Fréttablaðið - 15.10.2022, Qupperneq 42
Viltu vera hluti af teymi sem sér um vöktun og eftirlit með rekstri
jarðhitaauðlindarinnar? Starfið heyrir undir svið vinds og jarðvarma
og er starfsstöð á Mývatnssvæðinu.
Verkefnin eru fjölbreytt. Í þeim felast meðal annars sýnatökur og
efnagreiningar og rekstur rannsóknarstofu í Kröflu. Viðkomandi sér um
úrvinnslu mælinga og túlkun þeirra, en eftirlit með vinnslurásinni og
þátttaka í ýmis konar vinnslutæknitilraunum eru einnig meðal verkefna.
Hæfni og reynsla:
– Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. efnafræði, jarðfræði,
efnaverkfræði eða jarðefnafræði
– Jarðhitaþekking er kostur
– Góðir samskiptahæfileikar, sveigjanleiki og drifkraftur í starfi
– Reynsla af sýnatökum og efnagreiningum
– Geta til að tjá sig á ensku í ræðu og riti
– Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 24. október
Sótt er um starfið á vef Landsvirkjunar
landsvirkjun.is/laus-storf
Starf
Rannsóknir
eru hitamál
Umsóknarfrestur er til og með 25. október nk.
Upplýsingar um störfin veitir Inga Steinunn
Arnardóttir, inga@hagvangur.is.
Sölumaður varahluta
Sölumaður varahluta er staðsettur í
höfuðstöðvum okkar á Rauðhellu og
sinnir sölu og ráðgjöf til viðskiptavina á
staðnum eða í gegnum síma/tölvupóst.
Hæfniskröfur
• Reynsla af sölustörfum æskileg
• Þekking á vinnuvélum kostur
• Bílpróf skilyrði, lyftarapróf er kostur
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð íslensku og enskukunnátta
• Stundvísi og áreiðanleiki
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Metnaður og vandvirkni
Sölumaður vinnuvéla
Sölumaður vinnuvéla tekur á móti
viðskiptavinum á söluskrifstofu okkar á
Rauðhellu en fer jafnframt í heimsóknir til
viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og
úti á landi.
Hæfniskröfur
• Reynsla af sölustörfum æskileg
• Þekking á vinnuvélum
• Bílpróf skilyrði
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Metnaður og áreiðanleiki
Viðgerðarmenn
Viðgerðarmenn sinna standsetningu,
viðgerð og viðhaldi á vinnuvélum og
tækjum, svo sem gröfum, brjótum,
hörpum, fleygum og völturum. Verkin eru
ýmist unnin í verkstæði okkar á Rauðhellu
eða þar sem tækin eru staðsett hverju
sinni.
Hæfniskröfur
• Reynsla af viðgerðum skilyrði
• Bílpróf skilyrði
• Stundvísi og áreiðanleiki
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Vélafl leitar að góðu fólki
hagvangur.is
Sótt er um störfin
á hagvangur.is
Vélafl ehf. hefur starfað á íslenskum
vinnuvélamarkaði síðan árið 1998. Við
erum umboðsmenn fyrir marga af fremstu
vélaframleiðendum heims.
Höfuðstöðvar okkar eru að Rauðhellu 11
í Hafnarfirði þar sem við erum með 1380
fm söluskrifstofur, verkstæði og lager.
Við leggjum höfuðáherslu á að veita
viðskiptavinum okkar framúrskarandi
góða og skjóta þjónustu.