Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 4

Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 4
30-40 prósent barna í Reykjavík eru ekki læs í lok annars bekkjar. n Tölur vikunnar 13 þúsund manns 60 ára og eldri fengu örvun- arskammt af bóluefni gegn Covid-19. 50 manns gista að meðaltali í gistiskýlum borgarinnar á hverri nóttu. 29 prósent framhalds- skólanema undir 18 ára aldri nota nikótínvörur. 1.150 fullorðnir einstakl- ingar eru á biðlista eftir ADHD- greiningu. n Þrjú í fréttum Kristján Þórður Snæ- bjarnarson forseti ASÍ gegnir því starfi næstu mánuðina hið minnsta eftir að ákveðið var að fresta þingi ASÍ um hálft ár. Frestunin kom í kjölfar ákvörðunar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Vilhjálms Birgissonar og Ragnars Þórs Ing- ólfssonar um að draga framboð sitt til baka stuttu fyrir þingið. Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði kvennalandsliðsins lék allan leikinn þegar Ísland féll úr leik í umspili fyrir HM. Stelpurnar okkar voru einum leik frá því að komast á HM í fyrsta sinn en féllu úr leik í Portúgal. Eftir leik sagði Sara, sem er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, að hún vissi að þetta gæti hafa verið hennar síðasta tækifæri til að komast á loka- keppni HM. Helgi Ólafsson rafvirki afhenti sveitar- félaginu Raufar- höfn dreka úr járni sem mun prýða hafnarsvæði bæjarfélagsins næstu árin. Hug- myndina fékk hinn 93 ára gamli Helgi fyrir nokkrum árum síðan og spúir drekinn eldi. Helgi, sem starfar enn við tilfallandi rafvirkjunarverkefni þrátt fyrir að vera kominn á tíræðisaldur, vonast til að drekinn verði að kennileiti fyrir bæinn þó að hann viti að Heimskautsgerðið verði alltaf í fyrsta sæti. n Sjúkraflugið var á vegum norsks flugfélags og kostar á bilinu sex til átta milljónir. MYND/RÚNA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki lagaheimild til þess að greiða fyrir sjúkraflug til landsins. Almennar sjúkra- tryggingar innan Evrópu ná til læknis- og sjúkdómsþjónustu ef fólk sækir opinberar stofn- anir. Utan EES er einungis hluti kostnaðar endurgreiddur. sigurjon@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Mál t veggja manna, Gísla Finnssonar og Sigurðar Kristinssonar, hafa vakið athygli á undanförnum vikum. Báðir voru þeir fastir á Spáni í þó nokkrar vikur vegna þess að Sjúkratrygg- ingar Íslands borga ekki kostnað við sjúkraflug til landsins. „Almenni rétturinn innan Evr- ópu er þannig að ef þú þarft að fá læknisþjónustu eða sjúkdómsþjón- ustu, þá borga sjúkratryggingar það almennt. Þá er reyndar ætlast til þess að fólk fari á opinberar sjúkrastofn- anir, sérstaklega ef það er innlögn, en annars getur fólk bara leitað til næstu læknastöðvar og sjúkratrygg- ingar borga það,“ segir Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri réttinda- sviðs hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún segir mál Gísla og Sigurðar hafa snúið að heimflutningi og það sé ekki heimild samkvæmt lögum til að greiða fyrir það. „Almennt höfum við átt samstarf við tryggingarfélögin þannig að ef einhver veikist eða slasast erlendis, og ef hann er tryggður hjá trygg- ingarfélögum, þá borga tryggingar- félögin upp að ákveðnu hámarki. Þá borgum við sjúkrakostnaðinn og þau geta borgað sjúkraflugið,“ segir Ingibjörg. Eins og fyrr segir hafa mál Gísla og Sigurðar fengið mikla umfjöllun og athygli. Gísli, sem er 35 ára þriggja barna faðir, fannst meðvitundarlaus utandyra þann 21. ágúst síðastliðinn eftir að hafa farið út með félögum Fólk sem er ekki tryggt getur lent í vandræðum ef það veikist erlendis Ef maður slasast eða veikist utan EES þá er það þannig að við borgum í rauninni eins og kostnaðurinn hefði verið hér á landi. Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri hjá Sjúkratryggingum ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 JEEP® COMPASS TRAILHAWK 4XE ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP.IS PLUG-IN HYBRID ÓMISSANDI HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! sínum að skemmta sér í Torrevieja. Gísli dvaldi á sjúkrahúsi ytra til 8. október þegar hann var fluttur til landsins með sjúkraflugi. Sigurður, sem er 71 árs, fékk heila- blóðfall sem varð til þess að hann lamaðist vinstra megin í líkam- anum og var hann því lagður inn á sjúkrahús, þar sem hann dvaldi til 12. október síðastliðins, en þá var hann fluttur til landsins með sams konar sjúkraflugi og Gísli. Fjölskylda Gísla hóf söfnun fyrir hann sem fór hratt af stað og voru þau fljót að safna fyrir sjúkraflug- inu, sem kostar á milli sex og átta milljónir króna. Það sem safnaðist umfram kostnaðinn fór til söfn- unar sem fjölskylda Sigurðar hafði komið á laggirnar. Fjölskyldur beggja þurftu að treysta á framlög einstaklinga til þess að koma þeim heim. Ingibjörg segir mál Gísla og Sig- urðar dæmi um það þegar fólk er ekki með tryggingar. „Það eru þau sem eru að lenda í vandræðum.“ Hún hvetur alla sem ferðast til Evrópu til að hafa evrópska sjúkra- tryggingakortið meðferðis, en þegar því er framvísað er borgað það sama og þeir borga sem tryggðir eru í við- komandi landi. „Ef maður slasast eða veikist utan EES, eins og í Bandaríkjunum til dæmis, þá er það þannig að við borgum í rauninni eins og kostnað- urinn hefði verið hér á landi, sem er oft bara brotabrot, því reikningar frá Bandaríkjunum eru yfirleitt ekki mjög lágir,“ segir Ingibjörg. „Síðan borgum við ákveðna pró- sentu af því sem umfram er, og það fer eftir stöðu viðkomandi, náms- menn og lífeyrisþegar fá til dæmis aðeins hærri greiðslur en aðrir, þannig að það eru ákveðnar reglur sem gilda um það.“ n 4 Fréttir 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.