Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Page 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Page 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Undir jól 1938 kom torkennilegur fiskur í vörpu suður- afrísks togara. Sagan af þessum fiski og öðrum áþekkum, sem síðar fundust, er einkar forvitnilegur kafli í vísinda sögu tuttugustu aldar, og sumt í henni minnir meir á spennandi skáldsögu en fræðilega skýrslu. Efnafræðingurinn sem gerðist fiskifræðingur James Leonard Brierley Smith fæddist í Graaff Reinet í Höfðalandi í Suður-Afríku hinn 26. september 1897. Hann var af enskum ættum og drakk í sig andúð á Búunum, afkomendum hollenskra land- nema, enda geisaði Búastríðið á æskuárum hans. Síðar á ævi fór hann að líta á sig sem Suður-Afríkumann fremur en Breta og sættist við Búana. Smith hóf nám í efnafræði við Viktoríu- háskóla í Stellenborsch, en var þaðan kvaddur til herþjónustu í fyrri heimsstyrjöld, Áður en hann komst á vígvöllinn veiktist hann af malaríu og fleiri hitabeltis- sjúkdómum og var leystur undan herþjónustu sem sjúklingur. Hann hélt þó áfram efnafræðinámi og að loknu kandídatsprófi fór hann til Englands og lauk doktorsprófi frá Cambridgehá- skóla 1922. Árið 1923 sneri Smith til heimalands síns og gerðist háskóla- kennari í lífrænni efnafræði. Hann var stangveiðimaður og dró stundum fiska sem hann þekkti ekki. Brátt komst hann að því að ekki var völ á aðgengilegum ritum til að greina þá og kom sér upp greiningarlykli yfir vatnafiska. Það tók hann meira en ár í frístundum og stærðfræðikunnáttan nýttist honum vel við verkið. Svo sneri hann sér að sjófiskum og komst að því að einnig á því sviði var hann frumkvöðull. Hann uppgötvaði fjölda fiska, sem áður voru óþekktir við strendur Suður-Afríku og höfðu sumir raunar hvergi fundist áður. Hróður efnafræðiprófessorsins sem fiskifræðings jókst stöðugt. Menn leituðu til hans eða skrifuðu honum út af fiskum sem þeir þekktu ekki, og við hann voru kennd fiskasöfn við suðurafrískar náttúru- fræðistofnanir. Þar kom að Smith kvaddi efnafræðina og helgaði krafta sína eftir það rannsóknum á suðurafrískum fiskum. Smith tók sér oft ferð með bátum eða togurum út á miðin í leit að fágætum fisk- um. Með því ávann hann sér traust sjó- manna. Hann sótti einnig heim afskekkta vita og fiskbúðir út um sveitir landsins. Allt tók þetta sinn tíma en skilaði góðum arði í sjaldgæfum eða áður ókunnum fisk- um sem bárust honum hvaðanæva. James L. B. Smith er samt þekktastur fyrir fiskinn, sem brátt verður greint frá. Holduggar Holduggar, Sarcopterygii, eru undirflokkur beinfiska, sem ein- kennast meðal annars af því að pöruðu uggarnir, eyruggar og kviðuggar, eru hreistraðir limir með geisla á endunum. Talið er að landhryggdýr, en af þeim lifa nú froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr, séu komin af fornum holduggum. – Holduggum er oft skipt í þrjá ættbálka: • Sex tegundir lungnafiska, ættbálkurinn Dipnoi, lifa nú í ferskvatni á suðurhveli jarðar. Þeir eru auk tálkna með frum stæð lungu, sem þeir grípa til ef vatnið umhverfis þá þornar upp eða fúlnar. • Annar ættbálkur, Rhipidistia, er með öllu aldauða. • Það sama töldu menn að ætti við um hinn þriðja, skúfugg- ana, Actinistia eða Coelacanthi formes. En nú er annað komið upp úr dúrnum, og um það mun þessi pistill fjalla. Fimmtíu milljón ára gamall fiskur upprisinn? Hinn 23. desember 1938 kom togarinn Nerine til hafnar í East London, borg í Höfðalandi við suðurströnd Suður-Afríku. Þegar eitthvað forvitnilegt var í aflanum var skipstjórinn, Hendrik Goosen, vanur að hringja í Marjorie Courtenay-Latimer, safn- vörð á litlu náttúrugripasafni þar í borg. Að þessu sinni hafði hann lagt til hliðar handa henni furðulegan fisk. Þegar ungfrú Latimer tók við fiskinum var hann orðinn dökkgrár, en skip- stjórinn greindi frá því að hann hefði verið gljáandi stálblár í vörpunni. Ungfrú Latimer gat hvergi fundið lýsingu á fiskinum og hugðist leita ráða hjá J. L. B. Smith. En hann var í jólaleyfi fjarri heimili sínu. Ungfrúin skýrði prófessornum í bréfi frá þessum Örnólfur Thorlacius Sagan af bláfiskinum Suðurafrískt frímerki með mynd af J. L. B. Smith (1897-1968) og Marjorie Latimer (1907-2004) með frumeintak bláfisksins. Teikning Marjorie Latimer af bláfiski í bréfi til Smiths um áramótin 1938 og 1939.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.