Fréttablaðið - 15.10.2022, Page 72
Það hefur
aldrei verið
eins mikið
framboð af
vímu-
efnum og
ólöglegi
markaður-
inn er í
blóma.
Hættulegar
afleiðingar
geta orðið
hjá fólki á
öllu vímu-
efnarófinu.
þá veit notandinn aldrei nákvæm-
lega hvað er í efninu og það býður
hættunni heim,“ segir Svala.
Hún segir að í efnagreiningu sé
þjónustan tvíþætt; að notandi fái
nákvæmar upplýsingar um inni-
hald og styrkleika efnisins og síðan
viðeigandi leiðbeiningar og upp-
lýsingar frá sérþjálfuðu starfsfólki í
tengslum við niðurstöðurnar.
„Markmiðið er alltaf að tryggja
öryggi fólks og að lágmarka hættu-
legar afleiðingar, að gefa einstakl-
ingum nákvæmar upplýsingar og
leiðbeiningar, eins og varðandi
áhrif efnanna, hætturnar sem fylgja
þeim, hvaða íblöndunarefni eru í
efninu og hvað sé meðal-skammta-
stærð. Það gerist til dæmis reglulega
erlendis að hátt hlutfall mælist af
MDMA í e-töflum og öðru hvoru er
fentanyl að mælast í efnum eins og
kókaíni eða benzódíazepín-töflum.
Þegar það gerist er hægt að láta fólk
vita og þannig draga úr hættulegum
afleiðingum og mögulegum dauðs-
föllum.
Rannsóknir sýna að þegar not-
endur fá niðurstöður um að vímu-
efnið þeirra innihaldi annað óvænt
efni eða efni sem veldur þeim ein-
hverjum áhyggjum þá vilja um 95
prósent af fólki láta farga efninu.
Efnagreining hefur því jákvæð áhrif
á ákvörðunartöku notenda og er
heilsuverndarsjónarmiðið þar efst
í huga. “
Engin lagaleg vernd
Spurð hvort það hafi einhvern
tímann komið til greina að setja
upp svona þjónustu á Íslandi segir
Svala að það sé f lókið á meðan
neysluskammtar af vímuefnum eru
enn ólöglegir, ekki sé hægt að gefa
notendum og starfsfólki lagalega
vernd og væri um af brot að ræða
samkvæmt núverandi ávana- og
fíkniefnalöggjöf.
Hún segir þó að sem dæmi hafi
skaðaminnkunarsamtök í Bristol
og Osló einfaldlega hundsað lögin
og komið efnagreiningu á laggirnar.
Þrátt fyrir að það sé ólöglegt hafi
lögreglan eða yfirvöld ekki stöðvað
efnagreiningarnar, enda erfitt að
loka úrræðum sem auka öryggi
fólks og draga úr dauðsföllum.
„Um heim allan eru starfrækt
skaðaminnkandi úr ræði sem
hafa í raun ekki opinbert leyfi frá
stjórnvöldum en eru samt mjög
fagleg. Með uppsetningu á þessum
úrræðum eru notendur vímuefna
og skaða minnkunar sinnar fyrst og
fremst að bregðast við óásættan-
legri vanrækslu yfirvalda í mála-
flokknum.“
Meirihluti vill breytta stefnu
Svala segir að hennar tilfinning
sé að meirihluti landsmanna vilji
breyta um stefnu í vímuefnamálum
og vilji nýja ávana- og fíkniefnalög-
gjöf.
Svala hefur komið víða við á ferli sínum við skaðaminnkandi úrræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Lovísa
Arnardóttir
lovisaa
@frettabladid.is
Fólk notar vímuefni
á alls konar skala
„Niðurstöður frá Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Íslands sýna að um
60 prósent landsmanna eru hlynnt
afglæpavæðingu á neysluskömmtun
18 ára og eldri, mín tilfinning er sú
að meirihluti fólks á Íslandi vilji
breyta um stefnu, snúa skipinu við
og fara frá þessari bann- og refsi-
stefnu stjórnvalda og innleiða vímu-
efnastefnu sem er byggð á mannúð,
skaðaminnkun og vísindum.“
Refsistefna sem ekki virkar
Hvað varðar vímuefnastríðið og
framboð á vímuefnum segir Svala
að það sé alveg ljóst að núverandi
refsistefna sé ekki að virka. „Það
hefur aldrei verið eins mikið fram-
boð af vímuefnum og ólöglegi
markaðurinn er í blóma. Það er
rosalega gott aðgengi að ólöglegum
vímuefnum og þar er ekkert aldurs-
takmark,“ segir Svala og að með því
að regluvæða ólögleg vímuefni væri
hægt að fá betri yfirsýn og stjórn á
neyslu þeirra en það er hluti af fram-
tíðarsýn samtakanna.
„Það er mjög sérstakt og í raun
ábyrgðarlaust að ríkið taki bara
ábyrgð á einu vímuefni, sem er
áfengi og gerir öll hin vímuefnin
ólögleg, með því fara efnin í hend-
urnar á hverjum sem er, þar er ekk-
ert regluverk, engin gæðaviðmið
og hver sem er getur selt, framleitt
og keypt vímuefnin. Áfengi er skil-
greint sem sterkt vímuefni og því er
mjög mikilvægt að ríkið sjái um sölu
og dreifingu á því efni en ríkið ætti
líka að taka fulla ábyrgð á öllum
hinum vímuefnunum, það er mikil-
vægt öryggismál.“
Svala segir að stór hluti vandans
við viðhorf stjórnvalda og almenn-
ings gagnvart málaf lokknum sé
þekkingarleysi á vímuefnanotkun
og hvernig vímuefnavandi þróast
hjá manneskjum.
Svala segir það ekki einfalt mál að
breyta viðhorfum fólks til vímuefna
og neyslu þeirra því um árabil hafi
fólki verið sagt að það sé slæmt að
neyta þeirra, að fólk sem neyti ólög-
legra vímuefna sé slæmt og sé dæmt
fyrir það.
„Það mun taka áratugi að breyta
viðhorfum fólks, en fyrsta skrefið í
áttina að því er að afglæpavæða. Ég
held að það sé ekki hjálplegt að fólk
geti ekki talað um þennan part af
sínu lífi því það getur fylgt því hætta
að neyta vímuefna. Við viljum að
það hafi viðeigandi upplýsingar
svo það geti hugað að heilsu sinni
og velferð,“ segir Svala að lokum. n
Svala Jóhannesdóttir er sér-
fræðingur í skaðaminnkun.
Hún vill að yfirvöld afglæpa-
væði og regluvæði vímuefni
og segir að þannig væri hægt
að tryggja betur öryggi fólks
og lágmarka skaða meðal
þeirra sem neyta vímuefna,
sama hvort það er reglulega
eða ekki.
Svala Jóhannesdóttir hefur
unnið við skaðaminnk-
andi úrræði frá 2007 og
hefur komið víða við. Hún
hefur starfað í Konukoti,
Frú Ragnheiði og stofnaði nýlega,
ásamt Sigrúnu Jóhannsdóttur og
Elínu Guðnýju Gunnarsdóttur,
Matthildi – samtök um skaða-
minnkun.
Að sögn Svölu snýst skaða-
minnkun um að draga úr þeim
skaða og hættulegu af leiðingum
sem geta hlotist af notkun löglegra
og ólöglegra vímuefna. Markmiðið
sé að hámarka líkur á að fólk haldi
líf i, að draga úr óafturkræfum
skaða og vernda líkamlega og and-
lega heilsu fólks. Nálgunin snýst
þó ekki bara um manneskjur sem
eru að glíma við vímuefnavanda og
heimilisleysi, heldur líka fólk sem
notar vímuefni öðru hvoru.
Á ráðstefnu sem Matthildarsam-
tökin héldu um daginn um skaða-
minnkun á Íslandi lagði Svala fram
ýmsar hugmyndir um næstu skref í
framtíðarsýn þeirra, meðal annars
mikilvægi þess að innleiða skaða-
minnkandi nálgun í tónlistar- og
skemmtanalífinu.
„Á Íslandi hefur fókusinn á
skaða minnkun aðallega verið á
fólk sem er að glíma við vímuefna-
vanda og þá sérstaklega fólk sem
notar vímuefni í æð,“ segir Svala
og nefnir sem dæmi nálaskipti-
þjónustu og öruggt neyslurými.
Hún segir að skaðaminnkandi
hugmyndafræði sé einnig hugsuð
fyrir mun víðari og fjölbreyttari
hóp.
„Skaðaminnkun er nálgun fyrir
fólk á öllu vímuefnarófinu. Fólk
notar vímuefni á alls konar skala
og sýna rannsóknir að um 90 pró-
sent af fólki sem notar vímuefni
þróa ekki með sér vímuefnavanda,“
segir Svala og nefnir að meirihluti
fólks 18 ára og eldra noti lögleg eða
ólöglega vímuefni reglulega eða
öðru hvoru og því skiptir máli að
hugað sé að öryggi allra vímuefna-
notenda.
„Í skaðaminnkun er litið raun-
sætt á stöðuna, ef fólk ætlar sér að
nota vímuefni þá er mikilvægt að
til séu lýðheilsuinngrip í samfélag-
inu sem lágmarka mögulegar nei-
kvæðar og hættulegar af leiðingar
þess. Stjórnvöld verða að breikka
út fókusinn og huga bæði að not-
endum sem eru með vímuefna-
vanda og hópnum sem notar öðru
hvoru en glímir ekki við vanda,
hættulegar af leiðingar geta orðið
hjá fólki á öllu vímuefnarófinu.“
Efnagreining á skemmtistöðum
Hún segir að fyrir tónlistar- og
skemmtanalífið séu til mörg skaða-
minnkandi inngrip sem draga úr
líkum á dauðsföllum, ofskömmt-
unum og slysum og eru hugsuð til
að vernda fólk.
„Eitt dæmi um slíkt er efna-
greining á ólöglegum vímuefnum.
Þar getur fólk komið með sín eigin
vímuefni í litlu magni og látið mæla
innihald og styrkleika efnanna,“
segir Svala og að oftast sé um að
ræða úrræði sem eru á tónlistar-
viðburðum og í ákveðnum skaða-
minnkandi verkefnum en að í
nokkrum löndum sé búið að setja
upp svona þjónustu sem er opin
allan ársins hring. Sem dæmi er
slík þjónusta í Bristol á vegum sam-
takanna The Loop og í Osló á vegum
Safer drug policies. Einnig hafi verið
samþykkt lög á Nýja-Sjálandi árið
2021 sem heimila efnagreiningu á
vímuefnum og er það fyrsta landið
sem gerir það.
„Þegar vímuefni eru gerð ólögleg
Um 90 prósent þeirra sem neyta vímuefna eiga ekki við vanda að stríða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
40 Helgin 15. október 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ