Fréttablaðið - 15.10.2022, Síða 45

Fréttablaðið - 15.10.2022, Síða 45
UPPBYGGING SPENNANDI HRINGRÁSARVERKEFNIS Viltu bætast í öflugan hóp reynslumikilla einstaklinga við uppbyggingu stærsta landeldis á Íslandi, þar sem ný vistvæn hugsun og tækni ráða för? Störf í boði: Samherji Fiskeldi hefur verið stórframleiðandi á laxi og bleikju í yfir 20 ár og rekur eingöngu landeldisstöðvar. Í undirbúningi er nú 40.000 tonna landeldisstöð sem framleiða mun hágæðalax með nýjustu tækni í glæsilegri aðstöðu. Staðsetning stöðvarinnar í Auðlindagarðinum á Reykjanesi skapar einstök tækifæri til fullnýtingar affallsstrauma m.a. frá jarðvarmavirkjunum. Hringrásarhagkerfi verður leiðarljós og lægsta mögulega vistspor er markmiðið. Allt framleiðsluferlið verður á sama stað, frá innsetningu hrogna að fullunnum hágæðaafurðum. Fyrsti áfangi af þremur er þegar fjármagnaður en framkvæmdir munu hefjast á næsta ári og áætlað að stöðin verði fullbúin árið 2032. Starfsstöðvar verða í Reykjavík og Reykjanesi samhliða framkvæmdum. Sviðsstjóri hönnunar og framkvæmda • Yfirmaður hönnunar 40.000 tonna landeldis • Verkefnastjórn á hönnunar- og framkvæmdatíma • Undirbúningur og eftirfylgni verksamninga • Framkvæmdaáætlun og áfangaskipting Menntun og reynsla: Byggingarverkfræði eða sambærilegt. Reynsla af stjórnun og stórum verklegum framkvæmdum er skilyrði. Stöðvarstjóri seiðaeldis • Stöðvarstjóri í nýrri og glæsilegri RAS-seiðastöð • Hönnun, innkaup, framkvæmdir, eftirfylgni og rekstur seiðastöðvar Menntun og reynsla: Háskólamenntun í fiskeldi, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af rekstri RAS-kerfa er nauðsynleg. Stöðvarstjóri áframeldis • Stöðvarstjóri í nýju og yfirbyggðu 40.000 tonna landeldi með PRAS-kerfi • Hönnun, innkaup, framkvæmdir, eftirfylgni og rekstur áframeldis Menntun og reynsla: Háskólamenntun í fiskeldi, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af fiskeldi er nauðsynleg. Verkefnastjóri vinnsluferla • Hönnun og bestun vinnsluferla • 40.000 tonn framleidd árlega • Verkefnastjórn á hönnunar- og framkvæmdatíma • Undirbúningur verksamninga vegna vinnslubúnaðar • Eftirfylgni uppsetninga og prófana Menntun og reynsla: Menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Þekking á Inventor/Solidworks og Autocad. Leiðtogi öryggismála • Skipulag og umsjón öryggishönnunar • Áhættugreining verkferla • Samræming þjálfunarskrár starfsfólks • Þjálfun starfsfólks og skipulag námskeiða • Eftirfylgni öryggissamninga á framkvæmdatíma Menntun og reynsla: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði matvæla- eða verkfræði. Þekking og reynsla af öryggisstjórnun, gæðastjórnun og rekstri gæðakerfa. Gagnasérfræðingur • Uppbygging vöruhúsa gagna • Eldiskerfi • Vinnslukerfi • SCADA-kerfi • Fjárhagskerfi • Skýrslugerð í PowerBI Menntun og reynsla: Tölvunarfræði eða verkfræði. Reynsla af gagnagreiningu og skýrslugerð er nauðsynleg. Dýralæknir • Yfirdýralæknir Samherja Fiskeldis • Umsjón með líffræðilegum þáttum, sýnatökum og heilbrigðiseftirliti í eldisstöðvum • Bestun verkferla til að tryggja heilbrigði eldisstofns • Gerð heilbrigðisáætlana fyrir hverja eldisstöð í samstarfi við stöðvarstjóra og gæðastjóra fiskeldis • Símenntun starfsfólks í almennri fiskavelferð, umgengni og sjúkdómavörnum. Menntun og reynsla: Háskólapróf í dýralækningum. Umsóknir og kynningarbréf skulu send á www.hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2022. Upplýsingar um störfin veita Hallveig Hafstað Haraldsdóttir, hallveig@hagvangur.is og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is. For English: Byggingarverkfræðingur • Byggingarverkfræðingur á hönnunar- og framkvæmdasviði • Forhönnun í samstarfi við eldissvið • Eftirlit og samþætting hönnunar Menntun og reynsla: Byggingarverkfræði eða sambærilegt. Þekking á lagnahönnun er mikill kostur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.