Fréttablaðið - 15.10.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 15.10.2022, Síða 6
Við viljum ekki bara mótmæla þessari hálfrar aldar runu mannréttindabrota heldur líka horfa fram á við og finna lausnir við þeirri stöðu sem við erum í núna. Tryggvi Rúnar Brynjarsson Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað að vori 2023. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta – og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður þetta árið. Handritum skal skilað í þríriti og undir dulnefni, en nafn og símanúmer höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Ef um myndlýst handrit er að ræða er ekki tekið á móti frummyndum, aðeins ljósritum. Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 17. október 2022. Utanáskrift: Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna eða ungmennabók. Ekkert handrit þótti uppfylla kröfur 2022 en 2021 hlaut Margrét Tryggvadóttir verðlaunin fyrir handritið að bókinni Sterk. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ekki er skimað fyrir fæðingarþunglyndi hjá feðr­ um eða mökum, en mæður eru skimaðar á sextándu viku með­ göngu og níu vikum eftir fæðingu. Ef grunur er um þunglyndi eru mæður skimaðar fyrr. Karitas Ívarsdóttir, ljósmóðir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu­ gæslu, sem sér um mæðravernd, segist hafa orðið vör við aukningu á því að feður og makar finni fyrir fæðingarþunglyndi. Þá segir hún aukna meðvitund um það í samfélaginu að fæðingar­ þunglyndi komi ekki einungis upp hjá þeim sem ganga með og fæða barn. „Ég hef unnið í mæðravernd í tuttugu ár og það er mín upplifun að fólk er farið að tala meira um líðan sína. Það er ekki lengur jafn mikið tabú að finna fyrir kvíða eða þung­ lyndi og fólk talar um það í mæðra­ verndinni. Það er mín tilfinning,“ segir Karitas. Hún segir maka í meira mæli koma með mæðrunum í mæðra­ verndina, þar sé fylgst með líðan beggja foreldra. Komi upp grunur eru aðrir foreldrar en sá sem gekk með barnið einnig skimaðir. „Það er alltaf til leið og við leið­ beinum fólki í réttan farveg,“ segir Karitas. „Það eru sálfræðingar á öllum heilsugæslustöðvum og við beinum þá feðrum og mökum til heimilislæknis sem leggur inn beiðni til sálfræðings,“ bætir hún við. Karitas segir þá hugmynd hafa komið upp að skima alla foreldra fyrir fæðingarþunglyndi og að hún telji það mikilvægt. Í mæðravernd eru mæður skimaðar með tvenns konar spurningalistum, einum til að greina þunglyndi og öðrum til að greina kvíða. Karitas segir slíka lista einnig til fyrir þá foreldra sem ekki gengu með barnið. „Það er ekki langt síðan við byrj­ uðum að skima allar mæður, svo þetta er næsta skref,“ segir Karitas. Hún hvetur öll þau sem finna til einkenna fæðingarþunglyndis að láta vita í mæðraverndinni. „Það er alltaf leið þó að það sé ekki rútíneruð skimun, við getum hjálpað og leiðbeint öllum,“ segir hún. „Öll okkar vinna, hún er ein­ staklingsmiðuð og við reynum eins og við getum að horfa á báða aðila og veita stuðning til parsins.“ n Það væri vel hægt að skima alla foreldra fyrir fæðingarþunglyndi Ég hef unnið í mæðra- vernd í tuttugu ár og það er mín upplifun að fólk er farið að tala meira um líðan sína Karítas Ívarsdóttir, ljósmóðir Erla mun taka til máls á fundinum . FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í dag klukkan 14 verður samstöðufundur á Austur­ velli fyrir Erlu Bolladóttur. Endurupptökudómur hafnaði í síðasta mánuði beiðni hennar um að mál hennar fyrir Hæstarétti yrði tekið upp aftur. Erla stefnir á að fara með málið fyrir Mann­ réttindadómstól Evrópu. lovisa@frettabladid.is DÓMSMÁL Fundurinn er skipulagð­ ur af Elínborgu Hörpu Önundar­ dóttur, Elí, og Tryggva Rúnari Brynjarssyni, barnabarni Tryggva Rúnars Leifssonar. Erla Bolladóttir mun taka til máls á fundinum auk Tryggva Rúnars Brynjarssonar, Ólafar Töru Harðardóttur úr Öfgum og Soffíu Sigurðardóttur. „Síðan afi minn var sýknaður og við fengum bætur þá er ég búinn að heyra oft frá fólki að réttlæti sé náð. Mér og fjölskyldunni er óskað til hamingju. En það sem ég, og mín fjölskylda upplifum, er að við erum ekki búin að fá neitt réttlæti á meðan málið er enn óuppgert og á meðan þau eru enn með þessa dóma um rangar sakargiftir. Ég vil því sýna Erlu að við erum með henni í liði,“ segir Tryggvi Rúnar. Hann segir að í ræðu sinni í dag ætli hann að vekja athygli á því að þegar einn angi ríkisvaldsins bregst, eins og dómsvaldið hefur gert núna, þá sé enn hægt að fara aðrar leiðir. „Fjölskylda mín, og Erlu, hefur lýst stuðningi við tillögu sem kom fram á þingi 2020, um stofnun rann­ sóknarnefndar,“ segir Tryggvi. Til­ lagan sem um ræðir var lögð fram af þingmönnum Samfylkingarinnar og var nefndinni samkvæmt henni ætlað að fara yfir starfshætti lög­ regluvalds, ákæruvalds og dóms­ valds í Guðmundar­ og Geirfinns­ málum. „Við viljum ekki bara mótmæla þessari hálfrar alda runu mannrétt­ indabrota heldur líka horfa fram á við og finna lausnir við þeirri stöðu sem við erum í núna. Ef dómsvaldið treystir sér ekki til þess að taka þetta fyrir þá verður það einhver annar sem gerir það,“ segir Tryggvi. Elí tengist Erlu ekki persónulega, en segir að hennar pólitíska afstaða snúist að miklu leyti um samstöðu. „Að standa saman þótt við tengj­ umst ekki persónulega, sama hvort það snýr að baráttunni eða mann­ eskjunni. Það er svo mikilvægt ef fólk hefur reynslu af því að vera kúgað eða að hafa verið mismunað, að standa saman.“ Elí segir að það sé svo margt við mál Erlu sem hafi kallað á hán. „Það er augljós kvenfyrirlitning, ótrúlega mikið stéttaof beldi í þessu máli og er enn, auk lögregluof beldis og valdníðslu ríkisvaldsins sem hefur fengið að viðgangast í nærri 50 ár,“ segir Elí, og að þegar hán sá að dómskerfið ætlaði ekki að taka málið fyrir hafi hán fallist hendur. „Erla er með ólæknandi krabba­ mein og þau ætla samt ekki að gera þetta rétt. Ég vona að f lestir sjái hversu mikið óréttlæti þetta er,“ segir Elí og að hán voni að margir mæti á morgun því að samstaða skipti miklu máli. „Það er svo slæmt að þurfa að standa einn.“ n Standa með Erlu Bolla á Austurvelli Elí og Tryggvi Rúnar á Kjarvalsstöðum sem koma við sögu í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK bth@frettabladid.is DÓMSMÁL „Málið sem vannst í gær er sambærilegt við mál um fjörutíu annarra umbjóðenda okkar,“ segir Magnús Norðdahl lögmaður. Hann segir að tímamótadómur hafi fallið í gær þegar íslenskum stjórnvöldum var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt óheimilt að synja palestínskum hælisleitanda um endurupptöku máls á grundvelli tafa. Stjórnvöld verði nú að bregðast við dóminum. Koma þurfi í veg fyrir mestu fyrirhuguðu fjöldabrottvís­ anir Íslandssögunnar. „Málið er áfellisdómur yfir verk­ lagi stjórnvalda og þeirri viðleitni að væna hælisleitendur um að tefja mál þegar sú er ekki raunin. Fyrst og síð­ ast er um að ræða óhjákvæmilegar afleiðingar af heimsfaraldri kórón­ aveiru og þeim ferðatakmörkunum sem af honum leiddi,“ segir Magnús. „Sá hópur sem hefur ílengst hér af þeim sökum á rétt á að fá mál sín endurupptekin þannig að efnis­ meðferð fari fram í hverju og einu máli,“ segir Magnús. Ósk um endurupptöku verði skilað inn til kærunefndar útlend­ ingamála eftir helgi. n Tímamótadómur vannst í málum hælisleitenda Málið er áfellisdómur yfir verklagi stjórn- valda og þeirri við- leitni að væna hælis- leitendur um að tefja mál þegar sú er ekki raunin. Magnús Norðdahl, lögmaður 6 Fréttir 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.