Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2012, Síða 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur Eins og lesendur Víkings vita hefur blaðið staðið fyrir ljósmyndakeppni meðal sjómanna undanfarin ár og hafa 15 bestu myndirnar farið áfram í sam- norræna ljósmyndakeppni sjómanna. Að þessu sinni stóð finnska sjómanna- þjónustan (MEPA) fyrir keppninni sem fór fram 10. febrúar sl. í húsakynnum þeirra við ferjuhöfnina í miðborg Hels- inki. Alls voru 75 ljósmyndir lagðar fram og voru dómurunum, Torsti Laine og Tatu Korhonen, mikill vandi á hönd- um. Eftir tveggja tíma yfirsetu dómaranna lágu niðurstöður keppninnar fyrir. Í fyrsta sæti varð mynd Svíans Jörgen Språng, Perustefni, en Jörgen hefur nú unnið fyrsta sæti í keppninni þriðja árið í röð. Hlaut hann að launum stafræna myndavél að verðmæti 5.000 dkr. sem Walport Scandinavia gaf. Í öðru sæti varð mynd Sigurbjörns Ragnarssonar trillusjómanns af flaki Hrafns Svein- bjarnarsonar og var ekki laust við að gleði hafi ríkt í herbúðum okkar Vík- ingsmanna að ná vinningi heim en engin íslensk mynd vann til verðlauna í keppn- inni árið á undan. Hlýtur hann að laun- um myndavél að verðmæti 5.000 nkr. sem norska Siglingamálastofnunin gaf. Þriðja sætið hlaut Finninn Aku Kaik- konen fyrir mynd sína brottför frá Græn- landi og eru verðlaunin ljósmynda- búnaður fyrir 5.000 skr. sem Shipping Gazette í Svíþjóð gaf. Fjórða sætið kom í hlut landa hans Markus Raitio fyrir myndina Vetrarhörkur í Kílarskurði og að launum fær hann 350€ sem Eimskip gaf. Fimmta sæti kom svo í hlut Norð- mannsins Øyvind Larsen fyrir mynd hans Þjónustuskip í ís en hann hlaut að launum 300€ sem Finnlines gaf. Dómararnir völdu síðan tvær myndir sem fengu heiðurstilnefningu en það voru myndir Dananna Benedikte Posthu- mus og Eli Jacupsson. Dómararnir áttu erfitt val og og auk þess að tilnefna tvær myndir í heiðurssæti þá ákváðu þeir einnig að raða í sæti 8 til 12. Í áttunda sætinu lenti íslenska vinningsmyndin sem tekin var af Eyþóri Björgvinssyni. Í allt tóku 204 sjómenn þátt í keppn- unum á öllum Norðurlöndunum og var framlag þeirra 1.268 ljósmyndir. Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með glæstan árangur og jafn- fram vill Sjómannablaðið Víkingur færa Eimskip sérstakt þakklæti fyrir að gefa verðlaun í Norðurlandakeppni sjómanna. Hér að neðan eru tenglar á sjómanna- þjónusturnar í Finnlandi og Danmörku sem eru samstarfsaðilar Víkingsins í keppninni. Og athugið, fleiri myndir úr keppninni verða birtar í næsta blaði. http://www.hfv.dk/nordisk-fotokonkur- rence-2011.2724.aspx http://mepa.yhdistysavain.fi/mepa/kulttu- uri/photo-contest-2011/ Aðstandendur hinnar Norrænu ljósmyndakeppni sjó- manna, talið frá vinstri: Jimmy Eriksson, Jesper Larsen, Sirpa Kittilä, Line Myklebust og Hilmar okkar Snorra- son. Fyrstu verðlaun. Jörgen Språng, Svíþjóð.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.