Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 22

Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 22
Knattspyrnuáhugafólk á í vændum stór- kostlegan sunnudag í sófanum, en hver stórviðureignin rekur aðra í deildum Evr- ópu. Hér á Íslandi eru úrslitin ráðin í efri hlutanum, en neðri hlutinn er æsispenn- andi. Á Spáni er sjálfur El Clásico, í Frakk- landi er Le Classique og á Englandi eru öll stærstu liðin í eldlínunni, þar sem rúsínan í pylsuendanum er stórleik- ur Liverpool gegn Manchester City. Á Englandi Það verður blásið til veislu í enska boltanum á sunnudag. Klukkan 13.00 fer ríkasta knatt­ spyrnufélag í heimi, Newcastle, í heimsókn á Old Trafford. Gengi Manchester United hefur verið með nokkrum ágætum undanfarnar vikur, en eftir slæmt tap gegn Manchester City svaraði liðið fyrir sig gegn Everton um síðustu helgi. Vilji lærisveinar Erik Ten Hag halda í við efstu liðin, þarf liðið að klára Newcastle á heimavelli. Á sama tíma fer topplið Arsenal í heimsókn til Leeds United, en Arsenal hefur unnið átta af níu fyrstu leikjum tímabilsins. Stuðningsmenn Arsenal eru farnir að leyfa sér að láta sig dreyma um gömlu góða dagana þar sem Arsenal keppti um alla titla. 45 mínútum eftir að flautað verður af á Old Trafford og Elland Road, hefst veislan fyrir alvöru á Anfield í Liverpool. Englandsmeistarar, Man­ chester City heimsækja þá vængbrotið Liverpool lið. Liverpool er fyrir helgina 14 stigum á eftir toppliði Arsenal og má ekki við því að misstíga sig mikið meira. Liverpool verður án lykilmanna en Joel Matip, Trent Alexander­Arnold og Luis Diaz, verða allir fjarverandi. Liðið er hins vegar með sjálfstraust eftir öruggan sigur á Rangers í vikunni og vonast stuðningsmenn liðsins eftir því að varnarmenn liðsins geti stoppað Erling Haaland. Á Spáni Stærsti leikur ársins á Spáni hefur aðeins tapað sjarmanum síðustu ár, eftir að einvígið ógurlega á milli Cristiano Ronaldo og Lionel Messi tók enda. Leikurinn er þó risastór og má búast við blóðugri baráttu á Santiago Bernabeu þegar flautað verður til leiks klukkan 14.15 á sunnudag. Barcelona er á toppi deildarinnar með 22 stig en Real Madrid hefur sama stigafjölda en ögn lakari markatölu. Börsungar eru sært dýr eftir vikuna, en liðið er svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni, fjárhagslegt högg fyrir félag í fjárhagslegri krísu. Leiktíminn vekur athygli, en á Spáni hafa menn verið að horfa meira og meira í Asíu­markaðinn, leiktíminn hentar því vel í það. Bæði lið geta spilað skemmtilegan sóknarbolta en Real Ma­ drid hefur þó sannað að liðinu líður ágætlega að liggja til baka og sækja hratt. Á Íslandi Ef fólk óttast það að fá legusár í sófanum á sunnudag er hægt að hoppa í úlpuna og skella sér á völlinn á Íslandi. Klukkan 17.00 tekur Fram á móti ÍBV í Úlfarsárdalnum en Eyjamenn munu með sigri tryggja veru sína í deildinni á næstu leiktíð. Fram siglir svo lygnan sjó. 19.15 er komið að leik Vals og Stjörnunnar í efri hlutanum, en hvorugt liðið hefur að neinu að keppa, í slíkum leik er hægt að búast við miklu fjöri þar sem bæði lið munu sækja til sigurs. Annars staðar Stærsti leikur ársins í Frakklandi fer fram á sunnudagskvöld klukkan 18.45 þegar PSG tekur á móti Marseille. Það gustar um Parísarliðið nú þegar launahæsti leikmaður liðsins, Kylian Mbappe vill ólmur losna frá félaginu. Mbappe lét það leka út í vikunni að hann vildi helst losna frá PSG strax í janúar, en félagið gerði hann að launa­ hæsta fótboltamanni í heimi í sumar. Í Belgíu er stórleikur þegar Anderlect tekur á móti Club Brugge. Ef fólk hefur ekki fengið nóg af fótbolta þegar líða tekur á kvöldið er hægt að fylgjast með úrslita­ keppninni í MLS deildinni í Bandaríkj­ unum, sem fer á fulla ferð um helgina. n Dagskráin 13.00 Aston Villa ­ Chelsea 13.00 Leeds ­ Arsenal 13.00 Man. Utd ­ Newcastle 13.00 Southampton ­ West Ham 15.30 Liverpool ­ Man. City Hörður Snævar Jónsson hordur @frettabladid.is Sófasunnudagur af bestu gerð 22 Íþróttir 15. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.