Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 100

Fréttablaðið - 01.10.2022, Page 100
Instagram er orðinn frekar leiðinlegur og rugl- ingslegur staður með allar þessar kostuðu kynningar. Joseph Mount Breska sveitin Metronomy er ein stærsta indie-sveit síðasta áratugar og frægasta bandið sem heldur tónleika á Airwaves tónlistarhátíðinni í nóvember. Forsöngvari sveitarinnar Joseph Mount ræðir samfélagsmiðla, kol- efnisspor tónlistarbransans, hittara á streymisveitum og heimsendatilfinningu. Joseph Mount er staddur á heimili sínu á Englandi og við- talið við Fréttablaðið fer fram á Zoom. Hann mætir tuttugu mínútum of seint, hrokkin- hærður og klæddur í útivistar- vesti, þremur dögum fyrir fer- tugsafmælið sitt. Undirrituð er slegin út af laginu og var búin að afskrifa viðtalið þann daginn, tínir minnis- bók og penna klaufalega upp úr töskunni á meðan viðtalið hrekkur óvænt í gang. Joseph er hins vegar rólegur í fasi og lítið sem bendir til þess við fyrstu sýn að hér sé á ferðinni aðal- söngvari í heimsþekktri popphljóm- sveit. Hann lýsir Íslandi sem gömlum vini, virðist finnast hálf hversdags- legt að vera að koma hingað enn eina ferðina til að spila á Airwaves. „Ég hef spilað þarna þrisvar og líka nokkrum sinnum heimsótt Ísland í fríinu,“ segir hann. Heimsendatilfinning í hitanum Joseph er búsettur á Englandi ásamt unnustu og tveimur sonum. Sum- arið var það heitasta í London síðan mælingar hófust og hann segir til- finninguna hafa verið öfugsnúna, að fara frá London til að spila á áfanga- stöðum í Evrópu þar sem var kaldara en heima. „Kærastan mín sendi mér myndir að heiman, af hitamæli sem sýndi fjörutíu gráður,“ segir hann og ítrek- ar að þó að vissulega hafi verið gott að koma fram á tónlistarhátíðum á ný eftir heimsfaraldurinn, hafi hitinn verið viðstöðulaus og kveikt innra með honum heimsendatil- finningu, eins og hann orðar það. Aðspurður nánar út í þá tilfinn- ingu berst talið að kolefnisspori tónlistarbransans. Joseph segir að allir ættu að vera meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif, óháð starfs- vettvangi. „Hvað sem þú ert að gera þarftu að vera meðvitaður um þín persónu- legu umhverfisáhrif. Þegar kemur að okkur sem hljómsveit, þá erum við tólf manns og ferðumst um á einni rútu. Við erum síðan með lít- inn sendiferðabíl sem ber græjurnar okkar. Á stóra skalanum í þessum bransa erum við með mjög létt kolefnisspor,“ segir hann. „En allar þessar litlu sveitir eru með minnsta sporið.“ Auðvelt að benda á aðra Joseph segir Metronomy gera sitt besta til að afþakka einnota plast- ílát á ferðalögum. „Við afþökkum til dæmis litlar vatnsflöskur og fáum stóra tanka í staðinn. Maður vill ekki hljóma eins og algjör klisja, en það er auðvelt að færa ábyrgðina eitthvert annað,“ segir hann. „En það er mjög augljóst bil á milli þess hvernig einhver eins og ég notar jarðefnaeldsneyti, og svo hins vegar hvernig tónlistarfólk á einkaþotum ferðast um, eða ferðast um með risa- stórt teymi og búnað,“ segir Joseph. Hann segir að þannig sé grund- vallarmunur sé á því hvernig einhver eins og hann sjálfur mengi, og svo þess hvernig forríkir tónlistarmenn haga sínum málum. „Fólk eins og ég er meðvitaðra og með meiri áhyggjur en einhver eins og Drake. Ég held að vandamálið liggi þar.“ Lykillinn að lofslagsmálunum Tónlistarbransinn hefur breyst með þróun streymisveita og megininn- koma tónlistarfólks er farin að snúa að sölu tónleikamiða og varnings, í stað þess að selja tónlistina á formi á borð við geisladiska. Aðspurður hvort að tónlistarbransinn sé hugs- anlega að flytja fólk í stað varnings, svarar Joseph játandi. „Og þegar við tölum um neyðarástand í loftslags- málum og skapandi greinum, endum við á því að hugsa um að ef borgir væru með betra og grænna sam- göngukerfi væri hægt að ferja fólk til og frá tónleikum á vistvænni máta. Einnig, ef fólk væri tilbúið að greiða meira fyrir tónlistina væri ekki sama pressan á einhverjum eins og mér að ferðast um heiminn og túra,“ segir Joseph sposkur. „Þú getur, eins og ég sagði, alltaf ýtt vandamálinu eitt- hvert annað,“ segir hann og hlær. Joseph segir að eðlilega vilji menn sýna ábyrgð. „En á hinn veginn virka skapandi greinar þannig að þær hvetja fólk til að fá nýjar hugmyndir og í nýjum hugmyndum liggja allar lausnir í loftslagsmálum. Það er erfitt að leggja afdráttarlaust mat á virði þess að finna innblásturinn,“ segir hann. „Aftur á móti, ef við myndum skattleggja f lugbransann meira myndi það samt alveg hjálpa líka.“ „Hittaravæðing” Tæknin og tónlistin eiga náið sam- band og þróun hefur áhrif á neyslu- mynstur tónlistarunnenda. Metro- nomy hafa gefið frá sér plötur sem undirrituð myndi lýsa sem sterkum heilsteyptum verkum. Gott dæmi er The English Riviera, þriðja plata sveitarinnar sem kom út árið 2011 sem var tilnefnd hinna virtu Merc- ury tónlistarverðlauna. Platan er unnin inn í sterkt þema, sjónrænt og hljóðrænt. Joseph svarar spurningu um hvort að hann sé ofurmeðvitaður um þessi breyttu neyslumynstur þannig að stór hluti hlustenda muni jafnvel aðeins heyra „hittarana“ á sjálfvirkum vinsældarlistum á Spotify. „Ef ég væri yngri myndi ég hafa meiri áhyggjur af því og hugsa meira um það. En ég er hálfnaður með fer- ilinn minn, býst ég við. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur á sama hátt og ein- hver sem er alveg nýr í bransanum,“ útskýrir hann. „Þetta veltur annars á því í hvern- ig skapi ég er. Tækni hefur alltaf átt þetta ofsalega nána samband við tónlist og svo hafa mismunandi miðlunarform mikil áhrif á tón- list. Ég held að almennt séu áhrifin jákvæð og ég held að tónlistarmenn séu mjög snjallir í að nýta það á skapandi og ánægjulegan máta.“ Nágranninn minn Paul Joseph lítur upp og bregst við nágranna sínum sem bankar á rúðuna hjá honum. Nágranninn talar með þykkum cockney-hreim sem minnir á Whitechapel-hverfið í London. Joseph afsakar sig og fer að útskýra fyrir nágrannanum Paul að hann sé í símanum. Paul er greini- lega eldri en Joseph, og biður hann að hafa alls engar áhyggjur og segist ætla að reyna að koma morguninn eftir klukkan níu að klára eitthvað mál. Joseph þakkar honum kærlega fyrir og sest aftur fyrir framan vef- myndavélina. „Fyrirgefðu, þetta var nágranni minn Paul,“ segir hann og hlær áður en hann snýr sér aftur að efninu. „En ég held að á vissan hátt geti tæknin hvatt tónlistarfólk til að gera spennandi hluti en á hinn Sköpun sem lykillinn að loftslagsvandanum Joseph Mount, eða Joe eins og hann er kallaður, er forsprakki sveitarinnar Metronomy sem kemur fram á Airwaves í nóvember. MYND/MATILDA HILL-JENKINS Sveitin hefur túrað víða um Evrópu það sem af er ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Nína Richter ninarichter @frettabladid.is veginn geta áhrif tækninnar farið að stjórna of miklu, og mér líður eins og fólk eins og ég sé hugsanlega að græða minna á þeirri þróun sem hefur orðið hjá TikTok og Spotify,“ segir hann. Þáttur Instagram og Myspace Joseph ítrekar að sér finnist það ekki ósanngjarnt, heldur sé það bara eins og hver önnur staðreynd „Instag- ram var gríðarlega mikilvægt fyrir minn tónlistarferil. Það leikur sennilega minna hlutverk hjá tón- listarmönnum en áður,“ segir hann. Að sögn Joseph var MySpace mikil- vægasti samfélagsmiðillinn þegar kom að velgengni Metronomy. „Það var þegar ég var að byrja. Instagram veitir tónlistarfólki hins vegar mjög beina tengingu við aðdáendur. Ef þú auglýsir tónleikaferðalag á Instag- ram er rosalega skýrt samband milli þeirra sem skoða efnið og þeirra sem kaupa miðana,“ segir hann. „En með öllum þessum mismun- andi samfélagsmiðlum hafa þeir orðið svolítið gráðugir. Instagram er orðinn frekar leiðinlegur og rugl- ingslegur staður með allar þessar kostuðu kynningar. Þú getur séð að fólk hættir að nota miðilinn“ Auðvaldsþróun samfélagsmiðla Joseph vitnar í því samhengi til fyr- irlesturs sem hann sótti á háskólaár- unum. „Hann fjallaði um hvernig listamenn eru markvisst notaðir af yfirvöldum í borgarendurnýjun [e. gentrification].“ Hann vísar til þróunar í austurhluta London, þegar fasteignaeigendur buðu lista- mönnum stórar vöruskemmur á spottprís. Listamennirnir byggðu upp hverfið, byggðu upp kaffihúsa- rekstur og mannlíf, sem Joseph segir að hafi laðað að ríkt fólk og hækkað fasteignaverðið. „Ég sé sömu þróun á Instagram. Það var frábær staður fyrir lista- menn til að byrja á. Fólk notaði það á skapandi máta og jók þannig virði miðilsins. Síðan kom peningafólkið inn …“ segir hann. Joseph segist nota samfélags- miðla mun minna en áður. „Þegar ég er að túra eða kynna plötu nota ég það slatta, en ég er með TikTok núna og ég sé fyrir mér að nota það mun meira í kynningu á næstu plötu. En ef þú ert í einhverri tegund af miðlun, þá held ég að þú hljótir að vera vakandi fyrir því sem er að gerast í þessum heimi.“ n 36 Helgin 1. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.