Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 30

Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 30
Vinsælir áður en þeir byrjuðu Spjall okkar fer fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem þeir félagar ætla að halda upp á 50 ára samstarf sitt með tónleikum föstudaginn 21. október. Þeir þurfa þó lítið að æfa, lögin tuttugu, stærstu slagarar þeirra beggja, sem verða fluttir það kvöldið, eru allir í blóðinu. Talið berst aftur að fyrstu lögum þeirra félaga sem urðu til í kringum 1971. „Ég átti svona spólusegulband og tók mikið af lögunum okkar upp á það. Þetta komst í hendur nokkurra manna. Fyrst Jóa G. frænda míns sem var í Óðmönnum og hann kom okkur í samband við Áskel Másson og hvatti okkur til að koma saman þrír. Það endaði með því að við tókum alltaf rútuna í bæinn til að æfa með Áskeli og við spiluðum svo þrír saman uppi á f lugvelli. Bæði þessi frumsömdu lög okkar og kassagítarlög frá Ameríku,“ rifjar Jóhann upp og Magnús skýtur inn í léttum tón: „Þessi fimm frumsömdu lög.“ „Í framhaldi heyrði Ómar Valdi- marsson í okkur,“ segir Jóhann og Magnús tekur orðið: „Ég heyrði í Ómari um daginn og hann sagði að þetta hefði verið þannig að hann kom í kjallarann hjá þér og fékk spólur sem hann svo fór með í einhverja menntaskóla. Svo byrjaði síminn bara að hringja,“ segir Magnús og hlær. „Þetta var þá orðið vinsælt í menntaskóla áður en við vorum einu sinni komnir inn í bransann. „Ég man alltaf eftir því að við spiluðum í fyrsta skipti í einhverjum menntaskóla, þá sátu krakkarnir bara á gólfinu og sungu með, þekktu öll lögin sem voru á þessari fyrstu plötu okkar. Það var mjög gaman.“ Frægir á einni viku „Jón Ármannsson útgefandi kom að máli við okkur varðandi plötuút- gáfu. Við komum alltaf með rútunni og hann sótti okkur á Umferðar- miðstöðina og keyrði okkur í Síðu- múlann í Tannlæknasalinn sem þá var notaður sem stúdíó. Platan var tekin upp þar og þetta var eftir- minnilegt sumar,“ segir Jóhann. „Jonni Sighvats var á bassa, Maggi Kjartans á hljómborði og Raggi Sig- urjóns á trommur,“ segir Magnús og Jóhann bætir við: „Og Gunni Þórðar á þverflautu.“ Platan var tekin upp „live“ eins og tíðkaðist á þeim tíma. „Svona upptökur hljómuðu oft vel,“ segir Magnús. Platan kom út um vorið á svip- uðum tíma og heimsmeistaramótið fór fram hér á landi og þeir Fischer og Spassky tefldu það sem síðar var kallað einvígi aldarinnar. „Við vorum óþekkt nöfn og vorum allt í einu úti um allt,“ segir Jóhann. „Fyrsta stóra giggið okkar er minnisstætt, sama dag spiluðum við tvö lög í sjónvarpinu og svo í Háskólabíói með öllum stóru hljóm- sveitunum. Við vorum bara ein- hverjir aular frá Keflavík sem eng- inn vissi hverjir voru,“ segir Magnús og heldur áfram: „Svo bara byrjaði ballið. Við slógum í gegn þessa viku og eftir þetta vorum við eiginlega bara að svara símanum. Þetta var eiginlega alltof auðvelt – maður hélt bara að svona væri þetta.“ Ekki allt fyrir frægðina Einhverju síðar kom aftur að því að Jóhann hringdi örlagaríkt símtal í Magnús. „Þá hringdi hann og sagði: „Maggi, ég er orðinn leiður á því að sitja – ég vil að við stöndum upp!“ Svo sagðist hann vera búinn að semja lag sem hann teldi að gæti landað okkur plötusamningi í Englandi. Svo spilaði hann lagið fyrir mig í gegnum svarta símann og lagið heitir Yaketty Yak,“ rifjar Magnús upp en lagið átti eftir að fleyta þeim áfram. „Við fórum til London þar sem hljómsveitin Náttúra var við upp- tökur og tókum lagið upp með þeim Bjögga Gísla, Kalla Sighvats og Óla Garðars. Akkúrat þegar við erum að taka lagið upp gengur maður að nafni Cliff Cooper inn og segir: „Hey guys, I wanna do a deal with you!“ Magnús segir þá ekki hafa vitað við hverja maðurinn vildi semja, enda voru þeir þarna ásamt heilli annarri hljómsveit sem lék undir hjá þeim í hljóðverinu ásamt því að taka upp eigið efni. Cliff Cooper var og er eigandi útgáfufyrirtækisins Orange sem stofnað var á sjöunda áratugnum. „Það lyftist allur hópurinn upp – en í ljós kom að hann átti við lagið okkar og við skrifuðum undir samning við Orange,“ segir Magnús. Til varð hljómsveitin Change sem starfaði á árunum 1974 til 1975 og þegar þeim félögum var boðið að taka sig út úr því samstarfi til að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum afþökkuðu þeir það. Sveitin samdi við Chappell og EMI og reyndu þeir fyrir sér í London. „Þeir borguðu allt uppihald fyrir okkur í tvö ár, en við vorum með fjölskyldur okkar og þetta var orðið erfitt, það voru allir komnir með heimþrá,“ segir Magnús en Jóhann hélt heim til Íslands árið 1975 og draumurinn um að Change gerði það gott á erlendri grundu var úti. „Ekki allt fyrir frægðina,“ segir Jóhann. „En þetta var dásamlegur tími og ofboðslega þroskandi, skóli sem nýtist okkur enn þann daginn í dag. Mér fannst maður læra á þessum tíma hvað maður ætti ekki að gera,“ segir Magnús sem var áfram Við vorum auðvitað andlegir elskhugar – bestu vinir – við vorum bara ekkert að sofa saman. Magnús Þór Félagarnir fagna næsta föstudag fimmtíu ára samstarfsafmæli sínu með tónleikum í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Þar ætla þeir að taka sína þekktustu slagara en þar er sannarlega af nægu að taka. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það muna margir eftir myndinni sem prýddi umslag plötunnar Ástin og lífið en félagarnir stilltu sér eins upp fyrir forsíðuna. MYND/SIGURGEIR SIGURJÓNSSON í London í nokkur ár á lagasmíða- samningi. „Ég fór heim og ég man eftir að hafa fengið smá bakþanka, Maggi var enn úti og ég hugsaði með mér: „Hvað í andskotanum er ég að gera hérna?“ og samdi þá lagið: I give my everything, eða Ég gef þér allt mitt líf,“ segir Jóhann. „Á meðan samdi ég Blue Jean Queen,“ skýtur Magnús inn. Tíminn í London í hundana Jóhann var kominn í diskódúett með söngkonunni Helgu Möller sem gekk undir nafninu Þú og ég, en þegar Magnús kom heim tóku þeir félagar aftur upp þráðinn. „Þessi tími minn þarna úti fór eig- inlega bara í hundana. Fjölskyldu- lífið hrundi og drykkjan varð of mikil,“ segir Magnús og félagi hans ítrekar að viðtalið eigi að hans mati að vera á jákvæðum nótum. „Maður byrjaði bara aftur upp á nýtt hér heima og það tók mig nokk- ur ár að skríða upp úr þessari laut sem við lágum í. Það tók mig alveg sex, sjö ár að hreinsa mig upp,“ segir Magnús en þeir félagar eru sammála um að þráðurinn þeirra á milli hafi aldrei slitnað. Ýmiss konar verkefni urðu á vegi þeirra næstu árin og segir Magnús það hafa komið sér á óvart hvað hafi notið vinsælda. „Við vorum alltaf í þessum erlendu pælingum. Svo samdi ég Álfana, Draum aldamótabarnsins og Ísland er land þitt. Þessi lög sem voru ekki aðalmálið í huga mér urðu svo að aðalmálinu,“ segir Magnús. „Manni fannst þetta íslenska hallærislegt, Haukur Morthens og svona,“ heldur hann áfram. „En ungir tónlistarmenn í dag horfa á mann sem maður sé gamalt furðu- verk – sem maður auðvitað er.“ Hlógu að hommasögunum Þrátt fyrir að vera komnir á áttræð- isaldur eru þeir enn að semja tónlist. Jóhann lauk nýverið við rokkóperu um Fjalla-Eyvind og Höllu og Magn- ús er að klára að mixa plötu með 16 nýjum lögum. En hvernig ætli maður haldi sköp- unarkraftinum gangandi í öll þessi ár? „Með því að vera nógu andskoti gleyminn,“ segir Magnús en Jóhann er eins og oft aðeins alvarlegri: „Þetta er þörf. Því ekki er maður að gera þetta fyrir peninginn.“ Báðir hafa samið töluvert fyrir aðra tónlistarmenn enda semja báðir mikið og segir Jóhann það stundum henta að sleppa við að f lytja lögin sjálfur. „Þá er maður líka laus við allt vesenið og fær bara STEF-gjöldin sem getur stundum verið ágætt.“ Samstarf Magnúsar og Jóhanns hefur sannarlega verið farsælt og vinskapur þeirra náinn, svo mjög að á tímabili gekk sú saga fjöllunum hærra að þeir væru par. Þetta var á þeim tíma sem samkynhneigðir urðu fyrir verulegu aðkasti hér á landi og margir f lúðu land, meðal annarra tónlistarmaðurinn Hörður Torfason. Ég varð bara að slást við þá Magnús getur ekki haldið aftur hlátrinum þegar hann rifjar upp myndbirtingu í Morgunblaðinu sem virkaði sem olía á eld þeirra sagna. „Þá snerum við hvor að öðrum hvor á sinni síðunni með stút á vörum – svo þegar blaðinu var flett kysstumst við,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Við vorum að gera at í þessu en það voru allir vissir um að við værum hommar. Sem var bara allt í lagi.“ „Þetta var nú bara stórglæpur á þessum tíma,“ segir Jóhann. „Já, ég man reyndar eftir einu atviki þegar ég var á gangi rétt hjá lögreglustöðinni á Hverfisgötu og það komu að mér tveir menn. Þeir sögðu: „Við ætlum að berja þig, ógeðslegi homminn þinn!“ Ég varð bara að slást við þá og sagði: „Ókei, einn í einu!“ lýsir Magnús sem segist hafa pakkað öðrum saman en hinn hafi f lúið vettvang. „Spjótkastarinn, maður,“ segir Jóhann með aðdáun: „Íslands- meistarinn!“ Og þeir hlæja báðir. „Við vorum auðvitað andlegir elskhugar – bestu vinir – við vorum bara ekkert að sofa saman,“ segir Magnús. „Já, bara eins og McCartney og Lennon,“ bætir Jóhann við. Engin minnimáttarkennd Aðspurðir hvort þeir hafi alltaf verið bestu vinir svara þeir báðir játandi, og Jenný, eiginkona Magnúsar sem situr álengdar, tekur undir það. „Það er stór geymir af Jóhanni í mér. Þegar við tölum saman opn- ast þessi gátt og það er aldrei neitt vesen. Ég held meira að segja að Jóhann hafi valið sér konu eins og mig og ég hafi valið mér konu eins og hann.“ Það er ekki annað hægt en að spyrja Jenný hvort þetta sé sann- leikanum samkvæmt og hún stað- festir það. „Það var alltaf þessi gagnkvæma virðing. Þó að við hefðum viljað prófað eitthvað annað hefur það ekki valdið vanda. Það er ákveðið sjálfstæði í því að við höfum báðir náð ákveðinni velgengni svo það er engin minnimáttarkennd,“ segir Magnús. „Við hrifumst af lögum hvor ann- ars og vorum jafnokar, við fundum það snemma,“ bætir Jóhann við. „Jói er með svona 99 prósent minni og ég svona 57 prósent. Ég man öll lögin mín, en textarnir, þetta er bara frumskógur af orðum.“ Er hann ekki löngu dauður Á dögunum kom út nýtt lag með dúettinum og ber það heitið It’s only love og er komið á spilunar- lista Rásar 2. „Við ákváðum að rifja upp gamla takta. Ég spurði Magga hvort við ættum ekki að hafa lagið á íslensku en hann neitaði því enda voru ensk- ir texta allsráðandi þegar við hófum ferilinn,“ segir Jóhann. „Manni fannst auðveldara að semja á ensku í gamla daga þegar maður skildi íslenskuna ekki nægi- lega vel. Það var allt á ensku og það þótti ekkert f lott að vera að semja einhverja tilfinningatexta á íslensku. Maður þurfti að vera klár í rími og stuðlum og manni stóð bara ógn af þessu.“ Það er svolítið skondið að heyra höfund lagsins Ísland er land þitt tala um þennan ótta við íslenskuna. Magnús rifjar einmitt upp að fyrir einhverjum árum hafi hann heim- sótt barnaskóla þar sem hann var kynntur sem höfundur þess lags. „Þá heyrði ég hvíslað: „Er hann ekki löngu dauður?““ En að tónleikunum um næstu helgi. „Við tökum svona 20 þekktustu lögin okkar sem við höfum samið fyrir okkur og aðra. Tökum alla vega ekkert nýtt,“ segir Magnús. „Það þýðir ekkert,“ segir Jóhann. „Þetta erum bara við gömlu vin- irnir ásamt Jóni Ólafs að gera eitt- hvað sem við kunnum,“ segir Magn- ús. „Þetta er orðið eins og sjálfvirk vél. Ég hringi í Jóa fyrir tónleika og segi: „Eigum við ekki að æfa þetta?“ Þá svarar hann: „Við þurfum þess ekkert.“ n 30 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.