Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 68

Fréttablaðið - 15.10.2022, Side 68
Það var áður en ég hætti að vera tónlistar- maður, ég hefði senni- lega ekki farið út í upptökunám hefði ég vitað það. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is Alicante Flug aðra leið til 19.950 Flug aðra leið frá Flugsæti í október og nóvember Sindri Eldon hefur verið tengdur inn í tónlistar- bransann frá fæðingu. Hann lýsir pressunni sem því fylgdi og sambandinu við rokktón- listina. Hann kemur fram á skemmtistaðnum Dillon í kvöld, með Sindri Eldon and The Ways. Mig langaði aldrei að vera einhver front- maður,“ segir Sindri Eldon um verkefn- ið. „Mér fannst það of mikil vinna og finnst það enn. Maður fær rosalega mikið af óþægi- legri athygli og getur ekki bara verið gaur í bandinu að skemmta sér,“ útskýrir hann. Sindri hefur verið undir kast- ljósi fjölmiðla alla tíð og hefur gefið út eigið efni samhliða því að gegna stöðu tónlistarblaðamanns. „Ég gafst upp á að gera músík. Mér fannst það leiðinlegt, mikil vinna og ég uppskar ekkert nema eymd og vonbrigði,“ útskýrir hann. Sáttastur við rokkstimpilinn „Svo tók ég mér langa pásu og fattaði að ég saknaði þess að spila með Ása og Frikka, hinum gaurunum í band- inu. En það er eiginlega það eina sem ég saknaði. Mér finnst eiginlega ekkert gaman að spila þegar ég þarf að syngja líka, mér finnst erfitt að syngja og spila á sama tíma,“ segir Sindri, sem segist hafa skimað eftir gítarleikara og bætir við að á end- anum hafi þó engin mannaskipan gengið nema þríeykið. Að sögn Sindra spilar hljómsveit- in rokk. „Ég hef spurt fólk hvernig það myndi skilgreina þetta, og eina svarið sem ég vil kannast við er rokk.“ Hvað stöðu rokksins varðar segir Sindri að gróskan hafi komið á óvart. „Ég fer eiginlega aldrei út úr húsi, þannig að ég veit ekkert hvað er að gerast neins staðar. En ég fór að taka eftir því að það er fullt af rokki í gangi. Ég vinn í plötubúð og gaurinn sem rekur búðina er alltaf að hlusta á nýja músík og það er oft rokk. Þetta er ekki mainstream lengur, myndi ég segja ef ég ætti að vita hvað mainstreamið er.“ Lærði upptökustjórn í Seattle Sindri nefnir einnig að megin- straumurinn kunni að taka mið af kostnaðarþáttum. Að ódýrara sé að Söngurinn varð betri með vegan lífsstíl Sindri, sem vinnur í plötu- búð, segist fá lítið út úr því að taka upp plötur en nýtur þess að vera í hljóm- sveit. MYND/AÐSEND Nína Richter ninarichter @frettabladid.is gera tónlist heima hjá sér í einni far- tölvu, frekar en að kaupa hljóðfæri fyrir f leiri hundruð þúsunda. „Að taka upp vel sándandi rokk, fullt band, er major fjárfesting. Jafn- vel þó að þú dælir milljónum í það ertu ekkert endilega að fá plötu sem hljómar vel.“ Sindri þekkir upptökuhliðina vel, en hann lærði fagið í Seattle í Banda- ríkjunum. „Ég fór í skóla að læra upptökur og það er ástæða fyrir því að þetta er iðnaður. Ég bjó í Seattle í fimm ár og fór í skóla sem heitir Seattle Recor- ding Arts og útskrifaðist með cer- tificate. Þetta var bara eitt ár, ekk- ert hardcore dót en ég lærði mikið af því. Það var áður en ég hætti að vera tónlistarmaður, ég hefði sennilega ekki farið út í upptökunám hefði ég vitað það,“ segir Sindri. Aðspurður segist hann ekki hættur við að hætta í bransanum, en þó sé næs að hitta strákana og fá sér bjór og rokka, eins og hann orðar það. „Það er það eina sem mig langar að gera, mér finnst leiðinlegt að taka upp plötur.“ Óvart inn í tónlistarbransann Sindri segist aldrei hafa ætlað sér að gera tónlistina að ævistarfi. „Nefnilega ekki. Ég hefði kannski átt að vera með eitthvað skýrara markmið. Ég slysaðist svolítið inn í músík af því að það er í fjölskyld- unni minni. Foreldrar mínir voru í hljómsveit,“ segir hann. „Ég var svona fimmtán ára og allir vinir mínir voru í hljómsveitum. Til að hanga með þeim þurfti ég eiginlega að vera í hljómsveit líka. Ég byrjaði að vera í hljómsveitum af sömu ástæðum og ég byrjaði að drekka. Til að fitta inn,“ útskýrir Sindri. „Hefði ég verið með eitthvað svona: Ég ætla að verða ógeðslega frægur og gefa út milljón plötur, þá hefði þetta kannski gengið betur. En svo allt í einu eru tíu ár liðin og ég er tónlistarmaður. Ég man ekki hvað gerðist og ég man ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun beint.“ Endurspegla tímabilin Lögin sem Sindri Eldon and The Ways f lytja á tónleikunum eru samin yfir langt tímabil. „Á meðan maður er að spila fattar maður hvað tónsmíðastíllinn manns hefur breyst yfir árin. Fólk heyrir sam- ræmi, en fyrir mér eru þetta endur- speglanir á hvar ég var á mismun- andi tíma á ferlinum,“ segir hann. Sindri segist semja sjaldan, og með árunum eiga erfiðara með að þvinga fram tónsmíðar. „Mér fannst eins og ég ætti allt of mikið af lögum sem eru mjög svipuð. Ég er núna að reyna að semja þannig lög að hug- myndin grípi mig og festist og vilji ekki fara, frekar en ég sé að reyna að setjast niður meðvitað að skapa eitthvað lag,“ útskýrir hann. Hvað textasmíðar varðar reynir hann að hafa þá stutta og hnitmiðaða. „Ég gleymi mínum eigin textum,“ segir hann glettinn. Betri rödd án dýraafurða Sindri hætti neyslu dýraafurða fyrir ári síðan og segir það hafa haft mikil áhrif á söngröddina. „Ég myndi segja að söngröddin mín hafi skánað mikið síðustu ár. Það er sirka ár síðan ég varð vegan og ég las um það einhvers staðar að sérstaklega mikið magn af mjólkursýru þurrki mann upp, og kjöt líka. Kannski er þetta eitthvað annað sem er í gangi, en ég uppgötvaði að ég er með frekar alvarlegt mjólkuróþol. Það að verða vegan gerði mig að betri söngvara,“ segir hann. Þó að lífsstílsbreytingin hafi hjálpað honum í listinni reynir Sindri að sneiða hjá pólitík í sköpun- inni. „Það næsta sem ég hef komist því að semja pólitískt baráttulag var eftir að Trump var kjörinn forseti,“ segir hann. „Ég hef oft litið á sköpun sem ákveðinn flótta frá svona hlut- um og ég er ekki mikið í því að vera með eitthvað statement.“ Sindri segir að í listinni megi vera rými fyrir veruleikaflótta, upp að heilbrigðu marki. „Sköpun hefur verið meira þannig, fyrir mig,“ segir hann. „Ég er einn af þeim heppnu sem Covid hafði ekkert það mikil áhrif á. Ekki á mitt dagsdaglega líf,“ segir hann. Hjónabandið sem yrkisefni Sindri og bandarísk eiginkona hans Morgan eignuðust son í janúar árið 2019, sem var því rúmlega eins árs þegar heimsfaraldurinn skall á. „Strákurinn okkar þurfti að vera rosa mikið heima, hann var ekki einu sinni byrjaður á leikskóla og var hjá dagmömmu. Covid breytti voðalega litlu fyrir mig,“ segir Sindri. „En ég pæli alveg í því með allt shittið sem er í gangi í heim- inum. Það er skrýtið að vera úti í horni að semja eitthvað lag, sem er ekki um það sem er að gerast,“ segir hann. „Það er klisja og ég þarf varla að tala um hvað er svakalegt f lóð af f lóknum og ólýsanlegum tilfinn- ingum sem það vekur hjá manni að verða foreldri. Ég hef reynt að finna leið til að tjá það, en það er erfitt að gera það ekki á klisjukenndan máta,“ segir hann. Fjölskyldulífið litar því listsköp- unina og hann sækir innblástur þaðan. „Ég er búinn að vera giftur í átta ár núna. Það er líka búið að vera rosalega áhugaverður tilfinninga- rússíbani, sem nýjasta lagið mitt og nokkur af mínum eldri lögum eru líka um,“ segir hann. „Mér finnst það að mörgu leyti áhugaverðara umfjöllunarefni en einhver rokkari að syngja um nýjustu heitu gelluna í lífi hans eða ástarsorg.“ n 36 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.