Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 16
Við erum að fá erfiðari einstakl- inga inn í fangelsin. Þeir eru lengra leiddir í neyslu og með geð- ræn vanda- mál. Trúnaðarmaður fangavarða segir álagið svo mikið í fang- elsum að hvorki sé hægt að tryggja öryggi fangavarða og fanga né sinna betrun fanga. Á þessu ári hafa verið gerðar þrjár líkamsárásir á fanga- verði, þar af tvær alvarlegar. Alls eru starfandi á landinu 140 fangaverðir. Hver þeirra tekur að meðaltali 2,2 aukavaktir í hverjum mánuði til að tryggja öryggi í fang- elsum. Vinnuþörfin og álagið er mikið á hvern starfsmann, segir Garðar Svansson, trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands. Hann segir stjórnmálamenn hafa hunds- að þennan málaflokk. Hann segir að það sé þeirra mark- mið að hafa fanga og fangaverði í öruggu umhverfi og að fangelsin séu betrunarvist, en að eins og staðan sé núna sé hvorugt möguleiki. „Við fögnum því þegar betrun tekst en því miður þá er staðan þannig í dag að það er ekki mögu- leiki að ná því. Við höfum ekki fjár- magn eða starfsmenn til að sinna því. “ Í upphafi árs lýsti Fangavarða- félag Íslands yfir miklum áhyggjum af öryggi fangavarða innan fang- elsanna. Félagið sagði mikinn skort vera á starfsfólki, það vantaði í það minnsta 20 til starfa, og skoraði á yfirvöld að bæta aðbúnað og öryggi fangavarða. Fleiri eggvopn og árásir Garðar Svansson, trúnaðarmaður Fangavarðafélags Íslands, segir ekk- ert hafa breyst síðan þá. Í vikunni var greint frá því að aukið álag væri á fangelsum landsins vegna þess að svo margir eru í gæsluvarðhaldi, en undanfarið hafa komið upp mörg stór mál og margir grunaðir eru í haldi. Þá kom einnig fram að árásir á fangaverði séu orðnar tíðari og að þeir hafi undanfarið lagt hald á fleiri heimatilbúin eggvopn. Á þessu ári hafa verið þrjár líkamsárásir á fangaverði, þar af tvær alvarlegar. Nýverið féll dómur í slíku máli auk þess sem  einn var ákærður fyrir aðra slíka árás. „Við sendum áskorun í byrjun árs en það hefur ekkert gerst,“ segir Garðar. Hann segir að eftir að áskorunin kom fram hafi dóms- málaráðherra, Jón Gunnarsson, stigið fram og sagst styðja við það að auka öryggi, en að nú í nýjum fjárlögum sé samt sem áður aftur verið að skera niður til Fangelsis- málastofnunar. Jón greindi þó frá því í gær að það eigi að styrkja stöðu fangelsanna með auknu fjármagni. Stytting vinnuviku erfið „Það er ekki gert ráð fyrir því að það sé aukið við starfshlutfall. Fyrir styttingu vinnuvikunnar var undir- mönnun og eftir hana hefur hún í rauninni bara aukist, sem kemur niður á öryggi okkar,“ segir Garðar og bendir á að í einu fangelsanna, Kvíabryggju, sé staðan enn þannig að aðeins einn fangavörður sé á vakt á nóttunni en aðeins eru tæp fimm ár síðan fangavörður fékk heilablóð- fall einn á vakt. „Það hefur ekkert breyst á þessum fimm árum og ekkert batnað þó að það hafi verið gefin góð fyrirheit. Við höfum ekkert heyrt í alþingis- mönnum um þetta. Þetta er mál- efni sem enginn vill tala vel um því af leiðingarnar geta verið leiðin- legar á samfélagsmiðlum,“ segir Garðar og á við umræðu um að bæta aðbúnað fanga, sem geti verið erfið. Lögreglan hefur nú undanfarið talað mikið um meiri hörku og meira ofbeldi á götunum og í þeim málum sem hún rannsakar. Garðar segir að fangaverðir merki sömu breytingu innan fangelsanna. „Við erum að fá erfiðari einstakl- Ráðist á fangaverði mánaðarlega Staðreyndir um fangelsin á Íslandi n Fjögur fangelsi eru á landinu n 177 afplánunarpláss eru í fangelsunum n Alls eru 140 fangaverðir starfandi n Það vantar í það minnsta 20 fangaverði til starfa n Hver fangavörður tekur 2,2 aukavaktir mánaðarlega n Þrjár líkamsárásir á fanga- verði á þessu ári n Tvær alvarlegar líkamsárás- ir á fangaverði á þessu ári n 47 einstaklingar voru í gæsluvarðhaldi í vikunni Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is Til stendur að laga Litla-Hraun að þörfum nútímans. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR inga inn í fangelsin. Þeir eru lengra leiddir í neyslu og með geðræn vandamál. Þetta er öðruvísi heimur, sem endar hjá okkur. Þetta er enda- stöð og þeir verða ekkert englar við það að koma til okkar,“ segir Garðar. Spurður hvort vinna þeirra breyt- ist þegar svo margir eru í gæsluvarð- haldi segir Garðar að þessi staða auki álag á allt fangelsið. „Í opnu úrræðin á Sogni og Kvíabryggju erum við að fá einstaklinga sem eiga við geðrænan vanda að stríða,“ segir Garðar og bendir á að þar séu oft aðeins einn eða tveir fangaverðir á vakt, en sú staða sé aðeins uppi til að létta á stóru fangelsunum. Húsnæðið gamalt Hann segir að fyrir fangaverði sé lykilatriði að öryggi þeirra sé bætt en auk þess sé húsnæðið eitthvað sem þurfi að skoða. Það eigi að laga Litla-Hraun en það verði ekki komið í gagnið fyrr en eftir þrjú eða fjögur ár. „Við fáum varla peninga til að sinna lágmarksviðhaldi á Kvía- bryggju og Sogni því niðurskurður- inn er svo mikill,“ segir hann og að það fjármagn sem hafi sparast við að loka Akureyrarfangelsinu sé ekki lengur til vegna niðurskurðar. Hvað varðar árásir á fangaverði hefur Garðar ekki nákvæma tölu um þær, en telur að upp komi í það minnsta mánaðarlega eitthvert slíkt mál. „Menn eru alltaf að verða harð- svíraðri.“ „Það eru að koma erfiðari ein- staklingar sem eiga kannski í deil- um fyrir utan fangelsið og þegar fangelsin eru yfirsetin þá getum við ekki komið í veg fyrir að þessir aðilar rekist saman. Þetta skapar óróa og of beldi, bæði meðal fanga en einnig gagnvart okkur,“ segir Garðar. n Við fögnum því þegar betrun tekst en því miður þá er staðan þannig í dag að það er ekki möguleiki að ná því. Garðar Svans- son, trúnaðar- maður Fanga- varðafélags Íslands 16 Fréttir 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTAVIÐTAL FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.