Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 62

Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 62
Sæbjúgnahylki +D3 frá Arctic Star innihalda yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa margs konar heilsueflandi áhrif á líkams- starfsemina. Arctic Star sæbjúgnahylki +D3 innihalda yfir 50 tegundir af næringarefnum, eins og kollagen, amínósýrur, taurín, chondroitin súlfat, peptíð og fjölbreytt vítamín og steinefni, sem geta haft mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans. Ein þeirra fjölmörgu sem taka inn sæbjúgnahylki +D3 að staðaldri er Kristín Snorradóttir, jógakennari og heilsu- og vellíðun- armarkþjálfi. „Ég tek inn sæbjúgu með D3-vítamíni því það er mikil- vægt fyrir konur á miðjum aldri að passa upp á D-vítamínbúskapinn vegna hormónabreytinga og hættu á beinþynningu og fleiri þátta, auk þess sem Íslendingar almennt þurfa meira D-vítamín.“ Arctic Star sæbjúgnahylkin eru framleidd úr sæbjúgum sem eru veidd í Norður-Atlantshafinu við strendur Íslands. Sæbjúgnahylki +D3 vítamín hefur lengi verið þekkt fyrir að hjálpa til við frásog kalsíums og fosfórs, en nýjar rann- sóknir sýna að D3 gegnir einnig hlutverki í hjarta- og æðastarfsemi og styður heilbrigða bólgusvörun. Heilsan og náttúran heillar Kristín er eigandi Fagvitundar en þar vinnur hún heildrænt að heilsueflingu fólks, bæði með aust- rænum og vestrænum aðferðum. „Í grunninn er ég þroskaþjálfi en hef auk þess menntað mig sem jóga- kennari, jógaþerapisti, jóga nidra- kennari og heilsu- og vellíðunar- markþjálfi auk þess að bjóða upp á aðrar aðferðir til bættrar heilsu.“ Alveg frá því hún var stelpa hefur heilsan og náttúran verið mikið áhugaefni. „Sem fagaðili sem vinnur heildrænt með heilsu og að heilsueflingu, legg ég ekki nafn mitt við neitt nema ég hafi persónulega reynslu af því. Ég er alveg viss um að náttúran okkar býr yfir mesta lækningamætti sem fyrirfinnst. En ég trúi því líka einlæglega að við sem manneskjur getum gert svo margt til þess að bæta og efla heilsu okkar með hreyfingu og slökunaraðferðum.“ Sjálf hefur Kristín tekist á við heilsubrest, en hún glímir við ill- víga vefjagigt sem hún hefur lært að vinna úr með hreyfingu og nátt- úrulegum aðferðum. „Maðurinn minn heitinn barðist við krabba- mein í 26 ár og það var hann sem kom mér á bragðið með sæbjúgun. Hann fann verulegan mun á lið- verkjum eftir að hann byrjaði á þeim og ekki síst eftir að hann komst á fjórða stig og lyfin voru farin að valda ýmsum óþægindum. Það tók hann langan tíma að fá mig til að prófa en ég lét tilleiðast og fann muninn þegar ég hafði tekið þau í nokkurn tíma og ekki síður eftir að ég hætti inntöku, þá fann ég sannarlega muninn.“ Auk sæbjúgnahylkja +D3 býður Arctic Star líka upp á hefðbundin sæbjúgnahylki og Marine Colla- gen. Sæbjúgnahylkin eru góð við stirðleika og liðverkjum, þau auka blóðflæði auk þess að innihalda kollagen. Marine Collagen inni- heldur kollagen sem hefur góð áhrif á ónæmiskerfið, húðina, hárið og neglurnar. n Varan fæst í betri apótekum, Hag- kaupum, Fjarðarkaupum, Heim- kaup.is og hjá Fagvitund. Nánari upplýsingar á arcticstar.is. Náttúran býr yfir lækningamætti Kristín Snorradóttir, jógakennari og heilsu- og vellíðunarmarkþjálfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sæbjúgnahylki +D3, Sæbjúgnahylki og Marine Collagen frá Arctic Star. Eva María Hallgrímsdóttir, kökuskreytingameistari og eigandi Sætra synda, veit fátt skemmtilegra en að baka fagurlega skreyttar kökur og bleiki liturinn er hennar uppáhalds, sérstak- lega í október. Hún var með bleikar kræsingar á bleika deginum í gær. sjofn@frettabladid.is Bleika kakan 190 g smjör (við stofuhita) 410 g sykur 3 egg 375 g hveiti 5 msk. kakó 1½ tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 3 dl mjólk 2 tsk. vanilludropar Byrjið á því að hita ofninn í 175°C. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum út í, einu í einu. Blandið þurrefnunum saman og hrærið þau saman við eggin og sykurinn ásamt svo mjólkinni og vanilludropunum. Setjið deigið í smurð form (passar vel í þrjú 15 cm form eða tvö 20 cm form, hvort sem þið viljið hafa kökuna hærri og mjórri eða lægri og breiðari) og bakið í 22–24 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr miðju kökunnar. Smjörkrem 500 g smjör (við stofuhita) 500 g flórsykur 3 tsk. vanilludropar Hrærið smjörið í nokkrar mínútur í hrærivélinni þar til það er orðið vel mjúkt og ljóst. Bætið flór- sykrinum við í litlum skömmtun og hrærið vel á milli. Því næst eru vanilludroparnir settir saman við og kremið hrært þar til það er létt og ljóst (sirka 3 mínútur). Þegar kökubotnarnir eru orðnir alveg kaldir er hægt að setja kökuna saman. Byrjið á að setja einn botn á tertudisk, smyrjið því næst smjörkrem yfir allan botninn og setjið svo næsta botn ofan á. Ef þið gerðuð þrjá botna þá endurtakið þið þetta auðvitað einu sinni enn. Hjúpið svo kökuna alveg að utan með bleiku kremi. Best er að hafa kökuna kalda og nota snúnings- disk og spaða til að ná smjör- kreminu sléttu og fallegu. Til að lita kremið er hægt að nota bleikan matarlit eða Litabomburnar frá Náttúrulega gaman. Svo er bara að skemmta sér við að skreyta kökuna. Ég notaði lifandi blóm en ég elska að skreyta með lifandi blómum, er bæði svo einfalt og gerir einnig svo mikinn vá-faktor. Hindberja-marengsrósir ganache 300 g súkkulaði að eigin vali – ég notaði karamellusúkkulaði 2½ dl rjómi Marengsrósir 4 stórar eggjahvítur 2 dl sykur 3 msk. hindberjasulta Matarlitur að eigin vali Byrjið á því að hita ofninn í 90°C. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar stífar. Hrærið sykr- inum hægt og rólega út í og þeytið þangað til marengsinn er orðinn vel stífur. Setjið sultuna, matarlit og 3 matskeiðar af marengs- inum í skál og blandið saman. Bætið sultublöndunni rólega út í marengsinn og hrærið varlega saman. Setjið því næst marengsinn í sprautupoka með rósastút (fæst í Allt í köku – stútur 852 frá Ateco) og sprautið honum á bökunar- plötu með smjörpappír. Byrjið í miðjunni á rósinni og gerið smá doppu og sprautið svo í hring út frá honum, einn til tveir hringir er flott, fer eftir því hversu stórar þið viljið hafa rósirnar. Rósirnar fara svo inn í heitan ofn í tvær klukku- stundir eða þar til þær eru alveg stífar og orðnar þurrar. Á meðan rósirnar bakast gerið þið ganache-ið. Byrjið á að hita rjómann í potti að suðu og setjið súkkulaðið í skál. Ef notast er við súkkulaðiplötur er best að saxa þær niður í litla bita. Hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið saman þangað til allt súkkulaðið er bráðið og blandan orðin slétt og glansandi. Leyfið ganache-inu að standa í skálinni þar til það er orðið alveg kalt. Þá má setja það í hrærivél og þeyta þangað til að það verður ljóst og mjúkt. Þegar marengsrósirnar eru búnar að kólna má búa til sam- lokur úr þeim með ganache á milli. Tilvalið er að setja fersk hindber líka á milli til að fá góðan fersk- leika með súkkulaðinu. Þar með eru komnar gullfallegar fylltar marengsrósir. Sítrónu- og hindberjabitar Botninn 230 g smjör 100 g sykur 2 tsk. vanilludropar 1 tsk. salt 270 g hveiti Hitið ofninn í 170°C. Byrjið á að blanda öllu vel saman til að búa til deigið. Setjið bökunarpappír í eldfast mót (passar vel í ca 20x30 cm mót). Þrýstið deiginu niður í eldfasta mótið þannig að það þeki allan botninn. Bakið í sirka 20 mínútur. Á meðan botninn er að bakast búið þið til sítrónu-hind- berjablönduna. Sítrónu-hindberjafylling 400 g sykur 50 g hveiti 6 stór egg Safi úr 4 sítrónum 170 g hindber Kremjið hindberin. Blandið öllum innihaldsefnum í skál og notið písk til að blanda öllu vel saman. Takið botninn út úr ofninum og hellið blöndunni ofan á meðan botninn er enn heitur. Því næst fer allt aftur inn í ofn í um 20–25 mínútur eða þangað til miðjan er nokkuð vel stíf og vaggar ekki ef ýtt er í formið. Leyfið bitunum að kólna í 1–2 klukkustundir og setjið þá svo í kæli í minnst klukkustund í viðbót áður en á að skera þá. Best er að skera þá alveg kalda. n Rómantískar og bleikar kræsingar Eva María kökuskreytingameistari með meiru veit fátt skemmtilegra en að halda upp á bleika daginn með syndsamlega góðum bleikum kræsingum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Syndsamlega ljúffengar þessa fallegu hind- berja-marengs- rósir sem gleðja sælkerahjartað. 6 kynningarblað A L LT 15. október 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.