Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 35
Viktor Ben Gestsson stund- aði kraftlyftingar lengi og náði meðal annars heims- meistaratitli í bekkpressu. Íþróttin getur verið erfið og auðvelt að slasast, sem Vikt- or hefur fundið fyrir. Hann þekkir vel hversu erfitt er að vera með verki og veit að margt ungt fólk er að berjast við það sama. „Ég bjó í Noregi í nokkur ár og þurfti á breytingu að halda. Hætti í vel launuðu starfi og flutti til Íslands á tíu dögum. Ég skoðaði margar atvinnuauglýsingar en þegar ég las auglýsinguna frá OsteoStrong sótti ég strax um, mætti niður eftir samdægurs og daginn eftir í viðtal,“ segir Viktor Ben. Ég var á réttum stað „Ég vissi hvað OsteoStrong var því mamma mín mætti í prufutíma þegar það var að byrja á Íslandi. Henni fannst OsteoStrong mjög skrítið og furðulegt. Mér fannst það hins vegar mjög áhugavert og fór strax að kynna mér hug­ myndafræðina í gegnum netið en fékk ekki tækifæri til að prófa. Þremur árum síðar var ég svo allt í einu farinn að vinna hjá Osteo­ Strong sjálfur. Ég fann það strax að ég var á réttum stað. Ég hef nefnilega gengið í gegnum ýmis­ legt með minn skrokk,“ segir hann enn fremur. 16 ára með 170 kíló í bekk „Þegar ég var 15 ára byrjaði ég að æfa kraftlyftingar. Fljótlega fór ég að keppa fyrir Breiðablik því þjálfarinn frétti að 16 ára strákur væri farinn að taka 170 kíló í bekk. Ég mætti á Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum tveimur mánuðum síðar og fjórum mánuðum seinna verð ég Evrópumeistari í mínum ungmennaflokki. Fljótlega eftir það tók ég þátt í heimsmeistara­ móti í Texas. Þar náði ég mér í brjósklos og því varð þetta frekar stuttur ferill hjá mér. Heppinn að vera ekki í hjólastól Það kom ekki í ljós strax að þetta væri brjósklos. Seinna var mér sagt að ég væri heppinn að vera ekki í hjólastól. Eftir þetta var ég mörg, mörg ár í veseni með bakið á mér og keppti einungis í bekkpressu í um fjögur ár. Ég komst upp með það þrátt fyrir bakverkina,“ upplýsir Viktor og bætir við: „Ég þyngdist sífellt meira af vöðvum og var orðinn 159 kíló þegar ég var þyngstur, sem var ekki talin góð hugmynd út af bakinu. Ég keppti í bekkpressu og náði mér í heims­ meistaratitil í mínum flokki. Í kraftlyftingum náði ég að meiða mig í hnjánum, olnbogunum, öxl­ unum, mjöðmunum og bakinu. Ég var farinn að kynnast fullmörgum sjúkraþjálfurum og var vikulega hjá kírópraktor. Ég prófaði að létta mig en það var heldur ekki lausnin,“ segir hann. Féll niður tvær hæðir „Í Noregi vann ég á skipi og lenti í vinnuslysi. Lyftist óvart upp með krana, datt illa niður tvær hæðir á mjöðmina og gat ekki gengið í tvær vikur. Þetta var mjög slæm bylta og hjálpaði bakinu ekki held­ ur. Ég fór fullsnemma í vinnuna og haltraði í sex mánuði,“ greinir Viktor frá. „Þegar ég byrjaði að vinna hjá OsteoStrong var ég hokinn, því ég hafði neyðst til þess að byggja upp brjóstkassann meira en bakið út af verkjum. Bakverkirnir höfðu minnkað en ég var sífellt þreyttur í efra bakinu og með snúinn spjald­ hrygg. Mjöðmin var alltaf að plaga mig.“ Gat ekki unnið heila vinnuviku Viktor byrjaði að vinna 80% starf því hann treysti sér ekki til að vinna heila vinnuviku. „Ég átti frí í einn dag í viku en það nýttist bara í hvíld og slökun, ég gat ekkert annað gert. Ég svaf lítið og þurfti enn hjálp við verkjastjórnun. Ég ákvað að hætta í ræktinni, gerði bara OsteoStrong æfingar og notaði X3, eða teygjur sem Osteo­ Strong selur fyrir styrktarþjálfun. Ég fann mjög mikinn mun því þetta fór betur með liðina mína og ég fékk ekki jafn miklar harð­ sperrur. Þegar maður er slæmur í baki er svo mikilvægt að fótlegg­ irnir verði ekki stífir. Þegar ég gerði OsteoStrong æfingarnar í fyrsta sinn sá leið­ beinandinn að ég væri svolítið kraftalegur þannig að hann leyfði mér að taka almennilega á með fótunum. Ég hef aldrei á ævinni sofnað jafn fljótt. Mér fannst það geggjað því að ég hef alltaf verið að drepast í líkamanum á kvöldin.“ Skrítið að vera verkjalaus Viktor gerði bara eina Osteo­ Strong æfingu í viku eins og allir og skrifaði hjá sér mánaðarlega hvernig honum leið. „Hvernig verkirnir voru á skalanum 1­10 í öllum liðum og baki. Hvernig taugaverkirnir væru, hversu stífur ég var í bakinu. Eftir átta skipti var taugaverkurinn sem leiddi niður í fótinn hættur að trufla mig en hann hafði verið óþolandi. Verkirnir í mjöðminni voru miklu minni, bakið orðið töluvert betra og mér fannst ég vera miklu sterk­ ari í hnjánum, sem ég fann helst fyrir þegar ég var að hlaupa í fót­ bolta. Hægt og rólega eftir 12–20 skipti minnkaði þetta töluvert og stundum er enginn verkur. Það er mjög skrítið að vera allt í einu ekki með neinn verk, það verður fyrst pínu einmanalegt því maður er svo vanur að hafa hann alltaf hjá sér,“ segir hann og glottir. Skemmtilegt í fótbolta „Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að spila fótbolta með bróð­ ur mínum. Ég gat aldrei sparkað fast í boltann út af mjöðminni en nú er ég farinn að sparka svo fast að bróðir minn bara hreyfir sig úr markinu. Ég þarf að passa mig áfram en þetta er allt miklu, miklu betra. Ég fæ enn einhver verkja­ skot í mjöðmina en nú eru þau svo sjaldgæf að mér bregður þegar þau koma, áður voru þau daglegt brauð.“ Laus við svima „Ég hef verið að glíma við svima og bílveiki og gat til dæmis ekki horft á símann minn í strætó. Eftir nokkur skipti í OsteoStrong gjör­ breyttist það. Ég fór í f lug um dag­ inn og það er allt annað. Margir meðlimir eru að upplifa það sama og finna mikinn mun á sér.“ Allt OsteoStrong að þakka „Ég er ekki lengur þreyttur og stífur í efra bakinu, ekki hokinn og ég get aftur setið jafn lengi og ég þarf. Brjóstkassinn er allur að opnast og lyftast. Stundum líður mér þegar ég labba um eins og ég sé agalega montinn með sjálfan mig, því ég næ loksins að standa almennilega uppréttur. En þetta er náttúrulega bara loksins rétt staða. Það er allt OsteoStrong að þakka.“ Get gert það sem mig langar „Ég get unnið 100% starf núna og meira ef mig langar til þess. Ég leiði fólk í gegnum æfingarnar alla daga og mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég hélt fyrst kannski að þetta yrði einhæft því þetta eru í raun bara fjórar æfingar, en þú myndar tengsl við alla hérna. Þegar maður er að spjalla við gott fólk líður dagurinn svo of boðslega hratt.“ Of gott til að vera satt „Við heyrum frábærar árangurs­ Skrítið að vera ekki með verki Viktor Ben Gestsson var öflugur kraftlyftingamaður en bæði íþróttameiðsl og vinnuslys gerðu það að verkum að hann var alltaf verkjaður. Viktor segir að OsteoStrong hafi gert kraftaverk fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Viktor segir að æfingarnar séu einfaldar en ótrúlega áhrifaríkar, hann er til dæmis laus við svima. Meðlimir geta átt von á að: n Auka styrk um 73% á ári að meðaltali. n Auka jafnvægi um 77% á fimm skiptum. n Minnka líkur á meiðslum. n Bæta líkamsstöðu. n Minnka verki í baki og liðamótum. n Lækka langtíma blóðsykur. n Auka beinþéttni. Bylting í æfingum OsteoStrong er byltingar­ kennt æfingakerfi sem hjálpar fólki á öllum aldri að styrkja sig. Meðlimir Osteo­ Strong mæta einu sinni í viku og ná í 20 mínútna heimsókn að þétta vöðva, sinar, liðbönd og bein, bæta árangur og fyrirbyggja meiðsl. sögur á hverjum degi og þá veit maður að vinnan manns skiptir máli. Stundum hljómar þetta allt of gott til að vera satt, en svo þegar svona margar sögur safnast saman þá treystir maður OsteoStrong kerfinu enn betur. Mér finnst ég enn vera að læra inn á tækin fyrir sjálfan mig og mér finnst ég eiga nóg eftir, eins og OsteoStrong veg­ ferðin mín sé rétt að byrja. Ég verð betri með hverri vikunni og ég sé fram á að verða enn betri í fram­ tíðinni.“ Rólegt umhverfi „Ég hvet alla til að gefa Osteo­ Strong séns, ekki vera feimin við að koma og prófa. Allir sem vinna hérna eru viðkunnanlegir. Flestir sem koma láta vel af OsteoStrong og líður vel hérna. Umhverfið er rólegt, fólk ræður ferðinni sjálft og við ýtum fólki alls ekki út fyrir sinn þægindaramma í æfingunum, sem skiptir miklu máli. Já, þetta bara virkar.“ n Stöðvar OsteoStrong eru í Hátúni 12, 105 Reykjavík og í Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi. Frían prufutíma má bóka á osteostrong.is og í síma 419 9200. ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 15. október 2022
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.