Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 10
Rússar gætu misst 15 þúsund vel þjálfaða hermenn í Kherson. Vakin er athygli á breyttum reglum um úthlutun styrkja Auglýst er eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna og starfsemi sem heyra undir málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Hægt er að sækja um tvenns konar styrki: a) Verkefnastyrkir. Verkefnastyrkir eru veittir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum og hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna sem felast í því að: • Útbúa fræðsluefni og standa fyrir fræðslustarfsemi. • Vera málsvari og standa vörð um hagsmuni félagsmanna. • Bjóða upp á stuðning og ráðgjöf. Verkefnastyrkir eru alla jafna ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Ekki eru veittir styrkir til sömu verkefna og hljóta styrk á fjárlögum eða verkefna sem falla undir sjóði ráðuneytisins eða samninga við það. b) Rekstrarstyrkir. Styrkir eru veittir til reksturs félagasamtaka sem hafa verið starfandi í að lágmarki þrjú ár. Rekstrarstyrkir geta verið veittir til tveggja ára í senn. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 mánudaginn 14. nóvember 2022. Umsókn sem berst eftir að umsóknarfresti er lokið verður ekki tekin til umfjöllunar. Úthlutun fer fram eigi síðar en 15. febrúar 2023. Sækja skal um á rafrænu formi. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um umsóknir á rafrænum eyðublöðum er að finna á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins (www.frn.is). Kynningarfundur Félags- og vinnumarkaðsráðherra býður til kynningarfundar 20. október nk. þar sem farið verður yfir breyttar reglur um styrkúthlutun. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Vinnumálastofnunar að Grensásvegi 9 og hefst kl. 9:00. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsir styrki til félagasamtaka Stjórnarráð Íslands Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir algengt að ættleidd börn verði fyrir for- dómum hér á landi. Aukna fræðslu um þarfir þeirra þurfi inn í skólakerfið. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Elísabet Salvarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ætt- leiðingar, segir ekki einsdæmi að ættleidd börn verði fyrir fordóm- um , eins og Sóley Lóa Smáradóttir greindi frá í Kastljósi í fyrradag. Þar greindi hún meðal annars frá því að kennari í grunnskóla hefði beðið hana að segja bekknum frá Afríku, en Sóley fæddist í Tógó og kom hingað til lands aðeins nokk- urra mánaða gömul. „Þetta er því miður ekki eins- dæmi. Við höfum heyrt svona sögur, þar sem ættleidd börn eru spurð spurninga sem þau hafa engar upp- lýsingar um, eins og í þessu dæmi sem hún nefnir,“ segir Elísabet. Hún segir skólana ekki taka nægilegt tillit til ættleiddra barna, upp komi ýmsir þættir í skólastarf- inu sem geti verið ansi f lóknir og haft áhrif á börnin. „Til dæmis það þegar börn eiga að teikna upp fjöl- skyldutré eða segja frá fjölskyldunni í skólanum, það getur verið f lókið fyrir ættleidd börn,“ segir Elísabet. „Við foreldrar ættleiddra barna reynum að passa þetta og við hjá Íslenskri ættleiðingu höfum farið með fræðslu inn í leikskóla og grunn- skóla þar sem eru ættleidd börn,“ segir hún. Spurð að því hvort slík fræðsla ætti heima í öllum skólum, sama hvort þar stundi nám ættleidd börn eða ekki, segir hún svo vera. „En að minnsta kosti þar sem eru ættleidd börn ætti það að vera sjálf- sagt en ekki þannig að foreldrar þurfi að ýta eftir því eins og það er núna, “ segir Elísabet. Hún sjálf á tvö ættleidd börn og segist hafa fundið fyrir fordómum í þeirra garð. Börnin sem eru sjö og tíu ára hafa sem dæmi verði kölluð „brún eins og skítur“. „Þau hafa látið vita og þá er hægt að stoppa það strax. Ef það er ekki gert og svona heldur áfram þá er það orðið einelti en skólarnir virðast eiga erfitt með að taka á kynþáttafor- dómum eins og einelti. Það er bara eins og þau kunni það ekki og viti ekki hvað þau eigi að gera,“ segir hún. Í minnisblaði sem Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, ritaði til Borgarráðs um stöðuna á fjölmenningarlegu skóla- og frí- stundastarfi í október, telur hann upp nokkur lykilhugtök. Sem dæmi um hugtök eru: Fólk með erlendan bakgrunn, f lóttafólk og innflytj- endur. Elísabet segir það vekja með sér áhyggjur að ættleidd börn séu þar ekki á meðal. Þau börn sem ætt- leidd séu til Íslands séu með erlendan uppruna. „Það er þörf á því að auka þekk- ingu á aðstæðum ættleiddra barna og skilning á þörfum þeirra,“ segir Elísabet. Hún óskaði eftir fundi með Helga Grímssyni. „Hann hefur stað- fest að hann muni hitta mig, sem er mjög jákvætt,“ segir Elísabet. n Ættleidd börn verði fyrir miklum fordómum Verkefni í skólanum eins og að teikna upp fjölskyldutré getur verið flókið fyrir ættleidd börn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þau hafa látið vita og þá er hægt að stoppa það strax. Elísabet Sal- varsdóttir, framkvæmda- stjóri Íslenskrar ættleiðingar Úkraínumenn skjóta á skotmörk Rússa í Kherson. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Landstjóri hertökuliðs Rússa í Kherson-héraði hefur hvatt íbúa Kherson-borgar til að f lýja. Talið er að skilaboðunum sé eink- um beint til samverkamanna Rússa, sem gætu átt þungar refsingar yfir höfði sér, nái Úkraínumenn borg- inni á sitt vald á ný. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur frelsað hvert þorpið á fætur öðru í Kherson-héraði, í suðurhluta Úkraínu. Færast bardagarnir sífellt nær borginni, þar sem bjuggu um 300 þúsund manns fyrir stríðið. Skilaboð landstjórans eru einnig talin merki um að Rússar búist við því að verða hraktir frá Kherson- borg, en hún er einhver sú stærsta sem her Rússlands náði á fyrstu vikum stríðsins. Í Kherson-borg eru um 15 þúsund hermenn staðsettir, þar af vel þjálfaðir sérsveitarmenn, og mikið af hergögnum. Úkraínu- menn hafa hins vegar sífellt þrengt að leiðum til og frá borginni, meðal annars með því að sprengja upp brýr. Rússar standa nú frammi fyrir þeim valkostum að yfirgefa borgina eða að reyna að standa af sér umsát- ur og eiga á hættu að Úkraínumenn taki þúsundir stríðsfanga. n Hvetja íbúa til að flýja frá Kherson 10 Fréttir 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.