Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 18

Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þetta frelsi er byrjað að fara í taugarnar á Sjálfstæðis- mönnum – og flokki þeirra sem löngum var öfund- aður á árum áður fyrir fylgi, samstöðu og stefnu- festu. Kaldir líkamar leita hlýju í húsa- sundum og bílakjöll- urum. Þar er mann- eskja. Þar er saga. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Árið 2009 kom Dylan Fixmer, tónskáld og starfsmaður hljóðfæraverslunar í borginni Boulder í Bandaríkjunum, auga á gamla fiðlu á einni búðarhillunni. Fiðlan mátti muna fífil sinn fegri. En þrátt fyrir laskað yfirborð sá Fixmer eitthvað við hana. Ítrekaðar tilraunir Fixmer til að selja fiðluna misheppnuðust. Fixmer, sem lék á fiðluna í búðinni á hverjum morgni, keypti hana að endingu sjálfur. Það var ekki fyrr en árið 2015 að Fixmer uppgötvaði leynihólf í hljóðfæratöskunni sem fylgdi með fiðlunni. Í hólfinu voru gamlir strengir, boðskort í sumarhóf Tón- leikahátíðar sinfóníuhljómsveitar Colorado- fylkis, nafnspjöld og kvittun frá lútusmið í San Francisco. Af útsjónarsemi púslaði Fix- mer upplýsingunum saman og tókst að finna út hver hafði átt fiðluna á undan honum. Fyrri eigandi reyndist hafa verið kona að nafni Terri Sternberg. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að Sternberg hafði eitt sinn verið fiðluleikari á heimsmælikvarða. Hún hafði leikið undir stjórn eins fremsta stjórnanda tuttugustu aldar, Leonard Bern- stein. Hún hafði starfað sem fyrsta fiðla í hljómsveit San Francisco ballettsins. En árið 2009, þegar Fixmer uppgötvaði fiðluna, var Sternberg heimilislaus og bjó á götunni í San Francisco. Hún hafði missti hús sitt og fiðluna fimmtíu og sex ára að aldri eftir að hún ánetjaðist áfengi í kjölfar þess að henni var nauðgað. Þrátt fyrir erfiðleika gerðist Sternberg ötull baráttumaður fyrir rétt- indum heimilislausra en hún lést árið 2013, sextug að aldri. Í síðasta mánuði var frumfluttur fiðlu- konsert eftir Dylan Fixmer sem var leikinn á fiðlu Terri Sternberg og byggður á ævi hennar. „Saga Terri snertir tónleikagesti einkar djúpt því þeir horfa á hljóðfæraleikar- ana á sviðinu og hugsa: Svona getur ekki komið fyrir þetta fólk,“ sagði Fixmer. „En þetta getur komið fyrir hvern sem er.“ Með verkinu vildi Fixmer færa í tóna von Sternberg um breytt viðhorf í garð heimilis- lausra. Sternberg vildi að viðurkennt yrði að heimilislausir byggju ekki við sjálfskipað ástand sem orsakaðist af vangetu til að öðlast velgengni heldur væri heimilisleysi sam- félagsmein sem ætti að leitast við að laga. Milli tíu og fimm Viðmót, samtök um mannúðlega vímuefna- stefnu á Íslandi, héldu í vikunni setuverkfall í neyðarskýlinu á Granda fyrir heimilislausa karlmenn. Skýlið, sem er á vegum Reykjavík- urborgar, er lokað milli tíu og fimm á daginn. „Það er að koma vetur,“ segir í tilkynningu frá samtökunum þar sem bent er á að það skjóti skökku við að þegar veður er svo vont að forráðamönnum barna sé gert að sækja þau í skólann eru neyðarskýli fyrir heimilis- lausa lokuð. „Við erum bara að kalla eftir hjálp,“ sagði Ragnar Erling Hermannsson, félagi í Viðmóti, í samtali við Fréttablaðið. Samtökin vilja að komið verði á fót dagsetri fyrir heimilis- lausa karlmenn í anda þess sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur fyrir konur. Einnig óska þau eftir að neyðarskýlum verði ekki lokað yfir daginn sé veðurviðvörun gul eða hærri. „Við getum fengið hlý föt og svona í skýlinu en sama hvað maður er vel klæddur þá er manni samt kalt ef maður er úti allan daginn,“ segir Ragnar og kveðst kvíða vetr- inum. Síðastliðinn þriðjudag, þegar mikil rigning var í Reykjavík, leitaði hann skjóls í bílakjallara. Kaldir líkamar leita hlýju í húsasundum og bílakjöllurum. Þar er manneskja. Þar er saga. Skömm er að því að eitt ríkasta samfélag heims telji sér ekki fært að veita heimilislausum húsaskjól milli tíu og fimm á daginn. Það sem kom fyrir Terri Sternberg getur komið fyrir hvern sem er. Kalinn skrokkur í bílakjallara gæti verið sonur þinn, eigin- maður, bróðir. Hann gæti verið þú. n Hann gæti verið þú Ástæða er til að hafa verulegar áhyggjur af vegferð Sjálfstæðis- flokksins á síðustu tímum, af því að mikilvægi hans er ekki síðra en annarra flokka á pólitísku litrófi landsmálanna. Í lýðræðislegu samfélagi er jafn mikil þörf á málefnalega sterkum hægri flokki og öðrum þeim öflum sem finna sér stað á breiðu sviði þjóðmálanna. En Sjálfstæðisflokkurinn er að þrengjast. Og hann er orðinn hræddur. Upp á síðkastið er hann farinn að ala á útlendingahatri eins og hver annar popúlískur veifiskati sem velur upp- hrópanirnar fram yfir ábyrga festu og stjórnvísi. Í orðanna hljóðan er látið að því liggja að Íslendingar ráði ekki við móttöku flóttamanna – og gott ef það er ekki goldinn varhugur við frekara Schengen-samstarfi, landamærunum þurfi kannski ekki að loka, en leyfa beri færra fólki að komast þar yfir en tíðkast hefur á síðustu árum. Innan flokksins glymja líka raddir þess efnis að evrópska samstarfið geti reynst samfélaginu á norðurhjara jafn skeinuhætt og það má heita óþjóðlegt. Látum íhaldssama andstöðuna við Evrópusambandið vera, en ítrekaðar aðfinnslur við alla reglubótina sem berst yfir hafið í krafti evrópska efnahagssamningsins verða ekki túlk- aðar með öðrum hætti en að helstu íhaldsmenn flokksins vilji segja skilið við þann merkasta alþjóðasamning sem landsmenn hafa gert á seinni tímum lýðveldissögunnar. Og best fari á því að loka landið af, rissa and- litið á Bjarti í Sumarhúsum í þjóðfána landsins. Fáar ef nokkrar þjóðir græða jafn mikið á nánu og sterku alþjóðlegu samstarfi og Íslendingar, enda er hagkerfi landsmanna öðru fremur knúið áfram af útflutningi sem þarf að komast hratt og auðveldlega á opna og frjálsa markaði þar sem hægt er að stofna sölufyrirtæki án fráhrindandi skriffinnsku. Í þeim efnum hefur fjórfrelsi evrópska efnahags- samningsins fært landsmönnum viðvarandi vöxt í atvinnulífi, rannsóknum og menntun. Og það frelsi hefur einnig tryggt frjálsa för vinnu- afls sem svo að segja hefur bjargað íslenskum hagvexti það sem af er þessari öld – og þörf er á í enn ríkari mæli á næstu árum, ef landsmenn vilja búa áfram við sömu eða betri lífskjör en nú eru við lýði. Þetta frelsi er byrjað að fara í taugarnar á Sjálf- stæðismönnum – og flokki þeirra sem löngum var öfundaður á árum áður fyrir fylgi, samstöðu og stefnufestu. En þrenningin sú arna er öll að brogast, því flokkurinn er hræddur. n Hræddur flokkur SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 15. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.