Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 36
Það má reikna með miklu
stuði og stemningu í Smár-
anum og á Kópavogsvelli
í dag og í kvöld, en stuðn-
ingsmenn Breiðabliks fá þá
tækifæri til að fagna karla-
liði félagsins í knattspyrnu,
sem fyrr í vikunni tryggði
sér Íslandsmeistaratitilinn,
þó án þess að spila.
gummih@frettabladid.is
Blikarnir innsigluðu verðskuld-
aðan titil þegar Víkingur tapaði
fyrir Stjörnunni og í kvöld verður
sannkölluð sigurhátíð þegar
nýbakaðir meistarar taka á móti
KR. Örn Örlygsson er formaður
Blikaklúbbsins, sem stofnaður var
árið 1993, en tilgangur hans er að
styðja við bakið á meistaraflokki
karla og kvenna. Örn er gallharður
stuðningsmaður Breiðabliks. Hann
var liðsstjóri þegar Breiðablik vann
sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í
karlaflokki árið 2010 og undan-
farin fimm ár hefur hann verið
formaður Blikaklúbbsins.
„Ég var liðsstjóri og í meistara-
flokksráði á árunum þegar við
urðum Íslands- og bikarmeistarar,
2009 og 2010. Ég á einhvern smá
þátt í þeim titlum. Ég hef verið
Bliki frá fæðingu satt að segja.
Strákurinn minn byrjaði að æfa
með Breiðabliki þegar hann var
fjögurra ára og ég fylgdi honum
upp alla flokka. Ég gerðist liðsstjóri
í tíð Bjarna Jóhannssonar 2004 og
hætti svo árið 2011,“ segir Örn en
Adam Örn, sonur hans, lék með
meistaraflokki Breiðabliks áður
en hann reyndi fyrir sér í atvinnu-
mennsku í Danmörku, Noregi og
Póllandi. Hann sneri aftur til Blika
fyrir tímabilið en var lánaður til
Leiknis um mitt sumar.
„Það verður líf og fjör á Kópa-
vogsvelli þar sem við stuðnings-
menn fáum tækifæri til að hylla
strákana. Yngri kynslóðin mun
hittast eitthvað fyrr um daginn
í Smáranum og við meðlimir
Blikaklúbbsins verðum í því að
selja varning eins og boli, fána og
fleira til þess að hafa á vellinum.
Stefnan er sú að 18 ára og eldri
komi sér fyrir í gömlu stúkunni
þar sem harðasti kjarninn verður
og vonandi fyllum við stúkuna.
Mér skilst að meistaraskjöldurinn
verði afhentur í síðasta heima-
leiknum sem er á móti Víkingi,
en það mun ekki breyta því að
Íslandsmeistaratitlinum verður vel
fagnað í leiknum á móti KR,“ segir
Örn, en stuðningsmannasveitin
Kópacabana ætlar að hita upp fyrir
leikinn á 2. hæð í Smáranum.
Er þetta tímabil ekki búið að vera
geggjað fyrir ykkur, þessa gall-
hörðu stuðningsmenn?
„Þetta er búið að vera virkilega
skemmtilegt en mikil vinna hjá
okkur í stjórn Blikaklúbbsins.
Á hverjum einasta leik í sumar
höfum við verið með sölubása með
alls konar varningi og við höfum
náð að skapa mjög flotta umgjörð
í kringum liðið. Maður renndi
svolítið blint í sjóinn fyrir tíma-
bilið þar sem við misstum sterka
leikmenn eftir síðasta tímabil og
maður vissi ekki
alveg hvernig menn
eins og Dagur Dan
og Ísak kæmu inn.
Fljótlega eftir fyrstu
umferðirnar fór maður að
gæla við að eitthvað stórt
væri í vændum og sérstak-
lega eftir að við unnum KR í
Frostaskjóli. Yfirleitt höfum
við tapað líkamlegri baráttu
við KR-ingana á þeirra heima-
velli en nú svöruðu strákarnir því,“
segir Örn.
Aldrei selt eins mikinn varning
Örn er ánægður með stuðninginn
sem liðið hefur fengið á tíma-
bilinu. „Mætingin á Kópavogsvöll
hefur verið góð og ég held að við
séum á toppnum hvað aðsókn
varðar. Þá hefur stuðningurinn
verið góður á útivöllunum. Það
er allt miklu auðveldara þegar vel
gengur. Við finnum fyrir því. Við
höfum aldrei selt eins mikinn
varning og í ár og stúkan hefur
aldrei verið eins græn og á þessu
tímabili. Treyjur, treflar og
húfur hafa rokið út og þegar
vel gengur vilja allir taka þátt
í gleðinni,“ segir Örn, sem
tók smá forskot á sæluna í
fögnuðinum, en eftir að ljóst
var að Blikar voru orðnir
meistarar á mánudaginn
skundaði slatti stuðnings-
manna félagsins í Smárann,
Örn þar á meðal, og fagnaði
þar með leikmönnum
liðsins.
Það má reikna með því að
flugeldar fari á loft í Kópa-
vogsdalnum í kvöld, til
heiðurs frábæru liði Breiða-
bliks og væntanlega verður
fjölmennt í stúkunum
tveimur á Kópavogsvelli.
„Ég vona að fólk fjölmenni
á völlinn og að áhorfendur
verði ekki undir tvö þúsund
manns. Mér finnst vera skyldu-
mæting hjá yngri kynslóðinni og
bara hjá öllum Blikum.“n
Allt auðveldara þegar vel gengur
Örn var liðs-
stjóri hjá Breiðabliki
þegar félagið varð
Íslandsmeistari fyrir
tólf árum.
MYND/AÐSEND
Við höfum aldrei
selt eins mikinn
varning og í ár og stúkan
hefur aldrei verið eins
græn. Treyjur, treflar og
húfur hafa rokið út og
þegar vel gengur vilja
allir taka þátt í
gleðinni.
Örn Örlygsson
Snyrti- og förðunarfræð-
ingurinn Maríanna Páls-
dóttir lenti í óskemmtilegri
lífsreynslu í veiðiferð fyrr á
árinu, þegar hnéð á henni
stokkbólgnaði skyndi-
lega. Hún brá á það ráð að
taka inn túrmerik-töflur
og bólgan hvarf á nokkrum
dögum.
„Eftir að ég fékk Covid-bólu-
setningarnar byrjaði ég að finna
fyrir bólgum í líkamanum, bæði í
hnjám og olnbogum. Ég spáði samt
ekkert mikið í það en svo fékk ég
Covid í mars og þá snarversnuðu
bólgurnar,“ segir Maríanna.
„Ég er rosalega vakandi fyrir því
sem ég geri við líkama minn. Ég
drekk endalaust af vatni, ég drekk
ekki áfengi, ég tek engin lyf. Það
er ekkert sem ég get sett putt-
ann á sem ýtir undir bólgur hjá
mér. Ég get þess vegna ekki tengt
bólgurnar við neitt annað en bólu-
setningarnar og svo Covid.“
Í áðurnefndri veiðiferð upplifði
Maríanna að liðirnir voru verri en
venjulega.
„Allt í einu upp úr þurru verð ég
stokkbólgin á öðru hnénu og það
var þá sem ég tók eftir því hvað
túrmerik-töflurnar eru áhrifaríkar.
Mér verður alltaf illt í maganum
ef ég tek bólgueyðandi lyf svo ég
reyni alltaf að sleppa þeim. Ég
reyni frekar að finna einhverja
náttúrulega lausn fyrst. Eins og að
drekka meira vatn, sleppa brauði
og sykri eða taka út einhverja fæðu
sem mér finnst ekki gera mér gott,“
segir hún.
„Nema hvað, í þessari veiðiferð
var ég með rótsterkar bólgueyð-
andi töflur, en ég vissi að ef ég tæki
þær þá yrði mér á móti rosalega
illt í maganum. Það var ekki í
boði í þessum aðstæðum. Ég var
úti í náttúrunni innan um kletta
og gljúfur og ég gat ekki verið að
drepast í maganum þar. En ég gat
heldur ekki staðið úti í á að veiða
með rosalegan verk í hnénu.“
Bólgurnar hurfu
Kokkurinn í Stóru-Laxá kom þá
með þessa frábæru hugmynd,
að taka inn túrmerik-töflurnar
frá ICEHERBS, sem hún var með
í veiðihúsinu og viti menn, þær
snarvirkuðu.
„Það er ráðlagt að taka eina til
tvær töflur á dag en ég tók fjórar
til fimm, það er ekki ráðlagt en ég
gerði það bara í nokkra daga. Það
snarvirkaði, bólgurnar bara hurfu.
Ég er viss um að það var túrmerik-
inu að þakka, því það eina sem ég
gerði öðruvísi en venjulega var að
dæla í mig túrmerik-töflunum,“
segir hún.
Túrmerik bjargaði
veiðiferðinni
Maríanna
uppgötvaði
túrmerik-
töflur þegar
hún bólgnaði
skyndilega
upp í veiðiferð.
En bólgurnar
snarminnkuðu
eftir inntöku
túrmeriksins.
MYND/AÐSEND
„Ég fann mun á öllum líkam-
anum, ekki bara hnénu. Ég
tek vítamín fyrir húð,
hár og neglur, D-vítamín
og svo tek ég túrmerik. Ég
tek engin önnur bætiefni.
Ef ég prófa að sleppa
túrmerikinu í svona
viku þá finn ég strax
mun svo ég held áfram að
taka það.“
Maríanna segir að með
túrmerikinu hafi henni tekist
að halda bólgunum niðri og
hún hafi ekki aftur lent í svipuðu
atviki og í veiðiferðinni.
„Ég tek alltaf eina til tvær töflur
á dag og þetta hefur ekki gerst
aftur. Eftir að hafa prófað þetta
myndi ég aldrei dæla lyfjum í
börnin mín án þess að prófa nátt-
úrulega leið fyrst. Ég er agndofa
yfir því hvað túrmerik hefur gert
fyrir mig.“
Náttúrulegt bætiefni
ICEHERBS framleiðir bæði mildar
túrmerik-töflur og sterkar túr-
merik-töflur. Auk túrmeriks inni-
halda þær íslensk fjallagrös, sem
eru viðurkennd lækningajurt sem
hjálpar til við að draga úr bjúg.
Sterkar túrmeriktöflur innihalda
auk þess svartan pipar, sem eykur
upptöku túrmeriksins og marg-
faldar áhrifin. Túrmerik hefur
verið þekkt í þúsundir ára fyrir
eiginleika sína sem bólgueyðandi
jurt og sem kröftug andoxun. Túr-
merik er einnig talið geta hjálpað
gegn ýmsum öðrum kvillum, allt
frá meltingartruflunum upp í
gigtarsjúkdóma.
Bætiefnin frá ICEHERBS eru
hrein og náttúruleg. Lögð er
áhersla á að virkni skili sér í
réttum blöndum og að eiginleikar
innihaldsefnanna viðhaldi sér að
fullu. Vörurnar eru framleiddar á
Íslandi og innihalda engin óþarfa
fylliefni. n
ICEHERBS fæst í öllum betri
matvöruverslunum, apótekum,
heilsuvöruverslunum og glæsi-
legri vefverslun iceherbs.is.
4 kynningarblað A L LT 15. október 2022 LAUGARDAGUR