá kunnugan mann
með okkur, þennan síðasta áfanga. Umboðsskrifstofan fékk
gamlan fragtskipstjóra til að koma með. Ég man að við fórum
frá Gautaborg seinni part dags og stóð karlinn út fyrir allar
eyjar. Lét hann mig svo taka við og bað mig að vekja sig, þegar
við færum að nálgast Kullin, en það er norðurendi Eyrarsunds,
Svíþjóðarmegin. Ég skildi lítið í kortunum, sem sá gamli var
með og notaði bara mín gömlu kort frá Stýrimannaskólanum.
Þegar karlinn var kominn upp og sá hvaða kort ég hafði siglt
eftir, varð hann alveg óður, því hann sagði að ég hefði farið í
gegn um tundurdufla svæði, sem ekki væri búið að hreinsa eftir
Þjóðverja, frá því í stríðinu. Ég gat þó róað hann með því, að
við værum þó komnir í Eyrarsund heilir á húfi. Ferðin gekk vel
það sem eftir var. Við fórum í gegn um skipaskurð rétt fyrir
sunnan Málmey, sem heitir Falsterbro, og styttum leiðina um
marga klukkutíma. Áður en við skildum, lóðsinn og ég, bað
hann mig að kaupa ný kort af leiðinni og lofaði ég honum því.
Verktakarnir komu strax og tóku á móti okkur. Skipa-
smiðurinn var maður á miðjum aldri og með mikla reynslu í
bátasmíði, hafði smíðað tvo báta fyrir Íslendinga, Víðir frá Eski-
firði, þann fræga bát og Ólaf Magnússon frá Akranesi. Hann gat
byrjað strax á sínu verki, en vélsmiðurinn var búinn að missa
marga menn í sumarfrí, en hélt samt að verkið yrði búið um
miðjan ágúst. Bátasmiðurinn, sem hét Albert Davidson, var
jarðbundnari og hélt að báturinn yrði ekki tilbúinn fyrr en um
miðjan september. Því var ákveðið eftir símtal við föður minn
að ég kæmi heim með mannskapnum og færi með Jón Guð-
mundsson á reknet, því það átti ekki að skila honum fyrr en í
september lok. Ég fór svo með strákana til Kaupmannahafnar
og kom þeim í flug, en fór aftur til Svíþjóðar. Mér fundust
lausu endarnir of margir, til dæmis þurfti að taka einn olíutank
úr bátnum, til að koma fyrir ljósavélinni. Eins bað ég Davidson
að bera farva á botninn á meðan báturinn væri í slipp og við
drógum upp hvernig ég vildi að stjórntækjunum yrði komið
fyrir í stýrishúsinu og ýmsu smávegis. Ég flaug svo heim viku
seinna. Við höfðum svo samband við Gísla Johnsen og fylgdust
með ganginum.
„Full spit“
Það var lítil rekneta veiði. Við fengum nokkra róðra vestur í
jökuldýpi af góðri og feitri síld, sem fór í frystingu í beitu. Svo
datt öll veiði niður allsstaðar, svo pabbi lánaði okkur bátinn til
að renna fyrir ufsa á handfæri, aðal-
lega til að halda körlunum saman.
Við þurftum að borga olíu og fæði.
Það gekk bara ágætlega, við rótfisk-
uðum ufsa í kringum Eldeyjar sker-
in og við Geirfugls dranginn, og
fengum allt borgað á bryggjunni.
Menn voru mjög ánægðir með þetta
og ég hélt mannskapnum saman,
því þetta voru sömu mennirnir og
ætluðu að vera með mér á Sæborg-
inni, þegar hún kæmi. Ég fór svo
út til Svíþjóðar í gegn um Kaup-
mannahöfn fyrstu vikuna í septem-
ber og fékk strákana út viku seinna
og kom faðir minn með þeim, en
þetta var í eina skiptið á ævinni
sem hann yfirgaf skerið.
Strax og ég kom út sá ég að hlutirnir voru ekki eins og um
var samið við vélarframleiðandann, enginn ljósavél var komin í
bátinn, svo að ég fékk samband við þá í gegn um skipasmiðinn
og á minni bestu skandinavísku spurði ég um ástæðuna. Þá
höfðu þeir gleymt að semja við þá þarna suðurfrá um niður-
setninguna. Svo að það varð að samkomulagi að Davidson
smíðaði undirstöðurnar og ljósavélin kæmi í Gautaborg.
Við byrjuðum að skrapa bátinn og mála skrokkinn. Pabbi
gamli var með okkur í fjóra eða fimm daga, síðan fylgdi ég hon-
um til Kaupmannahafnar. Það var búið að panta mann til að
rétta af áttavitann og þegar hann kom var vélin ekki orðin
gangfær, svo við urðum að snúa bátnum á spottum á milli
bryggja og var það í meira lagi kindugt.
Mig minnir að við færum frá Simrishamn þann 16. septem-
ber, með ný sjókort, að sjálfsögðu, en í kortabúðinni fræddi af-
greiðslumaðurinn mig á því að öll tundurdufl við strendur
Svíþjóðar, hefðu verið fjarlægð fyrstu fimm árin eftir stríðið.
Við vorum búnir að fara í tvær reynslu ferðir og látið laga ýmis-
legt. Það var maður frá verksmiðjunum með og kom líka með
okkur til Gautaborgar, enda voru þetta svo nýjar vélar frá þeim
að það þurfti að fylgjast með ýmsu. Strax og ég setti stefnuna
með fram sænsku ströndinni, sá ég að áttavitinn var kolvitlaus,
munaði einu og hálfu striki. Það voru baujur, sem siglt var eftir,
Sæfari KE 53.